Færslur: 2009 Desember

27.12.2009 11:12

Kristrún II RE 477


                    
 
    256. Kristrún II RE 477, í Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009

27.12.2009 10:47

Forni
          Forni, frá Dalvík © mynd Sigurlaugur, í Reykjavík á jóladag 2009

Umsögn Sigurlaugs með þessum myndum er: Það eru svona bátar sem ég hef áhuga á og þá sérstaklega borðalagið, kjölsettning, stefnishné og skutlag, ásamt böndum o.fl.

27.12.2009 10:44

Helga RE 49


                           Helga RE 49 © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009

Umsögn Sigurlaugs með myndinni er svohljóðandi: Þetta er afturendinn á Helgu RE og það vakti áhuga minn er að spildekkið er opið fram í stefni líkt og Vón = Frár VE voru í upphafi og kvörtuðu fæeyingar undann því að það gat verið vont að standa af sér sjóinn þegar rennann fylltist og vatnið kom til baka úr framendanum,en þar sem Helga er töluvert hærri í sjó og ekki eins opin að aftan ætti sjór ekki að ná svo oft inná dekk.

27.12.2009 00:00

Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 í Reykjavíkurslipp


                  1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, í Reykjavíkurslipp 
                                   © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009

26.12.2009 23:18

Hólmavík

                                   Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

26.12.2009 20:50

Bruni í Valbirni ÍS 307

Eldur kom upp í Valbirni  ÍS  307 þar sem skipið lá við bryggju í  Ísafjarðarhöfn í gærmorgun (jóladag). Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón varð á brúarhúsi togarans og er talið að kviknað hafi i út frá hitablásara sem að var staðsettur i brú skipsins Tilkynnt var um eldinn fyrir hádegi og slökkvilið var kallað út. Hafnarstarfsmanni og lögreglunni á Ísafirði tókst þó að ráða niðurlögum eldsins, með handslökkvitækjum, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Kom það síðan í hlut slökkviliðsins að reykræsta. Valbjörn var upphaflega smíðaður í Njarðvík 1984.


                1686.  Gunnbjörn ÍS 307, nú Valbjörn IS 307 © mynd Þorgeir Baldursson 2007

Heimild: mbl.is og síða Þorgeirs

26.12.2009 18:54

Goðatindur SU 57

Á dögunum þegar ég birti myndræna sögu bátsins 1030, vantaði aðeins mynd af honum er hann bar nafnið Goðatindur SU 57. Nú hefur Þór Jónsson, sent mér mynd með honum er hann bar það nafn og þakka ég honum kærlega fyrir.


                             1030. Goðatindur SU 57 © mynd frá Þór Jónssyni

26.12.2009 18:20

Grandi

Bátanna sem sjá má á þessum þremur myndum á flesta eða alla þekkja, en ég læt ykkur lesendur góðir um það þekkja þá.


     Grandi, bak við og við Kaffivagninn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009

26.12.2009 18:15

Sundahöfn

Þó nokkrar myndir birtist í myndasyrpu Sigurlaugs sem teknar voru á jóladag í Sundahöfn, eru hér tvær sem ekki er hægt að merkja sérstök skip við og því kallast þær bara Sundahöfn, á efri myndinni má þó þekkja þau skip sem þar sjást. En sér myndir eru í syrpunni af þeim hverju fyrir sig.


                      Hákon EA 148, Kleifarberg ÓF 2 og Dettifoss


                        Sundahöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009

26.12.2009 18:12

Tangahöfn

Tangahöfn er höfnin í bryggjuhverfinu rétt við Gullinbrú.
                Tangahöfn í Reykjavík © myndir Sigurlaugur, á jóladag 2009

26.12.2009 16:54

Helga María AK 16, Þerney RE 101 og Höfrungur III AK 250


                                      1686. Helga María AK 16


                 2203. Þerney RE 101 og 1902. Höfrungur II AK 250

       1686. Helga María AK 16,  2203. Þerney RE 101 og 1904. Höfrungur III AK 250
                                © myndir Sigurlaugur í gær, jóladag 2009

26.12.2009 16:48

Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 og Lundey NS 15 í slipp

Hér sjáum við tvær myndir af Sturlaugi H. Böðvarssyni AK 10 og Lundey NS 15, sem Sigurlaugur tók af þeim í Reykjavíkurslipp í gær, jóladag.
  1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 og 155. Lundey NS 14, í Reykjavíkurslipp í gær © myndir  Sigurlaugur á jóladag 2009

26.12.2009 15:14

Gasflutningaskip siglir fyrir Vestfirði

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Þrátt fyrir að engin íslensk fiskiskip séu á sjó um jólin eru tuttugu og níu erlend skip á siglingu um íslensku lögsöguna. Samkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar er þar á meðal er norska gasflutningaskipið ARCTIC PRINSESS sem er rúmlega 121 þús. brúttótonna og 288 metrar að lengd. Er það með stærri skipum sem siglt hafa hér við land. Skipið stefndi kl. 11:00 í morgun fyrir Vestfirði og sigldi með 16 sjómílna hraða. Verður skipið næst landi um  30 sml NV-af Straumnesi.

Skipið er á leið til Cove Point  USA með  146 þús. rúmmetra af metangasi og er væntanlegt þangað  þann 4. janúar. Haft var samband við skipið og það beðið um að senda Landhelgisgæslunni flutningsskýrslu ásamt upplýsingum um farm og eigin olíubirgðir en Arctic Princess er sérstaklega hannað til siglinga við Norður Noreg og á Norður Atlantshafi. Ekki hefur orðið vart við hafís á siglingaleið skipsins en á heimasíðu Veðurstofunnar kemur fram að þann 18. desember var tilkynnt um ísspöng  um 50 sml norðvestur af Barða rak  hana í suðurátt. Voru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu,  má því búast við minni jökum á stangli.

ArcticPrincess
     Artic Prinsess © mynd af vef Landhelgisgæslunnar

26.12.2009 15:07

Hákon EA 148 og Kleifarberg ÓF 2


  2407. Hákon EA 148 og 1360 Kleifarberg ÓF 2, í Sundahöfn © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009

26.12.2009 15:04

Kleifarberg ÓF 2


          

   1360. Kleifarberg ÓF 2, í Sundahöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009