Færslur: 2013 Október
31.10.2013 12:20
Gjafar VE 300, ný strandaður
![]() |
240. Gjafar VE 300, á strandstað í innsiglingunni til Grindavíkur (strandaði 22. 02.73) - mynd Pétur B. Snæland
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson Ertu þar ekki að rugla saman Gjafari og Hrafni Sveinbjarnasyni, hann er í þremur pörtum nálægt vitanum.
31.10.2013 09:20
Óli Gísla HU 212, á Hólmavík og á Steingrímsfirði

2714. Óli Gísla HU 212 o.fl. á Hólmavík

2714. Óli Gísla HU 212, á Steingrímsfirði
© myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013
31.10.2013 08:38
Hlökk ST 66 og Guðmundur Jónsson ST

2696. Hlökk ST 66 og 2571. Guðmundur Jónsson ST © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, í ágúst 2013
31.10.2013 07:00
Ella ÍS 119

2568. Ella ÍS 119, á Hólmavík © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, í ágúst 2013
31.10.2013 06:00
Bjössi RE 277, Máni II ÁR 7 o.fl. á Hólmavík


2553. Bjössi RE 277, 1887. Máni II ÁR 7 o.fl. á Hólmavík © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda, í ágúst 2013
30.10.2013 21:30
Seglskútu siglt með vélarafli frá Sandgerði og inn eftir - smá myndasyrpa
Fyrir stutt siðan sagði ég frá því að lokið væri viðgerð á skútunni AquArius, hjá Sólplasti o.fl. í Sandgerði. Þegar skútan kom í viðgerðina var hún flutt landleiðis af höfuðborgarsvæðinu og því mastrið skilið eftir innfrá. Nú þegar viðgerð var lokið, var ákveðið að flytja hana sjóleiðis innieftir að nýju, en þar sem mastrið var ekki með, varð að notast við hjálparvélina. Nokkur töf var á að skútan gæti farið, sökum veðurs en sem betur fer batnaði veðrið og AquArius, sem er í eigu Björns Jörundar tónlistamanns o.fl., gat því sigt inn eftir og hér eru nokkrar myndir af því þegar skútan var í Sandgerðishöfn og eins er hún fór þaðan, en myndirnar tók Jónas Jónsson.


2667. AquArius, við bryggju í Sandgerðishöfn



Skútan komin frá bryggju og gert klárt fyrir siglinguna


![]()

2667. AquArius, siglt út úr höfninni í Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, í okt. 2013
30.10.2013 21:05
Dísa, makrílbátar o.fl.


Dísa, makrílbátar o.fl. © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013
30.10.2013 20:10
Hafbjörg ST 77

2437. Hafbjörg ST 77 © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013
30.10.2013 19:56
Þór tók vistir í Sandgerði á leið til Ferranda, en Ferranda var á leið til Sandgerðis
vf.is. í dag:

Fréttir | 30. október 2013 17:46
Þór tók vistir við Sandgerði
Varðskipið Þór hafði stuttan stans utan við Sandgerði nú áðan á leið sinni í björgunarleiðangur suður fyrir Vestmannaeyjar.
Varðskipsmenn fóru úr höfn í Reykjavík án þess að taka vistir og var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein fengið til að sigla með kostinn um borð í Þór.
Ferð Þórs er heitið að flutningaskipinu Fernanda sem brennur sunnan við Eyjar. Flutningaskipið var á leiðinni til Sandgerðis þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Áhöfn skipsins var bjargað í þyrlu Landhelgisgæzlunnar í dag.
---
Mynd: Landhelgisgæzlan.Flutningaskip á leið til Sandgerðis brennur
Flutningaskipið Fernanda sem nú brennur sunnan við Vestmannaeyjar var á leið til Sandgerðis þar sem það átti að sækja frystar afurðir hjá fóðurframleiðandanum Skinnfiski
Þyrlan TF-GNA hefur nú bjargað áhöfn skipsins, 11 manns, og eru allir heilir á húfi. Þyrlan flytur fólkið til Reykjavíkur. Brú skipsins var orðin alelda og skipverjar komnir út á þilfar er þyrlan kom að.
Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn og mun freista þess að slökkva eldinn, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.
Flutningaskipið Fernanda strandaði við innsiglinguna í Sandgerðishöfn 5. maí árið 2012. Skipið mun hafa komið of hratt í innsiglinguna og því strandað. Skemmdir voru litlar og losnaði skipið af sjálfsdáðum af strandstað.



© myndir: Landhelgisgæslan og texti: vf.is í dag, 30. okt. 2013
30.10.2013 19:10
Straumur ST 65 o.fl. á Hólmavík

2324. Straumur ST 65 o.fl. á Hólmavík © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013
30.10.2013 18:15
Ólafur Jóhannsson ST 45 o.fl.

2032. Ólafur Jóhannsson ST 45 o.fl. © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013
30.10.2013 17:20
Emilía AK 67 o.fl.

2367. Emilía AK 57 o.fl. © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013
30.10.2013 16:40
Voru dregnir sótugir um borð í þyrluna
mbl.is:
Skipverjar á flutningaskipinu Fernanda voru sumir hverjir dregnir sótugir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekkert amaði þó að mönnunum, en þyrlan lenti með þá á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.
Sigurður Heiðar Wiium, flugmaður á þyrlunni, segir að þegar þyrlan kom að Fernanda hafi brúin verið alelda, en skipverjarnir hafi hins vegar verið komnir í öruggt skjól. Skipið hafi verið vélarvana og því stjórnlaust.
Sigurður segir að vel hafi tekist að bjarga áhöfninni, en ekki hafi mátt miklu muna. Vont var í sjóinn og aðstæður því allar erfiðar. Um 20 mínútur tók að hífa mennina upp.
Sigurði hafði ekki gefist tækifæri til að ræða mikið við skipverjana, en hann segir að það hafi strax verið ljóst að þeir myndu ekki ráða við eldinn. Þeir hafi hins vegar eitthvað reynt í upphafi að slökkva því sumir þeirra voru sótugir.

Fernanda, 20 mílur frá Vestmannaeyjum í dag © mynd mbl.is. 30. okt. 2013
30.10.2013 16:20
Sigrún AK 71


2495. Sigrún AK 71 © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013
30.10.2013 15:30
Fernanda, ekki Fernando - var í reglulegum ferðum til Sandgerðis
Samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Marine Traffic þá átti skipið að koma til hafnar í Hafnarfirði á morgun. Þar átti skipið að sækja farm af minnkafóðri til útflutnings til Danmerkur. Hefur skipið verið einnig í reglulegum ferðum til Sandgerðis, þar sem það hefur sótt líka minnkafóður til útflutnings til Danmerkur
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skipið Fernanda lendir í hrakningum við Ísland. Það strandaði í innsiglingunni í Sandgerði í maí á síðasta ári. Fernanda er skráð í Dóminíska lýðveldinu

Fernanda, í Sandgerði í síðasta mánuði © mynd Emil Páll, 9. sept. 2013

