Færslur: 2009 Desember

26.12.2009 11:49

Hákon EA 148
     2407. Hákon EA 148, í Sundahöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009

26.12.2009 11:38

Lundey NS 14

Nú höldum við áfram með myndasyrpu Sigurlaugs, sem nú hefur skipt yfir á Cannon EOS 400, svo er að sjá hvor menn sjá muninn.


     155. Lundey NS 14, í Reykjavíkurslipp ©´myndir Sigurlaugur, jóladag 2009

26.12.2009 00:00

Reykjavíkurhafnir þræddar

Sigurlaugur er ekkert að tvínóna við hlutina, það sýndi hann að morgni jóladags er hann nánast þræddi hafnir Reykjavíkur og tók vel á annað hundrað mynda, sem verða birtar hér á síðunni. Hefjum við leikinn núna, en áður ef fyrstu myndirnar koma birti ég texta frá Laugja, sem fylgdi fyrsta myndaskammtinum.

Ég fór með myndavélarnar og þræddi hafninar í henni Rvk, byrjaði í Tangarhöfn v/Gullinbrú og áfram um í Sundahöfn og endaði út á Granda,einn bátur sem ég fann var í porti bak við Klepp en ég komst ekki nálægt honum svo ég notaði 300m/m gleiðlinsu og ég veit ekkert um bátinn.

En greinilega eru menn farnir að huga að því að gera gamla trébáta upp sem skemmtibáta og túristafley og rakst ég á nokkra í gömluhöfn,eins er verið að gera þessa flottu aðstöðu við sjóminjasafnið og kring um Gullborgina.en myndirnar tala sínu máli,eins finnst mér Bekkersstýri og skrúfuhringir,hliðarskrúfur og annað sem venjulega er hulið neðan sjólínu,vera gaman að mynda og bera saman á milli skipa.

Þessar myndir sem eru í þessu maili eru allar teknar á Samsung 850 pro með 300m/m gleiðlinsu.

Þær sem koma í næsta eru teknar með Cannon EOS 400 ýmist með 200 m/m zoom eða 55m/m gleiðlinsu og flestar teknar með vélina stillta á næturmyndir,en sjálvirktri stillingu á Samsung og ég leitaðist svolítið við að leika mér með skugga og birtu og tók sumar nánast beint í sólarátt.

Myndirnar eru teknar frá kl 11 til kl 14 í dag og ég held að ég hafi náð öllum skipum í höfninni.


                                         Dettifoss


                                   2350. Árni Friðriksson RE 200


                                          1053. Bára ÁR 21


                                   Kaspryka 1 og Kaspryka 3


                                                Laxfoss


                                                  Skútuhöfnin


                  Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009

25.12.2009 22:00

50 ára bátateikningar og öll fley í höfuðborginni í morgun

Það hefur löngum verið sagt að jólin sé hátíða barnanna, því þótti mér tilvalið að birta um það bil 50 ára gamlar teikningar sem ég fann nýlega í mínum fórum. Þetta eru teikningar eftir mig úr 4., 5. og 6. bekk barnaskóla og þar sem ég er fæddur 1949, geta menn reiknað nákvæmlega aldur teikninganna, en þær eru ekki skannaðar, heldur tók ég skyndimyndir af þeim og á þeim er mikill barnasvipur og því langt í frá að þó myndirnar séu allar skírðar einhverjum skipum, að þær sé svo sem nokkuð líkar fyrirmyndinni.

Eftir miðnætti hefst síðan mikill þáttur þar sem Sigurlaugur spilaði aðalhlutverkið í morgun á milli kl. 11 og 14 er hann þræddi alla staði sem hægt var að finna einhver fley á í höfuðborginni, eða allt frá Tangarhöfn við Gullinbrú, áfram í Sundahöfn og endaði úti á Granda. Auk þess sem hann fann einn bát i porti bak við Klepp. Allt um það og nánar um tilraunir sem hann gerði þegar birtingin hefst eftir miðnætti, en nú koma barnateikingar mínar sem gerðar voru fyrir um hálfri öld.


                                                42. Eldey KE 37


                                                   48. Fanney RE 4


                                  93. Helgi Flóventsson ÞH 77


                                                   311. Baldur KE 97


                                           311. Baldur KE 97


                                                 319. Bára SH 131


                                                       391. Erlingur KE 20


                                          391. Erlingur KE 20


                                             601. Ingiber Ólafsson GK 35


                                            670. Manni KE 99


                                            Freyja KE 10


                                             Gullfoss


                                          Helgi Flóventsson ÞH 77


                                                     Jón Guðmundsson KE 4


                                                   Rafnkell GK 510


          Dux RE 300, hálfrar aldar gamlar teikningar Emils Páls © myndir Emil Páll

25.12.2009 16:00

Cemstar í Helguvík

Í dag Jóladag kom flutningaskipið Cemstar til Helguvíkur. Ekki hafði ég tök á að taka mynd af komu skipsins og læt því nægja að birta mynd af MarineTraffic

                               Cemstar © mynd Lars Engelbrecht Rohde/MarineTraffic

25.12.2009 12:24

Vefmyndir frá Austfjörðum og Grundarfirði

Þá er komið að því sem ég ætlaði eingöngu að hafa í dag, en það eru myndir úr vefmyndavélum og birti ég hér myndir frá 7 austfjarðarhöfnum og síðan fær Grundarfjörður að fljóta með. Myndirnar eru eins og þær komu fyrir augu minna nú fyrir nokkrum mínútum eða rúmlega 12 á hádegi.


                                                  Fáskrúðsfjörður


                                                           Eskifjörður


                                                    Grundarfjörður


                                                      Mjóeyrarhöfn


                                                          Mjóifjörður


                                                       Neskaupstaður


                                                       Reyðarfjörður


                                                         Stöðvarfjörður

25.12.2009 00:00

Myndaklúður á aðfangadag í borg óttans

Ekki stóð til að koma með myndir inn fyrr kannski um hádegi á jóladag, en þar sem ég var of fljótur á mér, hafði því tíma til myndatöku fyrir jólaboð á aðfangadag í borg óttans, en það er orðið gælunafnið á höfuðborg okkar Reykjavík. Klukkan var aðeins 16 og því fannst mér það vera í lagi að fara niður á höfn, en hvort sem þeir þarna uppi töldu það vera helgispjöll, eða myndavélin vildi óhlíðnast mér, þá er varla hægt að kalla afraksturinn myndir. Þó kl. væri aðeins eins og fyrr segir um 16 var orðið of dimmt til venjulegrar myndatöku og of bjart til að nota næturstillinguna. Hvort það var ástæðan að fógusinn fór út og suður, veit ég ekki, en þetta kalla ég því myndaklúður, en ætla þó að leifa ykkur að sjá útkomuna.


                                      2626. Guðmundur í Nesi RE 13


                                            1826. Helga María AK 16


                                                    1627. Sæbjörg


                                              2770. Brimnes RE 27


                                              2203. Þerney RE 101


                                     1131. Bjarni Sæmundsson RE 30


                                                    1627. Sæbjörg


                                                  155. Lundey NS 14


          1509. Ásbjörn RE 50 © myndir Emil Páll á aðfangadag jóla, 24. des. 2009

24.12.2009 00:00

Jólakveðja


   Þessi fallega mynd er tekin í Hafnarfirði © mynd Svavar Ellertsson

Vegna jólahátíðarinnar geri ég nú hlé á færslum á síðunni, en kem þó
eitthvað inn á jóladag, en tek síðan þráðinn upp að nýju á 2. í jólum
og held áfram, fram á gamlársdag og þá sendi ég frá mér eitthvað
varðandi áramótin og nýja árið.

23.12.2009 21:27

Páll Pálsson ÍS 102 í jólabúningi


                                     1274. Páll Pálsson IS 102 © mynd af bb.is

23.12.2009 21:25

Endurbygging skipalyftunnar í Eyjum hafin

Af vefnum eyjafrettir.is

Miðvikudaginn 23. desember kl. 10.35
Hætt við leið 2 og farið í leið 3 við endurbyggingu skipalyftunnar:

Þyngdardreifing nýrri skipa öðruvísi

- breytingin felst í því að spil eru færð til svo taka megi upp hin nýju skip Eyjaflotans

Þyngdardreifing nýrri skipa öðruvísi
Endurbygging upptökumann­virkja við Vestmannaeyjahöfn er nú hafin en stórvirkar vinnuvélar byrjuðu að hreinsa upp gömlu  lyftuna í vikunni.  Ákveðið hafði verið að fara svokallaða leið 2 í endurbygging­unni en á dögunum var horfið frá því og ákveðið að fara leið 3 þar sem í ljós kom að leið 2 var ekki fullnægjandi miðað við þær kröfur sem voru gerðar.

Ólafur Þór Snorrason, fram­kvæmda­­stjóri umhverfis- og fram­kvæmdasviðs sagði að þyngdar­dreifing skipanna hafi valdið því að breytt var um áherslur í enduruppbyggingunni.  "Helsta vandamálið við upptöku á nýrri skipum er ­þyngdardreifing skipanna en mest af búnaði þeirra, svo sem vélar og togspil eru aftast í skipunum á meðan lítið annað en fiskilestin og mannaíbúðir eru fremst í þeim.  Lagt var upp með að upptöku­mannvirkin gætu lyft skipum á borð við Bergey og Smáey.  Í þeim skipum er þyngdar­dreifing mjög misjöfn og t.d. er mesta þyngd á Smáey u.þ.b. 38 tonn pr. metra en minnsta þyngd um 8 tonn pr. metra.  Í leið 2, sem fyrst var samþykkt, hafði afl spilanna, sem notuð eru til að lyfta pallinum, verið aukið um 25% þannig að það jókst úr 183 tonn­um í 230 tonn sem gaf lyftigetu upp á 30 tonn pr. m.  Það var nægj­anlegt til að lyfta flestum þessara skipa ef þyngdar­dreifingin er í lagi.  
 
Aftur á móti reyndist dreifingin heldur verri en fyrri athuganir höfðu sýnt og þegar búið var að reikna nákvæmlega út dreifinguna í þessum ákveðnu skipum var ákveðið að skoða leið 3."
 
Ólafur segir að leið 3 gangi út á að færa syðstu spilin á milli nyrstu paranna tveggja þannig að á milli lyftuvíra verða 6,5 metrar í stað 13, eins og gert var ráð fyrir í leið 2.  "Með því næst lyftigeta upp á 49 tonn pr. metra á nyrstu 15 metrunum.  Lyftigetan er síðan 23 tonn pr. metra á syðri 30 metrunum.  Með þessu móti er hægt að lyfta flestum skipum í Vestmannaeyjum sem eru styttri en 45 metrar og mjórri en 12 metrar en það eru þau stærðarmörk sem lyftipallurinn setur.  Kostnaðaraukning milli leiðar 2 og 3 er 70 milljónir og liggur mesti kostnaðurinn í því að gera vasa í stálþilið og smíða nýjar undirstöður undir spilparið sem verður fært.  
 
Gamla lyftupallinum hefur nú verið lyft upp á þurrt og búið er að taka spilin af undirstöðum.  Næsta skref er að hanna og bjóða út breytinguna á stálþilinu, undir­stöðum og yfirfara spilin.  "Jafn­framt verður farið í að meta ná­kvæmlega skemmdir á lyftupalli og laga það sem þarfnast lagfæringar.  Settur verður nýr stjórnbúnaður við öll spil ásamt nýrri álagsstýringu.  Allt eru þetta verk sem taka langan tíma og reiknað er með að verkinu í heild verði lokið eftir u.þ.b. eitt ár.  
 
Vestmannaeyjahöfn getur því aftur eftir 4 ára hlé boðið upp á þá þjón­ustu að hér sé hægt að taka upp skip til viðgerða og viðhalds en höfnin er lífæð Vestmannaeyja og nauðsynlegt að hér sé boðið upp á þá  þjónustu sem flotinn á skilið," sagði Ólafur að lokum.

23.12.2009 16:18

Mummi GK 54 seldur til Vopnafjarðar

Mummi GK 54, sem lokið var við að endurbyggja í Njarðvík á síðasta sumri og keyrði síðan á flotbryggju í Sandgerði nú í haust, hefur verið seldur til Vopnafjarðar, en lokið er við að gera við bátinn eftir áreksturinn við bryggjuna og annaðist Sólplast ehf., í Sandgerði viðgerðina.


                     2138. Mummi GK 54, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll í júlí 2009

23.12.2009 15:36

Que Sera Sera HF 26 rak upp og strandaði

Que Sera Sera HF 26 slitnaði mannlaus upp af legufærum í Laayoune í Morokko rak í land og strandaði samkvæmt fréttum sem Svafari Gestssyni hefur borist.


                                                2724. Que Sera Sera HF 26

23.12.2009 14:39

Vinur GK, lengdur og með nýju húsi

Vel gengur endurbótum á bátnum Vini GK 96 sem brann í Grófinni í Keflavík sl. sumar. Búið er smíða á hann nýtt hús og lengja bátinn um 1.20 m., en verkið er unnið hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Enn á eftir að innrétta og ljúka viðgerð. Þeir hjá Sólplasti hafa haft í nægu að snúast að undanförnu, því verið er að endurbyggja fleiri báta hjá þeim, auk þess sem nýlokið er viðgerða á Mumma GK 54, sem keyrði á flotbryggju í Sandgerði á dögunum og hefur báturinn verið afhentur nýjum eigendum á Vopnafirði.


   2477. Vinur GK 96 eins og hann er í dag © mynd Emil Páll í Sandgerði 23. des. 2009

23.12.2009 14:29

Gullbjörg ÍS 666 - ótrúleg atburðarás

Segja má að atburðarrásin í kring um Gáskabátinn Gullbjörgu ÍS 666, hafi verið hreint ótrúleg síðustu daga. Hófst þetta með því að er ljóst var að báturinn myndi lenda á uppboði virðist einhver hafa tekið vél bátsins upp í skuld og síðan var hann seldur á uppboði vélalaus og eignaðist þá Haraldur Árni Haraldsson bátinn og stóð til að draga hann frá Ísafirði til Bíldudals, en af einhverju ástæðum var lyftari að lyfta honum og rann þá báturinn út af og skall niður með þeim afleiðingum að hátt í eins metra löng sprunga kom á stefni bátsins neðan sjólínu. Var hann því drifin upp á flutningabíl og ekið með hann suður í Sandgerði og þangað var komið með hann í gærkvöldi eða nótt og verður nú gert við hann hjá Sólplasti ehf. Segja má að þar með sé báturinn næstum því kominn heim til föðurhúsanna því hann var framleiddur hjá Mótun ehf. í Njarðvík á sínum tíma.


    2452. Gullbjörg ÍS 666 komin að bátasmiðju Sólplasts ehf., í Sandgerði © mynd Emil Páll 23. desember 2009

23.12.2009 14:26

Hrappur

Hér sjáum við sandflutningapramman Hrapp, en hann var í Hafnarfjarðarhöfn í morgun.


    7471. Hrappur við bryggju í Hafnarfirði á tólfta tímanum í morgun © mynd Emil Páll 23. des. 2009