Færslur: 2013 Október
28.10.2013 13:20
Kári GK 146 / Aníta KE 399

399. Kári GK 146 © mynd Emil Páll

399. Aníta KE 399, í Njarðvík © mynd Emil Páll, í júní 2009
Smíðaður hjá Halmstad Varv, Halmstad, Svíþjóð 1954, stytting hjá Ósey hf,, Hafnarfirði 1995.
Nöfn: Sigurfari SF 58, Farsæll SH 30, Örninn KE 127, Kári GK 146, Afi Aggi EA 399 og núverandi nafn: Aníta KE 399
28.10.2013 12:20
Gullfoss

70. Gullfoss og Surtseyjargosið © veggmynd úr safni Emils Páls, frá árinu 1963, ljósm.: ókunnur
28.10.2013 11:06
Sunna, nýtt íslenskt skip - flytur sand frá Njarðvík til Neskaupstað
Fyrir helgi kom flutningaskipið Sunna, til Reykjavíkur, en útgerðarfélagið Nes ehf., í Hafnarfirði hefur keypt skipið og er það skráð í Tórshavn í Færeyjum. Um er að ræða 75 metra langt skip og 12 metra breitt sem síðast hét Svava Ocean. Skipstjóri á Sunnu er Njarðvíkingurinn Jón Magnússon, sem lengi var með flutningaskipið Axel.
Skipið er nú í Njarðvík að lesta sand sem fluttur verður til Neskaupstaðar til að nota í Norðfjarðargöngin. Um er að ræða 2000 tonn af sandi, en ekki veit ég á þessu stigi hvort skipið taki það í einni ferð.
Hér birti ég myndir sem ég tók af skipinu við bryggju í Njarðvík í morgun og eins myndir af sandinum á bryggjunni, en þær myndir tók ég í gær.




Sunna, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 28. okt. 2013



Sandurinn sem Sunna mun flytja frá Njarðvík til Neskaupstaðar © myndir Emil Páll, í gær, 27. okt. 2013
AF FACEBOOK:
Einar Örn Einarsson Islenskt? Er ekki verid ad tala um færeyskt skip? Skil ekki thessa medvirkni. Eru tha Samskip skipin Hollensk vegna thess ad Olafur Olafsson byr i Hollandi?
Emil Páll Jónsson Einar hvort sem þér líkar það vel eða illa, þá eru eigendur og útgerð skipsins skráð í Hafnarfirði. Skoðun þín varðandi Samskip og hvers lenskt það er þá er það líka ljóst að Samskip er ekki skráð í Hollandi.
-
Einar Örn Einarsson En allir skipavinir eru ordnir svo medvirkir med utgerdunum ad their keppast vid ad vidhalda thessu rugli. MItt skip er a norskum fana og er norskt. Ekki vegna thess hver a thad, heldur vegna thess ad thad hefur norskan fana, thar gidla norsk løg og norskir samningar. Thad er a abyrgd norskra yfirvalda. Alveg eins og at utlendingur sem byr a islandi er ekki Islendingur nema ad fara a Islenskt flagg. Ergo Islensur rikisborgari.Emil Páll Jónsson Við getum þó verið sammála um það að skipið er í eigu Íslenskra aðila, en skráð í Færeyjum.
Emil Páll Jónsson Þá getum við verið sammála um að stjórnvöld verða að fara að gera útgerðum þann möguleika á að skrá skip sín hérlendis, eins og Færeyingar, Norðmenn o.fl. hafa gert varðandi þau skip sem þar eru skráð. Þetta er bull eins og það er í dag.
Einar Örn Einarsson sammala
28.10.2013 10:20
Oddrún RE 126 / Þorsteinn KE 10

357. Oddrún RE 126, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

357. Þorsteinn KE 10, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Anderson & Ferdinadsen, Gilleleje, Danmörku 1955,
eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Stýrishús af 724. Pólstjarnan ÍS 85
var sett á bátinn, þegar Pólstjarnan var úrelt. Hefur sokkið í tvigang í
Reykjavikurhöfn nú á nokkrum árum og veit ekki hvað varð um hann eftir
að hann sökk nú síðast fyrir nokkrum misserum
28.10.2013 09:20
Fagriklettur HF 123 / Polaris

162. Fagriklettur HF 123, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll

162. Polaris, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, í apríl 2009
Smíðanr. 14 hjá A/S Eidsvik skipsbyggery, Úskedal, Noregi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Báturinn kom til heimhafnar á Hornafirði 11. nóv. 1960. Endurbyggður og stækkaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík eftir að eldur kom upp í honum út af Suðurströndinni 22. apríl 1965. Lengdur og yfirbyggður hjá Bjarma sf., Hafnarfirði 1978. Nafnið Polaris var sett á bátinn í Hafnarfjarðarhöfn á páskadag 12. apríl 2009 og um svipað leiti var hann skráður sem þjónustuskip og fór fljótlega í leiguverkefni til Noregs.
Nöfn: Ólafur Tryggvason SF 60, Hringur GK 18, Bliki EA 12, Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Rún EA 851, Arnar SH 757, Fagriklettur HF 123 og núverandi nafn Polaris
28.10.2013 08:56
Happasæll KE 94 - í dag Grímsnes

89. Happasæll KE 94, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 57 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1963. Lengdur 1966. Yfirbyggður 1987.
Átti að koma úr síðustu veiðiferðinni fyrir Happa ehf., 7. sept 2001 og tók þá á móti nýjum Happasæli, fánum prýddur, síðar sama dag. Vegna biluna á nýja skipinu var þessi þó gerðu úr áfram til 15. október það ár af Happa ehf.
Salan þá til Tálknafjarðar eða í raun Garðabæjar gekk ekki upp í fyrstu atrennu, en tókst þó að lokum.
Nöfn: Heimir SU 100, Mímir ÍS 37, Mímir ÍS 30, Hafaldan SU 155, Ásgeir Magnússon GK 60, Árni Geir KE 74, Happasæll KE 94, Happasæll KE 9, Sædís HF 60, aftur Mímir ÍS 30, Sædís ÍS 30. Grímsnes GK 555, Grímsnes BA 555 og núverandi nafn: Grímsnes GK 555 (aftur)
28.10.2013 07:00
Ægir, Þór, Sæbjörg o.fl.

1066. Ægir, 2769. Þór, 1627. Sæbjörg o.fl. í Reykjavíkurhöfn © mynd af vefmyndavél Reykjavíkurhafnar 27. okt. 2013
28.10.2013 06:00
Þórsnes II SH

1424. Þórsnes II SH 109 ( skráð SH 209), í Reykjavíkurhöfn © mynd marineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 26. okt. 2013
27.10.2013 22:00
Óli Gísla HU 212, að koma inn til Sandgerðis, í gær - SYRPA












2714. Óli Gísla HU 212, að koma inn til Sandgerðis í gær © myndir Emil Páll, 26. okt. 2013
27.10.2013 21:00
Europa 2

Europa 2 © mynd shipspotting, Roy Batty, 22. okt. 2013
27.10.2013 20:00
Erkna, Bergen, Noregi

Erkna, Bergen, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 18. okt. 2013
27.10.2013 19:00
Jøkul M-108-Hö

Jøkul M-108-Hö, Bergen, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen 25. okt. 2013
27.10.2013 18:20
Tressnes H-11-F að kasta síldarnót í Fosnavaag, Noregi

Tressnes H-11-F að kasta Síldarnótinni á Leinebukta í Fosnavaag. Þetta er 3 kvöldið sem hann kastar hérna við bryggjurnar hjá okkur svo að eftir einhverju er að slægjast. Hann skildi eftir nótina í gær með Síld í vegna þess að verkunin sem tekur á móti gat ekki vegna anna tekið á móti Síld í gær.

Nótin í geymslu frá því í gær.

Tressnes að kasta
© myndir Elfar Jóhannes Eiríksson, í Fosnavaag, Noregi, 27. okt. 2013
27.10.2013 18:10
Acono að fara út frá Fosnavaag

Acono að fara út frá Fosnavaag © Elfar Jóhannes Eiríksson, 27. okt. 2013
27.10.2013 18:00
Kings Bay M-22-HÖ

Kings Bay M-22-HÖ, Aalesund, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 17. sept. 2013
