Færslur: 2009 Desember

17.12.2009 19:03

Flóðið á Stokkseyri 1977

Flóðaldan 1977

Bakkavík fremst á myndinni

Mikil flóðalda gekk á land við suðurströndina 14. desember 1977 og varð Stokkseyri illa úti í þeim hamförum. Atvinnulíf allt lamaðist í þorpinu og tjónið var óskaplegt. Stokkseyringar misstu 3 báta upp í fjöru þá Jósep Geir, Vigfús Þórðarsson, og Hástein auk vb.Bakkavík sem var frá Eyrarbakka. Vegir og símalínur fóru í sundur og var þorpið allt umflotið sjó um tíma. Gamlir menn á Stokkseyri töldu þetta messta flóð síðan 1926. Á Eyrarbakka var tjónið minna, en sjór gekk þó inn í nokkur hús austast í plássinu á óvörðu svæði og olli fólki töluverðum búsifjum. Þá  varð nokkurt tjón í Grindavík í sömu flóðöldu.

Heimild: Brim.123.is

17.12.2009 18:25

Pálína SK 2 og Gulli Karls / Vonin KE 2 / Rosemary


     221. Pálína SK 2 og efst í hægra horninu er mynd af Gunnlaugi heitnum Karlssyni, skipstjóra og útgerðarmanni, betur þekktum sem ,,Gulla Karls á Voninni" © mynd úr FAXA
   


                 221. Vonin KE 2 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness 


                       221. Vonin KE 2, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


       221. Vonin KE 2, yfirbyggður, að koma til hafnar í Keflavík © mynd Emil Páll


                   221. Vonin KE 2, við bryggju í Keflavík © mynd Emil Páll


                   Rose marý (þessi rauði) í Ghana © mynd Svafar Gestsson

Smíðanr. 587 hjá N.V. ScheepsbouVerf, ,,De hoop" í Hardiuxveld, Hollandi 1960. Hljóp af stokkum 15. maí 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Seld til Tema í Ghana í jan 1996 og skráð erlendis frá 1997.

Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Höfði hf., Húsavík stofnuðu hlutafélag á Ísafirði í apríl 1995 til að kaupa skipið og hirða af því kvótann og úrelda svo.
Skipið fór frá Njarðvík, föstudaginn 8. mars 1996 undir Íslensku flaggi, en fór fyrst á erlent flagg 1997, þá í eigu Arnar Traustasonar o.fl. í Ghana.

Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2 (í 29 ár), Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, Sæfell ÍS 99, aftur Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi, Rose mary og Surprise. Síðast vitað um það undir síðasta nafninu árið 2006.

17.12.2009 15:58

Sjóslysið: Maðurinn hét Guðmundur Sesar Magnússon og báturinn Börkur frændi NS 55 ex Sæborg GK 43


     1516. Hér sem Sæborg GK 43, en það nafn fékk báturinn laust eftir síðustu áramót og hafði verið seldur eftir það til Vopnafjarðar þar sem hann fékk nafnið Börkur frændi NS 55 og enn á ný var búið að selja hann og var verið að ferja hann suður, er sjóslysið átti sér stað © mynd Emil Páll 2009.

Maðurinn sem lést í sjóslysi við Skrúð í gær hét Guðmundur Sesar Magnússon en hann er fæddur árið 1952. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Lögreglan á Eskifirði rannsakar orsakir slyssins en engar frekari upplýsingar um framvindu rannsóknarinnar verða gefnar að svo stöddu. Slysið varð um kl. 08:00 í gærmorgun við svokallaðar Brökur norð-austan við Skrúð þegar vélbáturinn Börkur frændi NS-55 fórst. Tveir menn voru á bátnum og komst annar þeirra í björgunarbát og var bjargað um borð í fiskibát, en hinn lést, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

        Síðueigandi sendir dýpstu samúðarkveðjur til allra er hlut eiga að máli.


               Mynd úr vefmyndavél frá Fáskrúðsfirði og sést báturinn neðst á myndinni

17.12.2009 09:35

Hafnfirðingur HF 111

Í eina tíð ætlaði hópur manna að hagnast á útgerð, eins og margir aðrir og keyptu til þess togara þann sem nú verður kynntur. Ekkert varð þó af útgerðinni og var honum skilað aftur til síns heima eins og það er kallað. Nánar um það fyrir neðan myndina.


                1161. Hafnfirðingur HF 111 © mynd Þorgeir Baldursson 1996 eða 97

Smíðanúmer 634 hjá A/S Trondhjems Mek. Verksted í Trondhjem í Noregi 1969.

Skipið er byggt sem frystitogari, síðan notaður 1981-1996 sem rannsóknarskip á vegum kanadísku ríkisstjórnarinnar, sem var með skipið á leigu. Kom skipið í fyrsta sinn til Hafnarfjarðar á uppstigningardag 16. marí 1996 og þá gaf Þorgerður Einarsdóttir, móður eins eiganda hans honum nafn. Skipið lá síðan við bryggju í Hafnarfirði frá því það kom fyrst til landsins og þar til það fór að landi brott 30. maí 1997 og var þá selt til Kanada, en hafði í upphafi verið í Noregi og síðan í Kanada, þá hér á landi og aftur í Kanada og síðan til Þýskalands, en ekkert er vitað um það síðan 1999.

Nöfn: Ekki alveg öruggt með fyrsta nafn, en talið vera Akergruppen M-58-A, síðan Gadus II, Gadus Atlantica, Hafnfirðingur HF 111, aftur Gadus Atlantica og Atlantic Accress.

17.12.2009 09:27

Virðið mínar reglur eða sniðgangið síðuna ella

Ég mun halda áfram með síðuna, hvað sem tautar og raular í þeim efnum. Það sem fékk mig til að taka þá ákvörðun var er einn af þekktari síðuhöfundum kom undir dulnefninu Gunnar Þórisson og lagði til að ég hætti þessari síðu. Þessi sami aðili hefur oft verið með skot í minn garð bæði á þessari síðu og öðrum síðum, en þá undir réttu nafni. IP tala hans er 213.181.104.195..
Framvegis mun ég eitra jafnharðan út þá sem ekki fara eftir reglum síðunnar og legg til að þeir sem ekki  una þeim, sniðgangi síðuna, því ég set sjálfur mínar eigin reglur á mína eigin siðu.
Auðvitað er það stóra spurningin hvort sá sem ég ræði um hér að undan upplýsi lesendur um hans rétta nafn, svo ég þurfi ekki að gera það, en ég veit hvaða nafn hann hefur yfirleitt notað er hann hefur komið hér með sín orð á síðuna og mun birta það ef á þarf að halda. Bátar og skip hafa verið áhugamál mitt í 50 ár og ég legg það áhugamál ekki niður og vonast til að þurfa ekki að læsa síðunni, en sú hugmynd er mikið fráhverfari eftir að nefndur Gunnar Þórisson kom fram, sem dulnefni manns sem augljóslega vill mig út af vinsældalistanum á 123.is.

17.12.2009 09:08

Ársæll ÁR 66 úr slipp

Eftirfarandi myndasyrpa var tekin í morgun á níunda tímanum, er Ársæll ÁR 66 kom úr slipp í Njarðvík og fór strax, án viðkomu frá Njarðvik. Þarna er dimman allsráðandi og verða menn að skoða myndirnar miðað við það.
           1014. Ársæll ÁR 66 í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll 17. desember 2009

17.12.2009 00:00

Nokkrir gamlir og bátar brotna í spón

Hér birtast gamlar myndir úr Faxa sem er blað Málfundafélagsins Faxa í Keflavík sem komið hefur út í meira en 60 ár. Á myndunum eru gamlir bátar, gamall kútter og á einni sjást bátar sem slitnað höfðu upp og enduðu með að brotna í spón í óveðri. Undir hverri mynd er rakin saga viðkomandi báts.


    Hér sjást tveir af þremur bátum sem ráku á land í miklu óveðri í Keflavík í miklu óveðri í febrúar 1941. Bátarnir þrír sem ráku á land brotnuðu allir í spón og þeir voru Sæþór NS 339, Trausti GK 453 og Öðlingur GK 295 og sjást Sæþór og Öðlingur á myndinni © mynd úr FAXA.
Sæþór NS 339: 
Smíðaður í Svíþjóð 1934. Bar aðeins þetta eina nafn: Sæþór NS 339.

Trausti GK 453: Smíðaður í Reykjavík 1915 og var á tímabili notaður sem varðbátur. Báturinn var oft nefndur Gerða-Trausti. Hann bar aðeins þetta eina nafn: Trausti GK 453.

Öðlingur GK 295: Smíðaður á Eyrarbakka 1915. Lengdur 1924 og endurbyggður á Eyrarbakka 1926 eftir að hafa lent í miklum hrakningum út á Selvogsbanka 14. apríl 1926. Togarinn Skallagrímur RE 145 tók bátinn í tog, en hann slitnaði aftan úr togaranum og rak á land við Grindavík, þaðan sem honum var síðan bjargað. Nöfn: Öðlingur ÁR 183 og Öðlingur GK 294.


         Birkir SU 519 í lengingu í slippnum í Innri-Njarðvík  1941 © mynd úr FAXA

Smíðaður í Noregi 1934. Sagaður í tvennt og lengdur og skipt um stýrishús í Dráttarbrautinni í Innri-Njarðvík 1941 og var yfirsmiður við það verk Bjarni Einarsson. Eyðilagðist af eldi norður á Húnaflóa 21. okt. 1951.

Nöfn: Birkir SU 519 og Birkir RE 74.


                     280. Bjarni Ólafsson GK 509, á Siglufirði © mynd úr FAXA

Smíðaður af Magnúsi Guðmundssyni, skipasmið í Reykjavík 1925. Talinn ónýtur 1972.

Nöfn: Bjarni Ólafsson GK 509, Áfram GK 509, Sigurbjörg HU 3, Sigurbjörg EA 12, Bjarni Ólafsson SI 51 og  Andvari I SK 4


              Keflavík GK 15, árið 1920 © mynd úr FAXA

Var fyrst seglskúta, en síðan fiskiskúta með vél. Smíðaður hjá Cottingham Bros, Bideford (Cool) 1884. Seld til Færeyja 1926 og síðan á níunda áratugnum var hún seld til skipasmíðastöðvarinnar í Englandi sem upphaflega smíðaði skipið og átti að breyta því í upphaflegt horf. Áður en það var selt til Englands hafði skipið sokkið í Færeyjum en var náð upp aftur.

Árið 1977 kom skipið til Íslands, en þá var það á handfæraveiðum við suð-vesturlandið og hét þá Havfrúgin FD 74 og hafði nýlega verið umbyggð.

Nöfn: Pint, Keflavík GK 15, Keflavík VA 16 og Haffrúgin FD 74.

Ekkert er vitað um skipið eftir að það far selt að nýju til Englands.


                                   555. Stakkur GK 503 © mynd úr FAXA

Smíðaður í Reykjavík 1922 og stækkaður af Pétri Wigerlund í Innri-Njarðvík 1939. Talinn ónýtur 26. des.1965.

Nöfn: Stakkur GK 503, Sturla Ólafsson GK 503, Fylkir GK 503, Fylkir SH 11 og Heiða RE 32.


                                           Svanur GK 462 © mynd úr FAXA

Smíðaður í Reykjavík 1916. Stækkaður 1935. Talinn ónýtur 30. desember 1960.

Eftir að báturinn var lengdur gekk hann ýmist undir nöfnunum ,,Litli hryggur" eða ,,Kattarhryggur", einnig var hann oft nefndur ,, Svanur elzti".

Nöfn: Svanur GK 462, Svanur ÍS 568, Svanur TH 77, aftur Svanur GK 462 og Svanur RE 266.


16.12.2009 20:11

Nafnleysingjar fjarlægðir

Eins og ég hef marg oft lýst yfir og stendur efst hér á síðunni, eru nafnlausar athugasemdir og athugasemdir með röngum nöfnum jafnharðan fjarlægðar er til þeirra sjást hér á síðunni. Ég kem fram undir fullu nafni og flest allir aðrir og því krafa að allir geri slíkt hið sama. Í dag hefur verið tvisvar komið inn með merkingu í formi tákna og hef ég fjarlægt þær athugasemdir um leið og ég hef séð þær, þó svo að ekki sé um neitt rangt hvað fyrirspurnirnar eða athugasemdirnar varðar, nema merkingin. Eins og ég hef áður sagt mun ég grípa til einhverja af þessum þremur aðgerðum sem ég hef hótað og þá er það viðkomandi að kenna og engum öðrum, mönnum sem fela sig bak við nafnleysi. Aðgerðirnar sem ég mun framkvæmda eru einhver eftirtalinna. 1. Loka fyrir allar athugasemdir, 2. Læsa síðunni nema gegn lykilorði, eða 3. Hætta alveg með þessa síðu. - Hér er alvara á ferðinni, sem ekki verður liðin eins og fram kemur í haus síðunnar. 

16.12.2009 19:21

Árni Geir KE 31 / Þorsteinn Gíslason GK 2 / Arnar í Hákoti SH 37


                                  288. Árni Geir KE 31 © mynd Snorri Snorrason


     288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                             288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd Emil Páll


        288. Arnar í Hákoti SH 37, í höfn á Grundarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðaður hjá Avera-Werft við Lubeck, Niendorf, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hljóp af stokkum 17. desember 1959, en kom þó ekk í fyrsta sinn til Keflavíkur fyrr en í desember 1960. Báturinn hét eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.

Upphaflega átti báturinn að heita Guðbjörg ÍS 14 og eigandi Hrönn hf. Ísafirði. En vegna einhverja vandræða við fjármögnun hjá Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. þennan bát og þeir á Ísafirði bát þann sem smíðaður var sem bátur Guðfinns.

Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31, Þorsteinn Gíslason GK 2 og núverandi nafn er: Arnar í Hákoti SH 37.

16.12.2009 19:18

Fannst um borð í bátnum


                                                               © mynd mbl.is
Báturinn, sem sökk við Skrúð í morgun, hefur verið dreginn að bryggja á Fáskrúðsfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á staðnum var lík mannsins sem saknað hafði verið um borð í bátnum.

mbl.is/Elín EstherTveir voru um borð í bátnum þegar hann sökk og komst annar þeirra um borð í gúmmíbjörgunarbát. Hins mannsins var leitað fram eftir degi, en um 50 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni auk lögreglumanna og mannskaps frá Landhelgisgæslunni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Fáskrúðsfirði verður báturinn hífður upp á bryggju í kvöld og í framhaldinu mun lögreglan rannsaka bátinn til að reyna að komast að því hvað olli slysinu.

Heimild: mbl.is

16.12.2009 18:20

Sædís RE 63 / Jóhannes Jónsson KE 79


                826. Sædís RE 63, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                          826. Sædís RE 63, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                           826. Jóhannes Jónsson KE 79 © mynd úr Faxa

Svokallaður blöðrubátur, smíðaður í Hallerviksstrand í Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíku hf. 1981 - 1982.  Afskráður 1998, brenndur á áramótabrennu á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1988.

Frá des. 1946 til 1962, fór ekki saman skráning í Sjómannaalmanaki og því sem stóð á bátnum sjálfum. Samkvæmt sjómannaalmanakinu hét báturinn Jón Finnsson II GK 505, en á bátnum sjálfum stóð aðeins Jón Finnsson GK 505 og hjá Siglingamálastofnun var hann skráður sem Jón Finnsson GK 505 og 1962 var því breytt þar í Jón Finnsson II GK 505.

Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262.

16.12.2009 18:09

Guðbjörg GK 220 / Sæunn GK 220 / Geir goði GK 220


             242. Guðbjörg GK 220 © mynd í eigu Emils Páls


           242. Guðbjörg GK 220 © mynd í eigu Emils Páls


                              242. Sæunn GK 220 © mynd Emil Páll


              242. Geir goði GK 220 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 48 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B í Marstrand, Svíþjóð 1963. Selt til Svíþjóðar í apríl 1978 lá  þó við bryggju í Hafnarfirði frá apríl til okt. 1978. Komst aftur í eigu fyrri eiganda í júní 1979. Selt síðan aftur úr landi og þá til Finnlands 24. apríl 1996. Sökk á togveiðum í mklu óveðri 1998, ekki langt frá þeim stað sem ferjan Estoni sökk um árið út af Finnlandi.

Nöfn: Guðbjörg GK 220, Sæunn GK 220, Geir goði GK 220 og Geir goði FIN 116 K.

16.12.2009 14:19

Manns saknað - skipsfélaga hans bjargað

Fimmtán tonna bátur fékk á sig brotsjó við eyjuna Skrúð við Fáskrúðsfjörð á níunda tímanum í morgun með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi. Tveir menn voru í bátnum og er búið að koma öðrum þeirra til bjargar. Hins mannsins er nú leitað.

Lögregla og björgunarsveitir eru með mikinn viðbúnað. Þá eru björgunarbátar, fiskiskip og kafarar á staðnum og hafa aðstoðað við leit og björgunarstörf. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar væntanleg á næstu mínútum. Veður er ágætt á slysstað. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 08:40 í morgun tilkynning um rautt ljós sem sást í námunda við Skrúð.  Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út og eru þær á staðnum með björgunarskip, báta og kafara. Einnig var haft var samband við nærstadda báta á svæðinu og þeir beðnir að svipast um eftir bát sem vitað var að væri við Skrúð, skv. upplýsingum frá Landsbjörgu og Landhelgisgæslunni. Kallaðir voru út kafarar á Austurlandi og einnig sótti Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar kafara á Höfn kl. 11:10.Neyðarblyss sást kl. 09:30 frá Vattanesi og kom fiskibátur að gúmmíbjörgunarbát kl. 09:35,  einn maður var um borð í bátnum og var hann heill á húfi en hafði hann misst af félaga sínum en tveir menn voru um borð í bátnum sem saknað var.

Leit stendur yfir á svæðinu.

Heimild: mbl.is

16.12.2009 14:07

Gæfa VE 11 - frá Álftanesi

Nýverið var sagt frá því hér á síðunni að Gæfa VE 11 hafi verið seld til Hafnarfjarðar, nú er komið í ljóst að báturinn er skráður í eigu fyrirtækis er nefnist Gæfa Seafood ehf., með lögheimili í Vestmannaeyjum en póstfang á Álftanesi.


        1178. Gæfa VE 11, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll 16. desember 2009

16.12.2009 00:00

Furðufiskar í Ghana

Að undanförnu höfum við sem séð hafa myndir Svafars Gestssonar, teknar í Ghana og Morocco, kynnst ýmsum framandi fisktegundum sem þeir veiða þar. Nú bætast nokkrar myndir frá Svafari af fiskum í Ghana.
                                                    Sabe Fishermans bolt


                                                          Tantra


                                                    Trisser fish


                                   Trompet fiskur © myndir Svafar Gestsson