Færslur: 2009 Desember

14.12.2009 16:42

Grótta RE 28 / Grótta AK 101 / Guðrún Hlín BA 122 / Kristinn Lárusson GK 500


              72. Grótta RE 28 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


               72. Grótta AK 101 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                        72. Guðrún Hlín BA 122 © mynd úr Flota Pateksfjarðar


         72. Kristinn Lárusson GK 500, í höfn í Hafnarfirði © mynd í eigu Emils Páls


                       72. Kristinn Lárusson GK 500 © mynd í eigu Emils Páls


Smíðanr. 72 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi. Yfirbyggður 197-87 í Vestnes í Noregi, auk þess sem skipt var um brú á bátnum. Seldur til Noregs í lok október 2007, en fór aldrei og lá áfram við bryggju í Hafnarfirði. Var þá seldur 23. júní 2008 í pottinn til Danmerkur, en fór ekki nærri strax og lá áfram í Hafnarfiði einhvern tíma.

Nöfn: Grótta RE 28, Grótta AK 101, Heiðrún EA 28, Guðrún Hlín BA 122, Hrafnseyri GK 411 og Kristinn Lárusson GK 500.

14.12.2009 16:04

Enn eitt metárið hjá Berki NK 122

Börkur NK kom inn til löndunar í gærmorgun með 1.300 tonn af síld.  Síldarvertíðin hefur gengið vel hjá þeim Barkarmönnum og er aflinn kominn yfir 9 þúsund tonn á vertíðinni og hefur nánast allur afli skipsins farið í manneldisvinnslu.  Veiðar hafa gengið vel þótt vissulega sé langt að sækja aflann eða 36 tíma stím.  Til gamans má geta þess að skipið hefur farið í 9 veiðiferðir á vertíðinni og hefur tíminn skipt skipst þannig að u.þ.b. 650 tímar hafa farið í stím, 330 tímar í löndun og aðeins hefur verið stoppað í 75 tíma á miðunum.  Auk þess sem skipið hefur lagt af mörkunum 8 sólarhringa í síldarrannsóknir.


   1293. Börkur NK 122, siglir fram hjá Vatnsnesinu á leið sinni inn Stakksfjörðinn © mynd Emil Páll 29. nóv. 2009

Aflaverðmæti skipsins á árinu er 1.330 milljónir króna sem er 60 milljónum betra en á árinu 2008 þrátt fyrir að loðnuvertíðin hafi dottið uppfyrir.  Skipið hefur veitt 52 þúsund tonn og vegur veiði úr norsk-íslenska stofninum mest.  Útflutningsverðmæti þess afla sem skipið hefur borið að landi er komið yfir 3 milljarða króna.

Nú tekur við vélarupptekt og viðhald til að búa skipið undir verkefni næsta árs en það ríkir mikil óvissa með loðnuvertíðina sem ætti að byrja uppúr áramótum.

Heimild: Heimasíða Síldarvinnslunnar hf.

14.12.2009 14:02

Hringur GK 18 / Ásgeir Torfason ÍS 96 /Hafbjörg EA 23 / Íslandia GK 101


                                              62. Hringur GK 18


                               62. Ásgeir Torfason ÍS 96


                                  62. Hafbjörg EA 23 © mynd Þorgeir Baldursson


           62. Íslandía GK 101 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

Saga hans hefur nýlega verið sögð hér á síðunni, en nafnalistinn er svohljóðandi: Gísli lóðs GK 130, Hringur GK 18, Ásgeir Torfason ÍS 96, Dalaröst ÁR 63, Jón Bjarnason SF 3, Hafbjörg EA 23, Dóri á Býja GK 101, Íslandía GK 101 og Íslandía

14.12.2009 13:09

Njarðvíkurhöfn, þegar rétt var að fara að birta


   Hér sjáum við úr Njarðvíkurhöfn í morgun skömmu fyrir hádegi, er rétt var að birta  fv. 2255. Svavar, 2219, Seigur og 2777. Ísafold © mynd Emil Páll 14. des. 2009

Á myndinni er Seigur að koma með dýpkunarpramman Svavar til Njarðvíkur frá Helguvík, þar sem þeir eru að fara í jólafrí. Seigur hefur verið notaður sem hafnsögubátur Reykjaneshafnar frá því að Auðunn hvoldi í Sandgerði í sumar, en hann fer nú að taka við hlutverki sínu. Ísafold er í bið þar til færi gefst fyrir það skip og fyrrum Moby Dick sem nú heitir Tony til að fara til Grænhöfðaeyjar, sem trúlegar verður þó ekki fyrr en í upphafi næsta árs í fyrsta lagi.

14.12.2009 12:01

Var eini sérsmíðaði krabbagildrubáturinn hérlendis

                             Sandvík HM 123 ex 1944. Aðalvík BA 109

Mikil umræða var undir þessari mynd  hér aðeins neðar á síðunni, og síðan hafa menn látið hugan renna um bát þennan og er þetta komið í ljós:

Svona rétt til að renna huganum aftur í tíman þá stóð báturinn á stokkunum í þrettán ár í bragga sem var staðsettur ofan Hjalteyrargötu gegnt Slippstöðvarhúsinu norðanverðri á Akureyri. Þaðan var hann dreginn fullbúinn á járnplötu suður fyrir Slippstöðvarhúsið, niður með slippvagninum og inn í vagninn og sjósettur.

Þegar báturinn sigldi frá stöðinni þá var hann háfermdur af krabbagildrum, sem krabbinn átti að synda inn í og þangað kominn þá var útgönguleiðin honum ófær. Þetta er eini báturinn sem vitað er til að hafi verið smíðaður hérlendis til slíkra veiða.

Saga bátsins er sögð undir myndinni hér aðeins neðar á síðunni.

14.12.2009 00:00

Morocco


                                                   Legið í skugganum


                                                          Löndun


                                                  Löndun með körfum


                                              Löndun í Laayone


                                                 MAK venntlastillt


                                   Maturinn á fæti © myndir Svafar Gestsson

13.12.2009 22:30

Þýski sjóherinn

Þessi bátur frá þýska sjóhernum var við æfingar við strendur Noregs í febrúar 2007 þegar hann varð fyrir því óhappi að yfirsjá sker sem var í veginum með þessum afleiðingum.

Það hefur verið aðkúplað eða rúmlega það


Heimild: Gunnar Jóhannsson, Danmörku

13.12.2009 22:24

Flutningaskipið Fenris í sjávarháska

 


Fragtskipið Fenris lenti í desember 1979 mitt inn í stormi í Biskæflóanum. Það var á leið frá Aberdeen í Skotlandi til Alsír í Norður Afríku með kartöflur (!) í lestinni og á lestarlúgunum voru tveir steypuvagnar. Í óveðrinu misstu þeir annan steypuvagninn í hafið. Stýrimaður skipsins var að reyna að bjarga því frá að það gerðis, lenti í sjónum og fórst. Skipið fékk á sig mörg brot og kallaði á aðstoð og komst við illan leik til hafnar í Brest í Frakklandi. Kemur þetta fram á síðu Gunnars Jóhannssonar í Danmörku


13.12.2009 21:06

Vélavana 6 mílur frá Sandgerði

Heimild: 245.is

Klukkan 12°° í gær kom tilkynning frá Landhelgisgæslunni um 9 tonna bát vélarvana ca. 6 mílur frá Sandgerði.  Björgunarskipið Hannes var ræstur út og kom hann með bátinn í togi til hafnar klukkan 15:15 í gær.

Mynd: Smári/245.is | lifid@245.is


13.12.2009 17:38

Sandvík HM 123 - Þekkið þið þennan?


                     Sandvík HM 123 © mynd í eigu Emils Páls

Þekkja menn bátinn, sumir telja að hann hljóti að vera íslenskur jafnvel Akureyrarsmiðaður? Gaman væri ef einhver lesandi síðunnar ætti svör við því?

---
Ekki stóð á svörunum og hið rétta er eftirfarandi:

1944. Smíðanr. 49 hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1988. Í árslok 2000 var báturinn tekinn á land í Kópavogshöfn og var þar til í sept. 2001. Var hann afskráður 27. sept. 2004 og seldur til Danmerkur þar sem hann fékk þetta nafn.

Nöfn: Bjargveig RE 98, Tjaldanes ÍS 522, Tjaldanes II ÍS 522, Von SF 1, Von SF 101, Afturelding, Aðalvík BA 109 og núverandi nafn Sandvik HM 123.

13.12.2009 17:00

Sex mjög gamlir

Hér birtum við myndir af sex bátum sem eru mjög gamlir og einn þeirra er nú kútter Sigurfari á Akranesi, annar er einn af fyrstu bátunum sem Páll Pálsson í Vísi gerði út og svona mál lengi telja en allt kemur þetta fram undir viðkomandi myndum.


          400. Farsæll KE 27 © mynd af heimasíðu Vísis

Smíðaður í Höbro í Danmörku 1930. Sökk úr af Stafnesi 19. feb. 1964.

Páll H. Pálsson, sem síðar stofnaði Vísi í Grindavík, gerði bátinn út frá Keflavík 1962-1964.

Nöfn: Soli Des Gloría, Gloría ST 21, Fiskaklettur GK 130, Farsæll SH 30, Farsæll GK 8 og Farsæll KE 27.


         Jón Finnsson GK 506 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðaður hjá bátasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar, Reykjavík 1939 og afhentur 1. september. Rak upp í róðri 9. mars 1956 við Barðaströnd og brotnaði í spón.

Nöfn: Jón Finnsson GK 506, Súgfirðingur ÍS 506 og Hafdís SH 7
              Keflvíkingur GK 400 © myndir í eigu Emils Páls

Smíðaður í Skipasmíðastöð Péturs Wigelunds í Innri-Njarðvík 1940, eftir teikningu Péturs, en hann sá einnig um smíðina. Hljóp báturinn af stokkum 28. feg. 1940 og var á þeim tíma talinn stærsta tréskip sem smíðað hefur verið á Suðurnesjum (70 tonn) og er það trúlega ennþá. Brann og sökk 80 sm. NV af Garðskaga 16. júlí 1951.

Þegar báturinn brann og sökk varð áhöfnin sú fyrsta hér á landi sem notaði gúmíbjörgunarbát.

Nöfn: Keflvíkingur GK 400 og Keflvíkingur KE 44.


                          Sigurfari KG 378 í Færeyjum © mynd í eigu Emils Páls

Smíðað sem kútter í Burton Sather í Englandi 1885 og kom aftur hingað til lands 7. júlí 1974.

Nöfn: Ballhauter og var frá Englandi, en seld til Hafnarfjarðar 1897 þar sem skipið fékk nafnið Guðrún Blöndal GK, Árið 1900 var skipið Sigurfari GK 17 frá Seltjarnarnesi og síðan keypti HP Duus í Reykjavík það 1908 og hét það fyrst Sigurfari RE 17 en síðan Sigurfari RE 136. Skipið var selt til Færeyja skömmu fyrir jól 1919 þar sem það hét Sigurfri KG 378. Árið 1974 var það selt til Akranes sem safngripur á Görðum.

 
  Sæfari VE 11, gekk einnig undir nafninu Haunkin © mynd í eigu Emils Páls

Smíðaður á Englandi 1903. Umbyggður Vestmannaeyjum 1927 og í Reykjavík 1938. Talið ónýtt 1958.

Sem Sæbjörg VE 55 gekk báturinn undir nafninu ,,Haunkin".

Nöfn: Vorblomst, Sæfari VE 11, Víðir SI 40, Víðir RE 75, Garðar GK 211, Garðar KE 21 og Sæbjörg VE 55.

13.12.2009 12:43

Pétur Thorsteinsson BA 12 / Gylfi BA 12 / Páll Jónsson GK 257 / Aðalvík SH 443


    168. Pétur Thorsteinsson BA 12 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, safn Sjómannadagsráðs


           168. Gylfi  BA 12 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Halldór Þórðarson


           168. Gylfi BA 12 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Haraldur Karlsson
                    

  168. Páll Jónsson GK 257 © mynd af heimasíðu Vísis hf.


                                    168. Aðalvík SH 443 © mynd Jón Páll


Smíðanr. 405 hjá V.E.B. Volkswerft, Straalsund, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Var einn af svonefndum Tappatogurum, en systurskipin voru alls 12 og eru aðeins tvö þeirra eftir og er þetta annað af þeim.

Básafell hf. keypti skipið til að hirða af því kvótann og úrelda, eða selja strax. Átti skipið að fara til Finnlands, en af þvi varð ekki. Frá sviptingu veiðileyfis á vordögum 2002, hefur verið frekar lítið um útgerð og skipið legið mest í Njarðvik og Reykjavík og frá 2008 staðið uppi í slippnum á Seyðisfirði.

Nöfn: Pétur Thorsteinsson BA 12, Gylfi BA 12, Fylkir NK 102, Sæbjörg SU 403, Náttfari RE 75, Náttfari HF 185, Páll ÁR 401, Páll Jónsosn GK 257, Páll ÍS 46,  Edda KE 51, Jói Bjarna SF 16, Aðalvík SH 443, Sigurður G.S. Þorleifsson SH 443 og aftur og núverandi nafn: Aðalvík SH 443.

13.12.2009 11:59

Heimaey VE 1 / Þröstur GK 211 / Jói Bjarna SF 16


                                      1213. Heimaey VE 1 © mynd Emil Páll


                     1213. Þröstur GK 211, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll


                           1213. Jói Bjarna SF 16 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðanr. 37 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og var nr. 4 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105 til 150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en hætt við að nota hann. Lengdur hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Styttur og yfirbyggður hjá Skipasmíðastöðinni Herði hf., Njarðvik 1979.Fór í pottinn í Danmörku í feb.  2006, dreginn þangað af Stokksey ÁR 50.

Nöfn: Heimaey VE 1, Náttfari RE 75, Sigurfari VE 138, Stefnir VE 125, Þröstur GK 101, Þröstur GK 211, Látravík BA 66, Hafsúlan HF 77, Sindri GK 42 og Sindri SF 26.

13.12.2009 11:45

Róbert RE 27 / Ásborg BA 84


                               1185. Róbert RE 27 © mynd í eigu Emils Páls


                              1185. Ásborg BA 84 © mynd Jón Páll 1997

Smíðanr. 18 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði 1971, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Nöfn: Ásgeir ÞH 198, Róbert RE 27, Emma GK 46, Látrarröst ÁR 198, Hinrik ÁR 190, Hinrik KE 200, Guðmundur Arnar KE 200, Ásborg RE 15, Ásborg BA 169, Ásborg BA 84 og núverandi nafn Sigurjón BA 23.

13.12.2009 11:41

Kristinn Friðriksson SH 3 / Caterina Alice DA 47


                              1846. Kristinn Friðriksson SH 3 í Njarðvikurhöfn


                          Caterina Alice DA 47 ex Kristinn Friðriksson SH 3