Færslur: 2013 Mars
21.03.2013 16:45
Haftindur HF 125 - Skólaskip
![]() |
472. Haftindur HF 123 - skólaskip - © mynd Emil Páll, um aldarmótin síðustu |
Smíðanúmer 7 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Július Nyborg), eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hleypt af stokkum í byrjun apríl 1946. Endurbyggður Hafnarfirði 1972-1973.
Úreltur 22. september 1994, en hætt við að farga honum og hann endururskráður og nú sem skólaskip 1994, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og bæjaryfirvalda í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Hófst sá rekstur 1995.
Átti að breyta í skemmtiferðaskip 2004 og var þó að mestu frá þeim tíma í Reykjjavíkurhöfn og fór svo að lokum að hann sökk í höfninni, en náð upp aftur og dreginn inn á Holtagarða og tekin þar upp á bryggju og bútaður síðan niður.
Nöfn: Guðbjörg GK 6, Stefán Kristjánsson SH 184, Jói á Nesi SH 159, Rán BA 57, Guðrún Björg ÞH 60, Guðrún Björg II ÞH 59, Guðrún Björg ÞH 201, Haftindur HF 123, Kofri ÍS 41, Gæskur RE 91 og Gæskur
21.03.2013 15:45
Haukur GK 134
![]() |
1378. Haukur GK 134, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 1991 |
21.03.2013 14:45
Erlingur GK 212, Ósk KE 5, Guðfinnur KE 19 og Hafnarberg RE 404
![]() |
| 1100. Erlingur GK 212, 363. Ósk KE 5, 1371. Guðfinnur KE 19 og 617. Hafnarberg RE 404 í Sandgerði © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum tugum ára. |
21.03.2013 12:47
Mávur SI 90 og Frosti ÞH 229
![]() |
||
|
|
21.03.2013 11:20
Birtingur NK 124
![]() |
||||||
|
|
21.03.2013 10:46
Sóley Sigurjóns, á Siglufirði í gær
![]() |
2262. Sóley Sigurjóns GK 200, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 20. mars 2013 |
21.03.2013 09:45
Æskan RE 222 - skrá GK 506
![]() |
1918. Æskan RE 222, sem skrá hefur verið GK 506, rétt ofan við Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 21. mars 2013 |
21.03.2013 09:00
Birtingur Nk 124 og Fagraberg, frá Færeyjum
![]() |
1293. Birtingur NK 124 og Fagraberg, frá Færeyjum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 19. feb. 2013 |
21.03.2013 07:45
Birta VE 8
![]() |
1430. Birta VE 8, í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, 20. mars 2013 |
20.03.2013 23:01
Muggur KE 57 - syrpa með myndum af eigendum, reynslusiglingunni og fullfermi

2771. Muggur KE 57, í reynslusiglingunni, 2008

Eigendur bátsins er fyrirtækið Jói Blakk ehf og eru eigendurnir, feðgarnir Jón Jóhannsson og Jóhann Jónsson, 2008

2771. Muggur KE 57, að koma að bryggju íSandgerði, úr reynslusiglingunni, 2008

2771. Muggur KE 57, kemur að landi í Sandgerði, það er ekki hægt að segja annað en að hann beri nánast fullfermi vel, 9. apríl 2009

Lestin full og fiskur í körum á þilfarinu, annar eiganda Jóhann Jónsson sést á myndinni, 9. apríl 2009 © myndir Emil Páll
Nýsmíði nr. 5 hjá Sólplasti ehf., í Sandgerðisbæ og er að gerðinni Nökkvi 1170. Báturinn var sjósettur í Sandgerði 12. júní 2008
20.03.2013 22:45
Fjölnir ÍS 177
![]() |
| 1333. Fjölnir ÍS 177, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 51 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973, Lengdur 1981. Yfirbyggður 1985.
Var númer 9 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-150 tonna stálskipa hjá stöðinni.
Fyrsta íslenska fiskiskipið sem hafði um borð línubeitingavél, það var árið 1975. Vélin var frá norska fyrirtækinu Mustad Stöperi & Mek. verksted A/S.
Seldur úr landi til Cork í Írlandi, 7. ágúst 1992. Seldur síðan í brotajárn í Hull, Englandi 2006
Nöfn: Fjölnir ÍS 177, Bergþór KE 5, Jóhann Guðnason KE 77, Sigurður Þorleifsson GK 256, Eyfell EA 540, Kópanes SH 702 og Kopanes S 702 (Írlandi)
20.03.2013 21:45
Guðfinnur KE 19
![]() |
1371. Guðfinnur KE 19 © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðjunni Stál hf. á Seyðisfirði 1974. Lengdur, breikkaður og sett á hann perustefni hjá Ósey hf. í Hafnarfirði haustið 1995. Endurbótum lokið hjá Ósey vorið 1996 og síðasta áfanga lauk sama fyrirtæki við 17. júní 1997. Þá var hann lengdur og hækkaður og var nánast eins og nýr á eftir.
Nöfn: Vingþór NS 341, Sturlaugur ÁR 77, Guðfinnur KE 19, Bergur Vigfús GK 100, Guðrún HF 112, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og Hannes Andrésson SH 737.
20.03.2013 20:45
Freyr KE 98
![]() |
1286. Freyr KE 98, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 5 hjá Stálsmiðjunni hf. Reykjavík 1972. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 7. jan. 1973. Yfirbyggður 1991. Lengdur í Skotlandi 1995 eða 1996. Seldur til Skotlands 15. mars 1995. Sökk í Norðursjó 1999.
Nöfn: Freyr KE 98, Freyr SF 20, Andromeda FR 594 og Margona FR 594.


















