Færslur: 2009 Desember

13.12.2009 00:07

Brimill GK 17


                         1911. Brimill GK 17 á Stakksfirði © mynd Emil Páll

Framleiddur hjá Aqua Star Ltd., Guernsey, Englandi 1988 og lokið við frágang í Keflavík. Sjósettur í Keflavíkurhöfn 2. júní 1988. Lenging og borðhækkun í jan. 2002.

Nöfn: Brimill GK 17, Brimill KE 17, aftur Brimill GK 17, Sigrún GK 17, Sjöfn NS 23, Gauja GK 80 og núverandi nafn:  Marteinn NS 27

13.12.2009 00:00

Sólbjört KE 4 / Lea RE 171


                                              1904. Sólbjört KE 4 í Keflavík


                                             1904. Sólbjört KE 4 í Keflavík


                                          1904. Sólbjört KE 4 í Vogum


                                            1904. Lea RE 171 í Kópavogi

Framleiddur hjá Bátagerðinni Samtaki hf., Hafnarfirði 1988. Lengdur og skuti breytt hjá Knörr ehf., Akranesi sumarið 1998.

Nöfn: Örvi HF 221, Sólbjört KE 4, Kofri ÍS 15, Kofri ÍS 4 og Lea RE 171.

12.12.2009 19:50

Hvítá og Selá


                                        1385. Hvítá að koma til Keflavíkur


                                                1385. Hvítá í höfn í Reykjavík


                        1409. Selá í höfn í Keflavík © myndir Emil Páll

1385.
Smíðað hjá JOS L. Mayer í Papenburg, Þýskalandi 1965. Keypt hingað til lands notað 1974 og selt út aftur og þá til Egyptalands 13. feb. 1978.

Nöfn: Osteclipper, Hvítá og Halima Aval. 

Ekkert er vitað um skipið síðan það var selt út, né um eigendur erlendis bæði þá og eins áður en það var keypt hingað til lands.

1409. Smíðanr. 141 hjá Hendel & Scheepsbouw Mij. Kramer & Booy N.V. Kootsrertile, Hollandi 1966. Hljóp af stokkum 27. maí 1966. Keypt hingað til lands 1974. Selt til Panama  16. júlí 1980. Flakkaði milli eiganda og skipti oft um nöfn, en sökk 17. jan. 2005.

Nöfn: Andromeda, Grecian, Selá, Ghada, Jarash, Mariam, Safaga Island og Lady O.

Ekkert er vitað um eigendur né heimahafnir frá því það var selt héðan.

12.12.2009 19:43

Mariane Daníelsen / Maylin


                   Mariane Danielsen © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                                 Maylin © mynd frá 2008 í eigu Emils Páls

Stutt er síðan saga þessa skips var rakin upp og því verður aðeins nafnalistinn birtur hér. En skip þetta komst í íslenskar fréttir er það strandaði á vestanverðu Hópsnesi við Grindavík 19 janúar 1989. Keypt á strandstað af Lyngholti sf. Vogum o.fl. og náð út aftur 7. apríl 1989. Skipið var gert haffært í Njarðvík áður en það var dregið til Noregs í viðgerð.

Nöfn: Maríane Danielsen, Sun Trader og Maylin. Ekki er vitað um eigendur eftir að skipið fór til Póllands í viðgerð eftir strandið.

12.12.2009 17:04

Herjólfur hallar


                2184. Herjólfur að koma til Þorlákshafnar © mynd í eigu Emils Páls

12.12.2009 16:55

Fina 5


                                           Fina 5 við bryggju í Vestmannaeyjum


   Fina 5, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði rétt áður en því var fargað © myndir Emil Páll

Skip þetta eða prammi, var byggður 1860 og var notaður til geymslu á heitri olíumöl í Verstmannaeyjum. Vegna aldurs fékkst ekki undanþága frá Alþingi og því var skipið aldrei skrá hérlendis og var við bryggju í Eyjum mest allan tímann hérlendis.
Endurbyggt og breytt í olíupramma 1948 og endurbyggt aftur 1973. Kom skipið hingað til lands 1975 frá Noregi og urðu endalok þess þau að það var brytjað niður í brotajárn í sept. 2008.

12.12.2009 12:14

Sandey


                                    174. Sandey © mynd í eigu Emils Páls

12.12.2009 12:11

Happasæll bjargar áhöfn Egg - Gríms


    Hér er 2660. Happasæll KE 94 kominn að Egg-Grími sem var við það að sökkva í Faxaflóa fyrir nokkrum árum. Var áhöfninni bjargað og gerð tilraun til að draga bátinn til lands, en það tókst ekki © mynd í eigu Emils Páls

12.12.2009 12:04

Ófeigur III strandar við Þorlákshöfn


   707. Ófeigur III VE 325 á strandstað skammt frá Þorlákshöfn © mynd í eigu Emils Páls
Báturinn strandaði 28. feb. 1988 og bjargaðist þriggja manna áhöfn til lands. Báturinn eyðilagðist á strandstað og var flakið nokkuð lengi í fjöruborðinu en var fjarlægt fyrir nokkrum árum.

12.12.2009 11:52

Titika strandaði í Keflavík

Hér er smávegis fjallað um strand Gríska skipsins Títika í Keflavíkurhöfn, en um er að ræða vöruflutningaskip sem áður var farþegaskip og var í sinni fyrstu ferð undir þessu nafni og þá sem vöruflutningaskip. Gerðist þetta 1955, en skipið var smíðað í Bandaríkjunum 1929.
               Titika strandað fyrir neðan gömlu Fiskiðjuna © myndir í eigu Emils Páls

Skipið kom til Keflavíkur til að taka skreið og keyptu heimamenn úr Keflavík og Njarðvík skipið á strandstað á 60-70 þúsund krónur og náðu því út 24. apríl 1956. Gert var við það til bráðabirgð og það síðan dregið til Hollands og selt til niðurrifs. Var ferðin notuð til að flytja út kopar og aðra málma í tunnum til sölu erlendis, sem eigendur flaksins höfðu safnað saman. Með þeim varningi náðist hagnaður af dæminu, sem annars stóð á sléttu.
Ástæður fyrir strandinu var að vél skipsins bilaði er það var að fara frá hafnargarðinum í keflavík og rak það upp í kletta fyrir neðan Fiskiðjuna 1. nóv. 1955. Var það síðan komið til niðurrifs 25. júlí 1956.
Skip þetta var gert út frá USA frá 1929 til 1947, undir nöfnunum W.B. Foshey, Northland og FS-81, en þá var það selt til Noregs það sem það fékk nafnið Óttar Jarl og 1955 var það sem sé selt til Grikklands með heimahöfn í Porto Rico í Mið-Afríku og var í sinni fyrstu ferð undir nafninu Títika.

12.12.2009 00:16

Stór skjaldbaka hífð frá borði í Ghana o.fl.


   Skjaldbaka hífð FRÁ borði eins og gert var við þær allar sem komu í veiðarfærin því þær eru alfriðaðar


                                                      Skjaldbaka


                                                       Snail


                                                     Sólarlag


                                                          Svafar og Anaman


         Svafar og tveir við pökkun á millidekki.  © myndir Svafar Gestsson

11.12.2009 19:20

Flutningaskip í höfn eða á siglingu við landið

Upp úr kl. 19 í kvöld voru við Austurland og í höfn á Austurlandi flutningaskipin Green Tromso og Eidsvaag Sirius og út af Reykjanesi var m.a. Írafoss.


                       Green Tromso © mynd Marine Traffic, cees Kloppenburg


                        Eidsvaag Siríus © mynd ON4CKZ á Marine Traffic


                         Írafoss © mynd Juergen Braker af Marine Traffic

11.12.2009 17:50

Grindavíkurbátar í rigningu og myrkri

Eftirfarandi myndasyrpu tók ég áðan kl. 17 í Grindavík, en þá var rigning til að gera umhverfið enn dekkra, auk þess sem myrkur var skollið á. Ekkert flass var notað heldur eingöngu ljós skipa og af ljósastaurum. Gæði myndanna er því ekki mikill, en svona er þetta fyrir okkur sem ekki búum yfir myndavélum sem bjóða upp á meiri gæði.


                                                89. Grímsnes GK 555


                                                         259. Margrét HF 20


                                                   1039. Oddgeir EA 600


                                                  1264. Sæmundur GK 4


                                  1321. Geir KE 1 og 1264. Sæmundur GK 4


                                                   1907. Hraunsvík GK 75


                     2740. Vörður EA 748 og stefnið af 967. Marta Ágústsdóttir GK 14


  Sömu skip og á myndinni næst fyrir ofan © myndir Emil Páll kl. 17 í dag 11. des. 2009

11.12.2009 15:01

Sighvatur GK 57

Vísir, 11. des. 2009 12:31

Í sjokki eftir brotsjó - myndir

mynd
Sjómenn ausa á gamla mátann. Myndir/Jens Sigurðsson yfirvélstjóri Sighvats.

"Við erum svona að jafna okkur. Þetta var auðvitað sjokk," segir Unnsteinn Líndal Jensson, skipstjóri línubátsins Sighvats GK 57, en brotsjór lenti á bátnum með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn og tveir sjómenn slösuðust. Sauma þurfti sex spor í augabrún annars þeirra. Báturinn var staddur við Óðinsboða út af Horni á laugardagskvöldinu þegar brotið lenti á bátnum. Að sögn Unnsteins var veður tiltölulega gott og skall aldan því mjög óvænt á bátinn bakborðsmegin.

mynd
Róbert Karol var ansi illa farinn eftir brotsjóinn.

"Við vorum að draga línu um hálf tólf leitið um kvöldið. Veðrið var norðaustan 15 metrar á sekúndu þegar við fáum skyndilega á okkur tvo straumhnúta," lýsir Unnsteinn. Öldurnar skullu á bátinn og flæddi sjór niður um dráttarlúgu og þaðan inn í vistarverur. Tveir sjómenn sem voru að störfum í lestinni köstuðust til þegar sjórinn lenti á þeim. Annar þeirra skarst á styttu sem hann lenti á. "Það blæddi talsvert úr honum," segir Unnsteinn en sjómaðurinn heitir Róbert Karol. Myndin af honum var tekin 40 mínútum eftir að brotstjórinn skall á bátnum. Spurður hvort sjómennirnir hafi verið í hættu segir Unnsteinn að svo hafi í raun ekki verið. Þeir náðu tökum á ástandinum á nokkrum mínútum. Báturinn hallaði aðeins að sögn Unnsteins en ekki þannig að hætta skapaðist af.

mynd
Sjórinn flæddi inn í vistarverur.

Unnsteinn segir að þeir hafi þegar látið nærliggjandi skip vita af hremmingunum og voru þeir í viðbragðsstöðu ef ske kynni að sjómennirnir þyrftu aðstoð. Það reyndi þó aldrei á þá aðstoð.
Því næst sigldi Unnstein skipinu í höfn þar sem var svo gert að sárum mannanna. Í ljós kom að sauma þurfti sex spor í augabrúnina á Róberti sem skall á styttuna. Hinn sjómaðurinn er farinn aftur út á sjó. "Það er ágætur andi um borð. Atvikið vakti alla til umhugsunar," segir Unnsteinn sem sjálfur hefur verið til sjós í átján ár. Hann hefur þó aldrei lent í álíka hremmingum."Þetta sjómannslíf er bara eins og það hefur alltaf verið," segir Unnsteinn og bendir á að íslensk veðrátta hafi lítið breyst og hætturnar séu alltaf til staðar á sjónum. Hann segir þungt í sjónum þessa daganna en undanfarið hafa þeir verið að veiða Hlýra og Þorsk. Unnsteinn segir þá reyna að veiða Ýsuna en það hafi gengið illa. Þrátt fyrir hremmingar á sjó úti þá er Unnsteinn með hugann við stjórnmálin í landi. Hann er ósáttur við boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að afnema sjómannaafsláttinn. "Ef þeir horfa í milljarð þá spyr maður um þá 7 milljarða sem kostar að halda úti ríkisstarfsmönnunum og rekstrakostnaður allt þar í kring. Á meðan erum við að skaffa tæpan helming af gjaldeyristekjunum," segir Unnsteinn sem þykir það ekki góð hugmynd að afnema afsláttinn. Hann segir að ef fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sé ekki sannfærður um erfitt sjómannslíf, þá ætti hann að kíkja á fimm daga túr með þeim félögum.

Heimild: visir.is


11.12.2009 13:55

Keflavík í gamla daga

Hér sjáum við tvær gamlar myndir frá Keflavíkurhöfn og eru þær trúlega önnur öðru hvoru megin við miðja síðustu öld, en hin hugsanlega fyrir eða eftir 1970, miðað við bátana sem þar þekkjast.


                   © Þessa mynd sendi Sigurður Bergþórsson, en hún er úr einkasafni


     Þessi er trúlega tekin í kring um 1970 eða síðar © mynd í eigu Emils Páls, en ljósmyndari ókunnur