30.12.2009 12:56

Svanur kominn á flot og Kambaröstin farin annað

Það var ýmislegt að gerast í Njarðvíkurhöfn í morgun. Köfunarþjónusta Sigurðar náði Svan KE 90 aftur á flot með aðstoð OR krana og lyftara frá Eimskip. Það sorglega er að þetta var síðasta verkið hjá krananum, því hann hefur nú verið seldur úr landi. Á sama tíma tók hafnsögubáturinn Auðunn, Kambaröstina sem legið hefur í Njarðvik og til stóð að brjóta niður í Njarðvikurslipp og dró hann bátinn í burtu, en mér er ekki kunnugt um hvert farið var með hann. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Svaninum var lyft upp, en sökum þess að birta var tæp og eins að sólin var á móti er ýmist um að ræða dökkar myndir eða myndir teknar með næturstillingunni. Varðandi Svaninn, þá verður honum haldið á floti í höfninni, þar til ákvörðun verður tekin um framhaldið.
    Frá björgun Svans KE 90 í Njarðvíkurhöfn í morgun. Til að sjá samanburðinn á myndatöku á venjulegan máta og með næturstillingunni eru tvær síðustu myndirnar teknar við sömu aðstæður © myndir Emil Páll 30. desember 2009