Færslur: 2009 Desember

21.12.2009 19:14

Drífa SH 400 seld til Sandgerðis?

Þó ekki sé liðinn nema rúmur mánuður frá því að Drífa SH 400 kom til nýrrar heimahafnar í Bolungarvík, bendir allt til að stoppið þar hafi verið stutt, því báturinn er nú kominn til Sandgerðis og herma fréttir að búið sé að kaupa hana þangað og muni hún fara á Sæbjúguveiðar.


                795. Drífa SH 400 í höfn í Njarðvik á síðasta ári © mynd Emil Páll 2008

21.12.2009 14:48

Víkingur AK 220 - Húnaröst RE 550 - Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 - Július Havsteen ÞH 1

Svafar Gestsson sem hefur verið mjög iðinn við kolann að undanförnu, og sent okkur margar skemmtilegar myndir, var nú að skanna myndir úr safni sínu og sendi okkur þessar fjórar. Hafi hann þökk fyrir.


                                     1076. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211


                                                1070. Húnaröst RE 550


                                               220. Víkingur AK 100


                     2262. Júlíus Havsteen ÞH 1 © myndir Svafar Gestsson

21.12.2009 12:08

Breið og góð samstaða

Eins og lesendur síðunnar hafa orðið varir við hefur þeim fjölgað mjög sem senda mér myndir til birtingar hér á síðunni. En það er ekki það eina, því nú hefur tekist samkomulag milli mín og helstu skipaljósmyndara landsins um að ég megi nota myndir frá þeim í seríumyndir mínar af bátum. Þetta eru höfðingjar eins og (í stafrófsröð)  Guðmundur St.Valdimarsson, Hafþór Hreiðarsson, Jón Páll Ásgeirsson, Markús Karl Valsson, Tryggvi Sigurðsson og Þorgeir Baldursson.

Er ég þeim mjög þakklátur fyrir þetta og horfi með björtum augum til síðunnar, með allan þennan stuðning fyrirliggjandi.

Sendi ég þeim öllum, svo og þeim fjölmörgu sem sent hafa mér myndir að undanförnu kærar þakkir fyrir.

                                          Emil Páll Jónsson

21.12.2009 00:00

Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 og Taurus í Slippnum í Reykjavík

Hér lýkur laugardagssyrpu Sigurlaugs um Reykjavíkurhöfn og er þessi myndasyrpa tekin í slippnum og sýnir togarana Sturlaug H. Böðvarsson og Taurus.
  1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 (sá blái) og Taurus í Slippnum í Reykjavík 
                  sl. laugardag
 © myndir Sigurlaugur 19. desember 2009

20.12.2009 20:23

Jón Kjartansson SU 111 / Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 / Sæberg SU 9 / Eskfirðingur SU 9

Þá hefur loksins tekist að fá allar myndirnar af sama bátnum og bæði fyrir og eftir yfirbyggingu, Að vísu eru það ekki margar myndir, en er sem er.


          252. Jón Kjartansson SU 211 © mynd af google, ljósmyndari ókunnur


           252. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd af google, ljósmyndari ókunnur


     252. Sæberg SU 9, í yfirbyggingu og lengingu í Njarðvik © mynd af google, ljósmundari ókunnur.


                        252. Sæberg SU 9, í höfn í Njarðvik © mynd Emil Páll


                      252. Sæberg SU 9 © mynd Jón Páll


                   252. Eskfirðingur SU 9 © mynd af google, ljósmyndari ókunnur

Smíðanr. 41 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður og lengdur hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1978. Sökk um 30 sm. SA af Bjarnarey á Héraðsflóa 14. júlí 1988.

Nöfn: Jón Kjartansson SU 111, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Sæberg SU 9 og Eskfirðingur SU 9.

20.12.2009 17:28

Gaman að þessu

Þessar myndir eru nánast perlur, því mjög sjaldgæft er að hafa náð þessu saman. Myndirnar sendi Júlíus V. Guðnason og er teknar uppi á Akranesi í feb. eða mars 2005. Sýna þær Engey RE 1 að frysta loðnu, Aðalstein Jónsson SU 11 að sækja varahluti og Hannes Andrésson SH 747 nýkominn úr Sæbjúgutúr. - Sendi ég Júlíusi bestu þakkir fyrir.


               2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2669. Engey RE 1


    2669. Aðalsteinn SU 11, 2662. Engey RE 1 og 582. Hannes Andrésson SH 747


    2669. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2669. Engey RE 1


  2662. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2669. Engey RE 1, í Höfn á Akranesi
© myndir Júlíus V. Guðnason í feb. eða mars 2005

20.12.2009 13:32

Keilir SI 145 á útleið í brælunni

Nú þegar flestir bátar eru í landlegu vegna brælu eða komnir í jólafrí, mátti í hádeginu sjá Keilir SI 145 fara frá Njarðvík í róður. Tók ég af honum þessa myndasyrpu, en því miður er tækjakosturinn ekki öflugur, lélegur aðdráttur þ.e. ekki almennileg aðdráttarlinsa, né aðstæður til að kroppa myndinar eins og það er kallað í dag. Læt ég þetta þó flakka.


     1420. Keilir SI 145, á leið út Stakksfjörðinn í hádeginu í dag © myndir Emil Páll 20. desember 2009

20.12.2009 13:28

Sandgerði

Þessi mynd var tekin í dag í hádeginu af bátum í smábátahöfninni í Sandgerði.


           Smábátahöfnin í Sandgerði í hádeginu í dag © mynd Emil Páll 20. des. 2009

20.12.2009 13:20

Grímsnes GK 555 / Heimir SU 100 og Ósk KE 5

Lítið var um að vera í Keflavíkurhöfn, eins og oftast nær, en þó tók ég tvær myndir, sem koma hér. Sýna þær Grímsnes GK 555 og Ósk KE 5 og í leiðinni kem ég með mynd af Heimir SU 100, sem ég fékk hjá Þóru B. Nikulásd. á vinaminni.123.is, en Heimir SU 100 er fyrsta nafnið á bátnum sem nú heitir Grímsnes.


  1855. Ósk KE 5 og 89. Grímsnes GK 555, í Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag © mynd Emil Páll 20. des. 2009


   89. Grímsnes GK 555, í Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag © mynd Emil Páll 20. des. 2009


  89. Heimir SU 100, í höfn á Stöðvarfirði © mynd úr safni Þóru B. Nikulásdóttur á vinaminni. 123.is

20.12.2009 12:03

Hannes Andrésson SH 737 / Bergur Vigfús GK 100

Um þennan bát hefur verið mikið ritað hér á síðunni og eins er ég sá um síðu Þorgeirs, auk þess sem nánast öll saga bátsins í myndum hefur verið birt. Það verður því ekki endurtekið hér, aðeins mynd sem Júlíus V. Guðnason tók af bátnum á Akranesi í gær og mynd sem ég fann á google af bátnum sem Bergur Vigfús GK 100


    1371. Hannes Andrésson SH 737, á Akranesi í gær © mynd Júlíus V. Guðnason 19. desember 2009


  1371. Bergur Vigfús GK 100
© mynd af Google, ljósmyndari ókunnur.

20.12.2009 11:28

Kópur VE 11


              641. Kópur VE 11, við bryggju í Reykjavík © mynd Emil Páll

Smíðaður í Djupvik í Svíþjóð 1943. Endurbyggður og stækkaður Akranesi 1962 og aftur 1973. Úrelding 4. nóv. 1986.

Nöfn: Skíðblaðnir ÍS 1, Kópur KE 33, Kópur VE 11, Auðbjörg GK 86, Auðbjörg SU 37 og Bjarmi SU 37,

20.12.2009 11:08

Jökull Óðinn KÓ 111 ex Sigurbjörg Þorsteins BA 165

Bak við Verbúðirnar á Granda fann Sigurlaugur í gær bát sem trúlegar er verið að byggja upp og mig minnir að gera eigi úr honum skútu. Báturinn er nú skráður sem Jökull Óðinn KÓ 111, en hét síðast Sigurbjörg Þorsteins BA 65 og hefur verið í reyðuleysi um tíma. Birti ég nú sögu bátsins, myndir Sigurlaugs síðan í gær og eina mynd af Sigurbjörgu Þorsteins BA 165.


   626. Jökull Óðinn KÓ 111, í Reykjavík í gær  © mynd Sigurlaugur 19. des. 2009   626. Sigurbjörg Þorsteins BA 165, í Reykjavíkurhöfn © mynd af google, ljósmyndari ókunnur.

Smíðaður á Neskaupstað 1948.

Árið 1956, keypti útgerðarfélagið Arnar hf. í Sandgerði bátinn sem þá hét Guðbjörg NK 74 og varð það upphafið af útgerð tveggja skipa sem báru nöfnin Guðbjörg GK 220. Þetta skip var þó selt aftur áður en til umskráningar kom.

Hefur að mestu legið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn frá árinu 2000 - 2006 að hann var fluttur til Reykjavíkurhafnar og nú í haust var hann tekin upp og fluttur bak við Verbúðirnar á Granda, þar sem unnið er að endurbyggingu og að breyta bátnum í skútu.

Nöfn: Guðbjörg NK 74, Sjarni SH 115, Jökull RE 352, Jökull VE 15, Marvin AK 220, Valdimar AK 15, Sigurbjörg Þorsteins BA 165 og nú Jökull Óðinn KÓ 111.

20.12.2009 10:57

Ágúst RE 61

Þessi gamli bátur hefur legið ansi lengi fyrir neðan slippinn í Reykjavík, á plani þar sem nokkrir litlir bátar eru. Saga bátsins sem síðast hét Ágúst RE 61 verður nú sögð ásamt mynd sem Sigurlaugur tók af bátnum í gær.


   1260. Ágúst RE 61, í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Sigurlaugur 19. des. 2009

Smíðaður hjá Byggingarfélaginu Berg hf., Siglufirði 1972.

Hefur aðeins borið tvö nöfn: Jóhann Pálsson SU 30 og Ágúst RE 61 í rúm 30 ár, og að því ég best veit er hann enn á skrá.

20.12.2009 10:43

Úr slippnum á Akranesi

Fyrir utan Fossá, sem sagt var frá í gær og gamla fyrrum Harpa GK, sem í upphafi var Höfrungur AK 91, eru nú í slippnum á Akranesi, bátar eins og Margrét HF 20, Skátinn GK 82 og gamli hafnsögubátur Grindvíkinga Villi. Birti ég nú myndir af þeim öllum, sem Júlíus V. Guðnason tók í gær, auk þess sem ég birti eina mynd af Skátanum sem Jón Páll tók og hefur lánað mér.


                                            259. Margrét HF 20


      259. Margrét HF 20 og 2404. Fossá ÞH 362, sem sagt var nánar frá í gær


                                   1373. Skátinn GK 82 og 539. Villi


                                       1373. Skátinn GK 82


 539. Villi, 1373. Skátinn GK 82 og 2404. Fossá ÞH 362, í gær © myndir Júlíus B. Guðnason 19. des. 2009


                                  1373. Skátinn GK 82 © mynd Jón Páll 

20.12.2009 00:00

Gullborg II SH 338

Sigurlaugur tók þessa myndasyrpu af fyrrum sögufrægu aflaskipi, sem Gullborgu RE 38 og Gullborgu VE 38 undir stjórn Binna í Gröf. Nú er hörmung að sjá skipið, sem ber nafnið Gullborg II SH 338 og virðist ekki klárt hvort það fái að vera þarna áfram og eigi að falla inn í umhverfið, eða hvað verði um það.
       490. Gullborg II SH 338, í Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurlaugur, sumarið 2009