Færslur: 2013 Október
25.10.2013 21:11
3 frá Þerney RE 1

Ægir, skipstjóri og flugfreyjan sem sá til þess að ekkert skorti á í fluginu

Mynd tekin í dag kl. 13.00, en þá var byrjað að dimma og um kl. 15.00 var svart myrkur komið

Skúli Marin-maður og Keli yfirvélstjóri, kátir eins og alltaf
© myndir frá 2203. Þerney RE 1, í október 2013
25.10.2013 21:10
Snoddið, síðar Haukur GK 25

Snoddið, frá Færeyjum, síðar 2107. Haukur GK 25 © mynd Emil Páll
25.10.2013 20:15
Sunna KE 60 / Sea Hunter

2061. Sunna KE 60, siglir út frá Njarðvík © mynd Emil Páll, 1989

Sea Hunter ex 2061. Sunna KE 60, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, í ágúst 1989
Smíðanúmer 296 hjá Astilleros Gondon S.A., Figueras Castrop, Spáni 1991. Vaka SU 9 kom fyrst til heimahafnar á Reyðarfirði í apríl 1991. Sunna SI 67 var keypt til Reykjanesbæjar um miðjan janúar 2006 og afhent 20. febrúar það ár.
Skipinu var flaggað út með heimahöfn í Estoníu 2004-2005. Selt úr landi til Rússlands i ágúst 2008.
Togarinn var lengi gerður út til rækjuveiða á Flæmingjagrunni, en lá í höfn þar sem að rækjuveiðar voru óarðbærar. Upphaflega var skipið fjölveiðiskip, en síðan breytt i rækju- frystitogara. Útgerð Sunnu SI markaði viss tímamót í sögu rækjuveiða því skipið hóf veiðar fyrst skipa, með tveimur trollum samtímis.
Ný fiskimóttaka var sett í skipið i janúarbyrjun 2006 í Póllandi.
Nöfn: Vaka SU 9, Sunna SI 67, Sunna EK 0405, aftur Sunna SI 67, Sunna KE 60, Sea Hunter KE 60 og Sea Hunter, en ekkert er vitað um það síðan það var selt til Rússlands.
25.10.2013 19:15
Blíðfari GK 204
Nýsmíði nr. 1 frá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík
2039. Blíðfari GK 204, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll 1989
Smíðanr. 1 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1987, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Þó smíði hans lyki 1987 var hann ekki sjósettur fyrr en 3 .ágúst 1989 og þá í Njarðvík, Strandaði við Þjósárósa 25. ágúst 1990 á leið frá Njarðvík til nýrra eigenda á Breiðdalsvík og ónýttist.
Nöfn: Blíðfari GK 204 og Vöggur GK 204.
25.10.2013 18:10
1794. Guðrún SH 164, í höfn í Ólafsvík

1794. Guðrún SH 164, í höfn í Ólafsvík © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
25.10.2013 17:29
Ingunn AK á leið til Vopnafjarðar með fyrsta síldarfarminn á haustvertíðinni

2388. Ingunn AK 150 © mynd HB.Grandi
Ingunn AK er nú á leið til
Vopnafjarðar með 900 til 1.000 tonna síldarafla sem fékkst í Breiðafirði
í gær. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skipstjóra er áætlaður siglingartími
um 40 tímar og því er ekki von á skipinu til Vopnafjarðar fyrr en í
hádeginu á morgun.
,,Við tókum nótina í Reykjavík sl. miðvikudag og hófum veiðar í Breiðafirðinum í gærmorgun. Það var ekki mikið að sjá og við fengum ekkert í fyrsta kastinu. Svo fengum við 450 til 500 tonna kast, síðan nokkur tonn í því næsta í síðasta kastinu var aflinn um 1.000 tonn," segir Guðlaugur en þess má geta að um helmingi þess afla var miðlað um borð í Beiti NK, sem var eina uppsjávarveiðiskipið á miðunum auk Ingunnar.
Að sögn Guðlaugs var veiðisvæðið í sundunum við Hrútey. Hann
segir síldina vera af ágætri stærð og meðalvigtin sé á bilinu 320 til
340 grömm.
Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hófust fyrir skömmu og enn sem komið er hafa tiltölulega fá skip farið til veiða. Ingunn varð fyrst skipa HB Granda til að hefja veiðarnar en Lundey NS fer til veiða í dag.
- Í kvöld birtist hér á síðunni myndasyrpa af Ingunni AK 150 -
25.10.2013 17:10
Þrír Olsenbátar


Olsenbátar 2039. Blíðfari GK 204, 1985. Freyr ST 11 og 1767. Stekkjarhamar GK 37, við bryggju í Njarðvík © myndir Emil Páll - þarna nýir
25.10.2013 15:28
HELGA Guðrún SH 62

1737. Helga Guðrún SH 62, í höfn á Grundafirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009
25.10.2013 14:15
Dettifoss, út af Garðskaga í gær, á leið frá Reykjavík til Mjóeyrarhafnar

Dettifoss, siglir fram hjá Garðskaga í gær, á leið sinni frá Reykjavík til Mjóeyrarhafnar © mynd Emil Páll, 24. okt. 2013
25.10.2013 13:20
Hópsnes GK 77, er skipið kom nýtt til Grindavíkur, 1990
2031. Hópsnes GK 77, kemur nýr til Grindavíkur © mynd Emil Páll 11. mars 1990
Smíðanr. B 285 hjá Northera Skipyard, í Gdansk, Póllandi 1990. Seldur til Nýja-Sjálands 15. feb. 1995 og þaðan til Namibíu 1999.
Nöfn: Hópsnes GK 77, Saint Giovanni og Emangulukon L-913.
25.10.2013 12:20
Stafnes KE 130
1916. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1988
Smíðanr. 33 hjá Moen Slip & Mekaniskt Verksted A/S í Kolvereid, Noregi 1988. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 28. okt. 1988. Seldur til Noregs í des. 1999 og til Rússlands 2006.
Nöfn: Stafnes KE 130, Sigurfari ÓF 30, Sigurfari ST 30, Solheimtral M-33-R, Skarodd M-193-G og Rossyoki
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Þessi var flottur.
25.10.2013 11:06
Steindór GK 101
1510. Steindór GK 101, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 1991
Smíðanr. 10 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. 1978. Afhentur 1. júní 1978. Endurbyggður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1981, eftir að hafa strandað 6. mars 1981 við Maríuhliðið vestan ósa Jökulsár á Sólheimasandi og var náð út um tveimur vikum síðar af Björgun hf. Strandaði síðan undir Krísuvíkurbjargi 20. feb. 1991 og brotnaði strax á strandstað.
Nöfn: Sigurbára VE 249, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 og Steindór GK 101
25.10.2013 10:20
Drekkhlaðnir í þoku
Þó myndgæðin séu ekki mikil, leifði ég þeim samt að birtast © myndir Emil Páll
25.10.2013 09:42
Fjórðungur kvótans á tveimur dögum
bb.is:
Rækjusjómenn í Arnarfirði eru síst sáttari við kvótaúthlutun í firðinum en rækjusjómenn við Ísafjarðardjúp. Í Arnafirði verður leyft að veiða 190 tonn í ár samanborið við 437 tonn á síðasta ári. „Við erum mjög óánægðir með úthlutunina þetta árið,“ segir Jón Páll Jakobsson, rækjuveiðimaður í Arnarfirði.
„Það sem við erum svo óhressir með er rannsóknin, hún er ekkert að ná utan um stofninn. Rækjustofninn virðist vera búinn að aðlaga sig að breytingum sem hafa orðið, og er á öðrum stöðum núna en hann hefur verið. Þeir tala um að vísitalan, sem þeir kalla, sé eins og hún var 2011, þegar við fengum að veiða 200 tonn. Þá var ekki svona góð veiði þegar við byrjuðum, langt frá því. Það er búið að veiða tvo daga hérna, og búið að veiða fjórðung af kvótanum. Hvers vegna þeir finna svona mikið minni rækju, það er okkur óskiljanlegt. Þeir mæla minna af þorski og minna af ýsu, og það eru víst þeir fiskar sem eiga að hafa étið rækjuna, en stofninn minnkar samt.“
25.10.2013 09:20
Pétur afi SH 374
1470. Pétur Afi SH 374, í Ólafsvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009
Smíðanr. 36 hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði 1976 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Sjósettur í dese 1976 og afhentur 28. janúar 1977.
Nöfn: Hafsúlan RE 77, Már NS 87, Dagbjört SU 50, Haförn HU 4, Haförn ÍS 177, Hafsúla KE 46, Hafsúla ST 11, Hafsúla ÍS 741, Kittí BA 741, Jórunn ÍS 140 og núverandi nafn Pétur Afi SH 374.
