Færslur: 2009 Desember

23.12.2009 14:23

Ottó

Hér sjáum við togarann Ottó, sem er að einhverjum hluta í eigu íslendinga.
   Togarinn Ottó, í Hafnarfjarðarhöfn um kl. 11 í morgun © myndir Emil Páll 23. des. 2009

23.12.2009 14:18

Snæfell EA 310 í Hafnarfirði

Eyfirski togarinn Snæfell EA 310 var í morgun í Hafnarfirði og smellti ég þar af honum myndum, sem hér sjást.


  1351. Snæfell EA 310, í Hafnarfjarðarhöfn um kl. 11 í morgun © myndir Emil Páll 23. desember 2009

23.12.2009 14:13

Tveir í jólabúningi

Í stuttri yfirferð yfir hafnirnar, Keflavík, Njarðvík, Sandgerði, Hafnarfjörð og Kópavog fyrir hádegi í morgun rakst ég aðeins á tvo báta sem voru komnir með jólaljós, Í Keflavík var að Grímsnes GK 555 og í Hafnarfirði, var það farþegaskipið Hafsúlan. Þar sem enn var dimmt þegar epj. fór um Keflavíkurhöfn tók hann myndina þar með næturstillingunni, en þá í Hafnarfirði á eðlilegan máta.


                       89. Grímsnes GK 555 í Keflavíkurhöfn um kl. 10 í morgun


    2511. Hafsúlan, í Hafnarfirði á tófta tímanum í morgun © myndir Emil Páll 23. des. 2009

22.12.2009 23:43

Samtýningur frá Morocco


                                                           Sahara


                                                        Sardína


                                                 Sólin við hafflötinn


                                                      Sæll vinur


                                                       Smá makríll


                                                       Væn Sardína


                     Svafar með Captinfish  ©  myndir Svafar Gestsson

22.12.2009 22:17

Flott mynd af Norröna

Á færeyska vefnum johanisnielsen.fo birtist í kvöld þessi fallega mynd af farþegaskipinu Norröna, sem er Íslendingum vel þekkt. Segir að skipið muni liggja á Kollafirði fram yfir áramót en sigla þá til Esbjerg.


              Norröna á Kollafirði, í Færeyjum © mynd Jóanis Nielsen, johanisnielsen.fo

22.12.2009 21:23

Húni HU 1 / Ólafur II KE 149


         591. Húni HU 1 © mynd af google, ljósm.: sk.siglo.is


      591. Ólafur II KE 149, í Keflavíkurhöfn á sjómannadag © mynd Emil Páll

Smíðaður í Fustenburg, Þýskalandi 1957, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Stækkaður 1975. Fórst út af Hópsnesi, aðfaranótt 2. mars 1976, ásamt 8 manna áhöfn.

Nöfn: Húni HU 1, Ólafur II KE 149 og Hafrún ÁR 28.

22.12.2009 21:19

Hafnarröst ÁR 250 - skipið sem Svafar Gestsson fór á til Ghana

Þar sem aðeins einu sinni enn birtast myndir úr veiðiúthaldi Svafars Gestssonar í Ghana, er ekki úr vegi að birta mynd af skipinu sem hann var á, þann tíma. Skip þetta hét hér á landi t.d. Hafnarröst ÁR 250.


           249. Hafnarröst ÁR 250, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll

22.12.2009 20:42

Meira um jólasveinana á Kristínu ÞH og enn ruglast Grindvíkingar og nefna hana GK

Af vefnum grindavik.is

Jólasveinarnir komu með Kristínu GK
Jólasveinarnir komu með Kristínu GK

Þeir voru hressir skipverjarnir á Kristínu GK 157 þegar þeir komu til Grindavíkurhafnar í jólafrí í dag klæddir í jólasveinabúninga allir með tölu. Þeir skelltu sér fram í stafnið í myndatöku og tóku eitt jólalag í leiðinni fyrir viðstadda. Strákarnir geta líka verið kátir með árangurinn á árinu enda er þetta lang hæsti línubátur á landinu.

Kristín GK kom að austan en stoppuðu við í Eyjum til að heilsa upp á skipstjórann sem býr þar en hann var ekki með í þessum túr. Vísir hf. í Grindavík gerir bátinn út.

22.12.2009 20:34

Fengu jólabónus

Af vefnum grindavik.is

 
Árni á Teigi fékk jólabónus

Strákarnir á Árni á Teigi GK 1 duttu í lukkupottinn í gær þegar þeir fengu þessa 100 kg lúðu í netin. Óhætt er að segja að þessi risalúða hafi verið sannkallaður jólabónus í kreppunni því hún seldist á 1.080 kr. kg. og fór því á rúmlega eitt hundrað þúsund krónur.

Á myndinni er skipstjórinn Jón Berg Reynisson með lúðuna góðu.22.12.2009 19:23

Wilson Heron í Hafnarfirði

Samkvæmt staðsetningakerfunum voru flest íslensku veiðiskipin annað hvort komin í land eða á leið þangað og eins voru fá flutningaskip á ferð hér um land og þá helst einhverjir fossar og fell. Þó rakst ég á að i Hafnarfirði væri Wilson Heron.


                               Wilson Heron © mynd Ghris v.d. Vijver/Marine Traffic

22.12.2009 14:15

Klæddust jólasveinabúningi


  Þessa mynd tók Þorsteinn Gunnarsson af skipverjunum á Kristínu GK 157 er hún kom að landi í Grindavík í gær. Áður höfðu þeir komið við í Eyjum, til að heilsa upp á skipstjórann sem þar býr, en hafði ekki komið með í þennan túr. Mynd þessi er í dag á Fréttablaðinu. - Svona til athugunar og samkvæmt ábendingu Hafþórs hér fyrir neðan er Kristín ekki GK, heldur ÞH, en eins og sést undir myndinni er talað um GK 157, sem er rangt.

22.12.2009 09:54

Tilraun með myndatöku

Dimman, hefur oft verið vandamál okkar ljósmyndaranna, þó höfum við, ég og Markús verið nokkuð iðnir við að taka myndir á kvöldin og sjá hvað hægt er án mikils ljóss. Vélin hjá mér hefur ekki gefið mér næga möguleika, en síðan setti ég á fyrir nokkrum dögum næturlýsingu og eins og Guðmundur ST benti á var það eins og tekið í gegn um nætursjónauka. Í morgun um kl. 8 tók ég tvær myndir af Gandi VE 171 í Njarðvíkurslipp, með og án næturstillingarinnar og svei mér þá ef ég á ekki eftir að nota þá stillingu oftar þar til birtan fer að aukast. Hér sjáið þið myndarefnið bæði með og án stillingarinnar.
    84. Gandí VE 171 í Njarðvíkurslipp í morgun. Eins og sést á myndunum sem teknar eru með næturstillingunni, eru þær eins og í gegn um nætursjónauka, en allt í lagi og meira en vel nothæfar og því mun ég gera meira af því í vetur, því þó dagur hefji að lengjast frá og með deginum í dag, þá er fullrar birtu ekki að vænta nærri strax © myndir Emil Páll 22. desember 2009

22.12.2009 00:00

Örfirisey RE 14 / Rauðsey AK 14 / Björg Jónsdóttir ÞH 321 / Arnþór EA 16 / Páll Jónsson GK 7

Þetta skip hef ég komið með nokkrum sinnum áður, en nú hefur myndum fjölgað og er svo komið að aðeins vantar eina mynd til að sýna öll nöfnin sem skipið hefur borið, en það er mynd af Goðatindi SU 57.


                            1030. Örfirisey RE 14 © mynd Hafþór Hreiðarsson


          1030. Rauðsey AK 14 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


        1030. Rauðsey AK 14 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


          1030. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                               1030. Arnþór EA 16 © mynd Þorgeir Baldursson


                    1030. Páll Jónsson GK 7 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                                  1030. Páll Jónsson GK 7 © mynd Emil Páll


                           1030. Páll Jónsson GK 7 © mynd Emil Páll


         1030. Páll Jónsson GK 7 © mynd af heimasíðu Vísis

Saga skipsins hefur oft verið rakin hér, því birti ég aðeins nafnalistann:

Örfirisey RE 14, Rauðsey AK 14, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Arnþór EA 16, Goðatindur SU 57 og núverandi nafn: Páll Jónsson GK 7.

21.12.2009 21:50

Ghana

Hér birtist næst síðasta birting af myndum Svafars Gestssonar frá veiðiúthaldi hans á Hafnarröstinni í Ghana. Myndir Svafars frá Morocco duga sennilega út janúarmánuð.

Annars er það að frétta að ástæðan fyrir því hversu litið hefur komið af myndum í dag, er að eftir samkomulagið við ljósmyndaranna, hef ég verið að henda út myndum sem ekki var vitað um hver ljósmyndarinn var og því gat það alveg eins verið einhver þeirra eins og einhverjir aðrir. Hef ég verið að taka inn myndir frá þeim í staðinn í seríurnar og í það fór tíminn og því gat ég ekki sinnt síðunni að öðru leiti í dag, á þessum styðsta degi ársins hvað birtu varðar, því strax á morgum fer daginn að lengja á ný, þó það sjáist kannski ekki alveg strax.


                                                         Unnið á dekki


                                                   Út af Wineba


                                                    Veiðarfæri úti


                                                     Við höfnina


                  Yusufa skipstjóri hjá Hollidaybrothers © myndir Svafar Gestsson

21.12.2009 19:22

Veiðar færeyskra línu- og handfæra báta á Íslandsmiðum

Eftirfarandi er af vef Landhelgisgæslunnar:

 

Fréttir

Veiðar færeyskra línu- og handfærabáta innan lögsögunnar á árinu

21.12.2009

21. desember 2009

Samkvæmt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa á árinu allt upp í níu færeysk línuskip verið að veiðum á sama tíma innan hefðbundinna svæða sunnarlega í íslensku lögsögunni. Hafa nú öll skipin nú haldið til síns heima en flest voru skipin í október mánuði
með uppgefinn heildarafla 578 tonn. Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar var heildarafli færeyskra línu og handfærabáta sem tilkynntur var til Landhelgisgæslunnar árið 2009 samtals 5053,057 kg. Alls fóru færeysku bátarnir í 101  veiðiferð á árinu sem skiptast á milli 20 báta.  Meðfylgjandi tafla sýnir afla færeysku skipanna milli tegunda:

Blálanga

133,233 kg.

Steinbítur

155,713 kg.

Hlýri

43,901 kg.

Þorskur

1.098,12 kg.

Grálúða

2,028 kg.

Blandað  

56,966 kg.

Ýsa

741,225 kg.

Stórlúða

61,671 kg.

Langa

976,908 kg.

Skötuselur

7,194 kg.

Ufsi

357,135 kg.

Karfi

132,705 kg.

Gullkarfi

1,42 kg.

Skata

1,023 kg.

Keila

1.281,33 kg.

Lýsa

2,487 kg.

Alls

5063,057 kg.

Um árlegar viðræður Íslendinga og Færeyinga um fiskveiðisamninga þjóðanna.

Sjá reglugerð nr. 151, 20. febrúar 2001, um botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi.

Töflur sem sýna skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum og mánuðum bæði aflatilkynningar til Landhelgisgæslunnar og nýjustu löndunartölum er hægt að skoða á síðu Fiskistofu eða hér

Mynd Viðskiptablaðið