Færslur: 2009 Desember

04.12.2009 00:00

Maurena, Red Mullet og Red Snapper í GHANA


                                      Maurena hausuð


                                                           Red Mullet


                                                      Red Snapper


                                                        Red Snapper


                                                     Red Snapper


                                              RS © myndir Svafar Gestsson

03.12.2009 21:20

Þórir SF 77


                        91. Þórir SF 77 © mynd Marine Traffic, Sverrir Aðalsteinsson 2007

Smíðanúmer 6 hjá Thaules Mek, Verksted, Nýgard í Haugasundi, Noregi 1956. Yfirbyggður 1986.

Sem Helga RE 49, var báturinn að mestu gerður út frá Suðurnesjum og landaði þá oftast í Grindavík eða Keflavík. Að mig minnir undir skipstjórn Hauks Bergmanns, var skipið oftast það aflahæsta í Keflavík.

Nöfn: Vico, Haförninn GK 321, Helga RE 49, Þórir SF 77 og núverandi nafn: Þórir SF 177.

03.12.2009 20:53

Eldborg GK 13 / Albert GK 31 / Ensis KG 8


                                           238. Eldborg GK 13 © mynd Snorri Snorrason


                    238. Albert GK 31 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur


                                     Ensis KG 8 © mynd Shipspotting.com

Smíðanr. 200 hjá Bolsönes Verft A/S, í Molde, Noregi. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Herði hf., við bryggju í Njarðvík 1978.  Seldur úr landi til Hollands 21. júní 1991.

Nöfn: Eldborg GK 13, Albert GK 31, Hamra-svanur SH 201, Hamrasvanur II SH 261 og núverandi nafn: Ensis KG 8.

03.12.2009 20:14

Skálafell ÁR 20 / Hegri KE 107 / Heimir KE 77 / Draupnir


                                        1171. Skálafell ÁR 20, í Keflavíkurhöfn


 

                                       1171. Hegri KE 107, í Keflavíkurhöfn


                                   1171. Hegri KE 107, í Njarðvíkurslipp


                          1171. Heimir KE 77, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll


                        Draupnir M-0421 frá Rússlandi © mynd Shipspotting.com

Smíðanúmer 34 hjá A/S Storviks Mek. Verksted  í Kristiansund, Noregi 1968. Lengdur 1971. Í mars 1998 kom báturinn til landsins eftir gagngerðar endurbætur hjá Nauta í Póllandi. Smíðaður hafði verið nýr framendi, afturskipið breikkað, ný brú og allar vistaverur skipverja endurnýjaðar. Skipið var því nánast eins og nýtt, enda endurnýjað af 92%. Seldur úr landi til Rússlands 17. janúar 2007.

Nöfn: Leisund N-415-A, Skálafell ÁR 20, Hegri KE 107, Heimir KE 77, Kópur ÁR 9, Ársæll SH 88,
Grótta HF 35, Grótta RE 26, Leifur Halldórsson ÁR 217, Draupnir ÁR 21 og núverandi nafn Draupnir M-0421

03.12.2009 20:06

Opna aftur fyrir athugasemdir - en virðið reglurnar

Að undanförnu hafa tveir til þrír einstaklingar verið iðnir við að birta hér athugasemdir sem innihalda skítkast, óviðeigandi athugasemdir eða annað og í öllum tilfellum er nafnleysi höfundar. Ip talan er skilin eftir, enda kemur hún sjálfvirkt til mín og þannig er hægt að komast að því hverjir eru hér á ferðinni. Efst á síðunni stendur að slíkt verði ekki liðið.

Ég er í dag með fjórar vefsíður, á einni er ekki hægt að koma með athugasemdir og á annarri, eru það eingöngu vinir með fullu nafni og mynd sem þar komast að. Á tveimur síðum geta hver sem er farið inn og gert það sem honum sýnist. Ég hef hins vegar reglur á öllum þessum síðum og ef ekki er farið eftir þeim eru viðkomandi eitraðir út.

Ég mun nú opna aftur fyrir athugasemdir, en bendi mönnum á reglurnar sem fylgja og eru skrifaðar efst á síðuna. Þeir sem fara ekki eftir reglum eru að skemma fyrir hinum stóra og góða lesendahóp sem ekkert er út á að setja. Því ef þetta heldur áfram, eins og í gær þegar leiðinleg umræða fór af stað eftir að ábending kom fram um ranga fullyrðingu  undir einu skipi. En síða eins og þessi þar sem mun meiri upplýsingar fylgja skipum en venja er, er auðvitað í meiri hættu en aðrar að eitthvað rangt slæðist með og þá er það leiðrétt, án þess að notað sé háð.

Rúsínan í pylsuendanum er þó sú að ef menn halda þessum leik áfram mun ég gera það að loka aftur fyrir athugasemdir um lengri tíma og hugsanlega alveg, eða læsa síðunni gegn lykilorði útvaldra vina. Því ég er á þessari síðu sem og á hinum stífur á að farið sé eftir reglunum.

Að endingu bið ég menn um að sleppa sér ekki hér fyrir neðan með athugasemdum eins og gerðist á síðu Þorgeirs, þegar þeir tóku rangan pól í hæðina og óðu um vígvöllinn með athugasemdir sem voru að öllu leiti rangar. Þessir menn höfðu ekki einu sinni fyrir því að biðja afsökunar þegar Þorgeir kom sjálfur fram og benti á að það sem þeir sögðu um mig voru að engu leiti mitt mál, heldur mál okkar beggja og í sumum tilfellum mál hans. Slík umræðu flýtir aðeins fyrir því að ég loki aftur fyrir athugasemdir eða læsi hugsanlega síðunni nema fyrir útvalda.

Sjálfsagt finnst einhverjum ykkar ég vera smámunasamur eða viðkvæmur, en það er mitt mál, því ég sem sjálfur reglurnar fyrir mína síðu, síðu sem veitir mun meiri upplýsingar en aðrir.

                       
Lifið heil

 

                        Emil Páll

03.12.2009 14:13

Ársæll ÁR 66

Ársæll ÁR 66 frá Þorlákshöfn var í morgun tekin upp í Njarðvíkurslipp og fer sjálfsagt fljótt inn í hús og verður þar ásamt öðrum frá sömu útgerðarhöfn, þ.e. Hásteini ÁR 8, sem tekinn var í slipp og hús þar fyrir nokkrum dögum.


    1014. Ársæll ÁR 66, í Njarðvíkurslipp´, upp úr hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 3. des. 2009

03.12.2009 12:52

Bræla í Hanstholm

Sigurður Bergþórsson sendi mynd þessa, en hún er tekin af frænda hans Óla Rafni Sigurðssyni, sendi ég kærar þakkir fyrir.


                          Bræla í Hanstholm © mynd Óli Rafn Sigurðsson, 6. okt. 2009

03.12.2009 09:38

Mummi KE 120 / Erlingur SF 65


                   1379. Mummi KE 120, ásamt fleirum í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll


               1379. Erlingur SF 65 © mynd Marine Traffic, Andri Snær Þorsteinsson

Smíðanr. 53 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1974. Yfirbyggður 1986 og lengdur 1994.

Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir Einhamar hf. Bíldudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því urðu Mummi hf., Sandgerði í raun fyrsti útgerðaraðili bátsins. Báturinn var sá 11. af 14 í raðsmíðaflokki 105-150 tonna stálskipa hjá stöðinni.

Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 508, Ölduljón VE 509, Haförn EA 955 og núverandi nafn Erlingur SF 65.

03.12.2009 09:23

Rakel María ÍS 199 / Mangi á Búðum SH 85


                                 2086. Rakel María ÍS 199 © mynd Emil Páll


                 2086. Mangi á Búðum SH 85, í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Framleiddur hjá Sortland Baat A/S, Sorlland, Noregi 1990. Skutkassi, síðustokkar og perustefni sett á hjá Bátahöllinni ehf., Hellissandi 1999.

Nöfn: Rakel María ÍS 199, Rakel María SI 86, Elsa Katrín GK 9, Elsa Katrín GK 44 og aftur Elsa Katrín GK 9, Guðný Anna ÍS 9, Ólafur Bjarnason BA 299, Afi Hafsteinn SH 85 og núverandi nafn Mangi á Búðum SH 85.

03.12.2009 09:08

Sjávarborg GK 60 / Sette Mari GG 59


                              1586. Sjávarborg GK 60 © mynd úr safni Emils Páls


                                  Sette Mari GG 59 © mynd Shipspotting. com

Skrokkurinn smíðaður hjá Gdynska Stozania Romotowa S.A. Gdynia, Póllandi, síðan dreginn til Akraness þar sem skrokkurinn var lengdur og yfirbyggður hjá Þorgeiri og Ellert hf. 1978. Að því loknu var lokið við smíðina hjá Slippstöðinni hf., Akureyri með smíðanr. 61, á árunum 1978-1981. Þar sem illa gekk að fá kaupanda að skpinu gekk það undir nafninu ,,Flakkarinn". Varð það að lokum afhent 30. janúar 1982. Endurbyggður Danmörku 1994, Seldur úr landi 27. ágúst 1993 til Svíþjóðar og 2007 var það selt þaðan til Finnlands.

Til stóð að Miðnes hf. í Sandgerði keypt bátinn aftur til lands sumari 1994, en ekkert varð úr því  og enn á ný var það tekið til alvarlegrar athugunar, hvað svo sem það segði til um.

Nöfn: Þórunn Hyrna EA 42, Sjávarborg GK 60, Santos GG 361, Sette Mari GG 59, Monsun GG 934 og Karelía FIN 133K.

03.12.2009 00:01

Loka á athugasemdir

Eins og stendur í hausnum, þá tek ég alvarlega á nafnleysi og það kom í kvöld ein slík, að undanförnu hefur nokkuð verið um slíkt, eða skítkast, því ég er búinn að eitra út fjórar athugasemdir síðan ég birjaði. Hef ég því ákveðið að loka fyrir athugasemdir, hvort það verður í fáa daga eða alveg kemur í ljós, getur verið allt eins fáir dagar, svo menn geri sér grein fyrir að ég meina þetta.
Sá sem nú átti hlut að máli og þorði ekki að koma fram undir réttu nafni, hafði IP töluna 85.220.106.234 og verður það nú kannað hver það sé.

03.12.2009 00:01

Hólmavík


                                                                Friður


                                                 7456. Hilmir ST 1


                                                      7465. Kópnes


                             6973. Hulda © myndir Árni Þ. Baldursson í Odda

02.12.2009 19:51

Óþekkt strandferðaskip

Ekki þekki ég þetta strandferðaskip, sem sést hér á Tálknafirði og varpa málinu því til ykkar lesendur góðir, ef þið vitið nafn skipsins.


                                                    © mynd úr Flota Tálknfirðinga

02.12.2009 19:04

Kolbeinsey BA 123 / Laverne

                            1576. Kolbeinsey BA 123 © mynd Shipspotting. com


                                       Laverne © mynd Shipspotting. com

Smíðanr. 63 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1981. Kom til heimahafnar á Húsavík 10. maí 1981. Breytt í frystitogara 1997. Leigt Dagomar í Eistlandi og flaggað því til Eistlands í feb. 1998. Gert út á rækjuveiðar af Nasco ehf., í Bolungarvík sumarið 1999 og hét þá Heltermaa EK 9901 með kallmerkið ESGM og heimahöfn í Parno. Kom til landsins aftur þ.e Hafnarfjarðar 5. des. 1999. Lá í Reykjavík í ágúst 2000 og þá var heimahöfnin Tallinn. Endurskráð í Íslenska skipaskrá 2004. Eftir að Miðvogur eignaðist skipið lá það allan tímann við bryggju í Miðvogi í Færeyjum, en undir íslenska nafninu Kolbeinsey og þar til það var dregið til Póllands í júní 2009.

Nöfn: Kolbeinsey ÞH 10, Hrafnseyri ÍS 10, Guðrún Hlín BA 122, Heltermaa EK 9901, Kolbeinsey EK 9901, Kolbeinsey BA 123 og núverandi nafn er Laverne.

02.12.2009 18:57

Elliði GK 445


                                  43. Elliði GK 445 © mynd af teikningu Emil Páll

Smíðanr. 357 hjá Gravdal Skipbyggeri A/S, Sunde, Noregi 1963. Báturinn hafði legið nánast ónýtur við bryggju í Njarðvík, frá því a ðeldur kom upp þar við bryggju 12. júlí 1991. Bar þó ekki afskráður fyrr en í apríl 1996, en þá hafði hann ekki verið skoðaður af Siglingamálastofnun í sex ár. Fjarlægður þaðan 26. maí 1999. Tekin þá upp í slipp í Hafnarfirði og bútaður þar niður.

Bar aðeins þetta eina nafn.