Færslur: 2013 Október
24.10.2013 10:20
Vonin GK 136, Brúsi SN 7 og Þröstur GK 211

910. Vonin II GK 136, Brúsi SN 7 og 1213. Þröstur GK 211, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, um 1990
910. Smíðaður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja hf. 1943. Yfirsmiður var Gunnar Marel Jónsson. Rak upp í fjöru innanvert í Sandgerði 17. feb. 1943, náð út aftur. Talin ónýt 21. nóv. 1991, bútaður niður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 5. nóv. 1992 og brenndur á áramótabrennur ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.
Nöfn: Vonin II VE 113, Vonin II GK 113, Vonin II SH 199, Vonin II SF 5, Vonin II ST 6 og Vonin II GK 136.
1213. Smíðanr. 37 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og var nr. 4 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105 til 150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en hætt við að nota hann. Lengdur hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Styttur og yfirbyggður hjá Skipasmíðastöðinni Herði hf., Njarðvik 1979.Fór í pottinn í Danmörku í feb. 2006, dreginn þangað af Stokksey ÁR 50.
Nöfn: Heimaey VE 1, Náttfari RE 75, Sigurfari VE 138, Stefnir VE 125, Þröstur GK 101, Þröstur GK 211, Látravík BA 66, Hafsúlan HF 77, Sindri GK 42 og Sindri SF 26.
Brúsi SN 7 var smíðaður í Noregi og kom til Njarðvíkur 19. jan. 1983, þar sem klára átti skipið, en ekkert varð úr því þar sem kvótamálin breyttust hér á landi og því stóð skipið uppi í slippnum þó svo að íslensk fyrirtæki sýndu áhuga á kaupum á því. Þar sem þetta skip hafði smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur settu starfsmenn fyrirtækisins nr. SN 7 á skrokkinn og nafnið Brúsi. Í janúar 1995, hófst síðan lokafrágangur og lauk honum 22. júní sama ár og þá hafði verið sett á hann stýrishús, perustefni o.fl. Var Brúsi síðan sjósettur þennan dag. 22. júní 1995 og daginn eftir fór skorski báturinn Alert, með hann í togi til nýrrar heimahafnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar var frágangi lokið og skipið fékk nafnið Faitfull III, en ekki var það þó lengi í útgerð því það sökk eftir árekstur við annað skip veturinn 1998.
24.10.2013 09:20
Ársæll EA 74
403. Ársæll EA 74, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll, 1990
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1958. Úreldur 24. nóv. 1992. Brenndur á áramótabrennu í Garði 31. des. 1994.
Nöfn: Farsæll EA 74, Ársæll EA 74, Ársæll GK 83 og Ársæll Þór GK 83.
24.10.2013 08:58
Víkingur III ÍS 280 / Valberg II VE 105

127. Víkingur III ÍS 280, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

127. Valberg VE 10, öðru megin, en Valberg II VE 105, hinum megin, en þarna er verið að koma með skipið í sinni síðustu sjóferð, til Njarðvikur © mynd Emil Páll
Smíðanr. 75 hjá Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord,
Noregi 1964. Breytt í skemmtibát 1998 og síðan aftur í fiskiskip 2003 og
2006 í vaktbát í Norðursjó. Afskráður 31. október 2008 og síðar brotinn niður í Njarðvíkurslipp.
Kom fyrst til Sandgerðis sem Víkingur III 22. júlí
1989. Báturinn lá eins og hvert annað yfirgefið skipsflak með
Tjaldanes-nafninu í Hafnarfjarðarhöfn frá 1994 til 2001 að hann var
færður fyrir í Hafnarfjarðarslipp og eftir áramótin 2001/02 var hafist
handa um að mála hann upp og gera sjókláran á ný. Var hann síðan við
bryggju í Hafnarfirði fram í miðjan apríl 2003 að honum var siglt til
Njarðvikur til útgerðar á ný.
Nöfn: Guðbjartur Kristján ÍS 280,
Víkingur III ÍS 280, Víkingur III GK 280, Sandgerðingur GK 280, Ólafur
Þorsteinsson SK 77, Tjaldanes ÍS 522, Sæfaxi VE 25, Skussi, Kristbjörg
II HF 75, Valberg VE 10 og Valberg II VE 105
24.10.2013 07:00
Stígandi VE 77

104. Stígandi VE 77, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1971 til 1976
Smíðaður í Spillesboda í Svíþjóð 1946 eftir teikningu Þorsteins Daníelssonar. Stækkaður 1974.
Úreldingasjóður 1981. eftir að hirt hafi verið allt nýtilegt úr bátnum var honum sökkt í Halldórsgjá, NV af Stóra - Enni við Vestmannaeyjar 1981.
Nöfn: Hrafnkell NK 100, Skálaberg NS 2, Stígandi VE 77 og Sæþór Árni VE 34
24.10.2013 06:00
Kári VE 95

77. Kári VE 95 © mynd Emil Páll
Smíðaður í Svíþjóð 1946. Sökk á landleið, eftir árekstur við Hástein ÁR 8, rétt utan við höfnina á Stokkseyri, 3. maí 1984, er hann var á landleið til Þorlákshafnar.
Nöfn: Jón Valgeir RE 95, Hafþór RE 95, Andvari VE 100 og Kári VE 95.
23.10.2013 22:09
Myndir úr 9. veiðiferð Þerneyjar RE 1, sem hófst í dag og um leið 2. veiðiferðin í Barentshafið
Texti með myndunum er frá skipverjum sjálfum og að sjálfsögðu myndirnar líka.

Hér byrjaði ferðalag okkar, félaga

Strákarnir að ganga um borð í vélina á Reykjavíkurflugvelli

Verið að þjóna okkur um borð í vélinni. Afar notalegt að ferðast með Fokker 50, þó að flugferðin hafi tekið rúmar 5 klukkustundir

Flugmaðurinn með kortið af flugleiðinni

Flugstjórinn, kampakátur að nálgast Noregsstrendur

Þarna bíður fleygið okkar, Þerney RE og strákarnir að ganga um borð
© myndir og myndatextar, frá skipverjum af 2203. Þerney RE 1, 2013. Ferðin í 9. veiðiferð og um leið 2. veiðiferð i Barentshafi, en skipt var um áhöfn í Noregi og voru myndirnar teknar í dag, 23. okt. 2013
23.10.2013 21:10
Rússneski kjarnorkuísbrjóturinn "50 let probedy" á Norðurpólnum

Rússneski kjarnorkuísbrjóturinn "50 let probedy" á Norðurpólnum, 19. okt. 2013 © mynd Nordlys.no
23.10.2013 20:10
Vikholmen M-60-F, í Napp, í Lofoten

Vikholmen M-60-F, í Napp, í Lofoten © mynd shipspotting frode adolfsen, 3. okt. 2013
23.10.2013 19:10
Vikberg N-10-F, Napp, í Lofoten

Vikberg N-10-F, Napp, í Lofoten © mynd shipspotting frode adolfsen, 3. okt. 2013
23.10.2013 18:15
PIONEER BAY, í Rotterdam

PIONEER BAY, í Rotterdam, Hollandi © mynd shipspotting, Henk Jungeius, 22. okt. 2013
23.10.2013 17:10
Bristol GG 229, Gothenburg, í Svíþjóð

Bristol GG 229, Gothenburg, í Svíþjóð © mynd shipspotting, Gunnar Hansen, 9. sept. 2013
23.10.2013 16:10
Petra ST 20 o.fl
![]() |
| 7729. Petra ST 20 o.fl. © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, 10. til 12. ágúst 2013 |
23.10.2013 15:39
Steinunn ST 26
![]() |
| 6529. Steinunn ST 26 © mynd ÁRNI Þór Baldursson í Odda, 10. til 12. ágúst 2013 |
23.10.2013 14:20
Skálaberg RE 7

2850. Skálaberg RE 7 við Miðbakkann, í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 18. okt. 2013
23.10.2013 13:20
Hilmir ST 1 o.fl.


7456. Hilmir ST 1 o.fl. © myndir Árni Þór Baldursson í Odda 10. - 12. ágúst 2013


