Færslur: 2013 Mars

08.03.2013 23:03

Bræðrahjálp Sigga Bjarna GK, varðandi Benna Sæm GK, á Hafnarleirnum í dag

Eins og ég sagði frá kl. 20 í kvöld fékk dragnótarbáturinn Benni Sæm GK 26 í skrúfuna á Hafnarleir í dag og í framhaldi af því tók dragnótarbáturinn Siggi Bjarna GK 5 bróðir sinn í tog og komu þeir til Sandgerðis á áttunda tímanum í kvöld.
Þessir bátar eiga eins og margir vita, margt sameiginlegt þeir eru eins og sumir segja systurskip, smíðuð í Kína, en mér finnst réttara að kalla þá bræður, því þeir bera báðir karlkynsnöfn og báðir eru þeir í eigu Nesfisks í Garði.

Á bryggju í Sandgerðishöfn biðu komu þeirra fulltrúi útgerðar og Köfunarþjónusta Sigurðar, en Siggi kafari fór strax í sjóinn eftir að bátarnir voru komnir að bryggju til að losa úr skrúfunni. Reyndist þetta vera veiðarfæri, úr öðru skipi sem var á reki í sjónum og báturinn fékk því í skrúfuna er hann var á þarna á togi. Eða með öðrum orðum draugur, en eins og menn vita þá eru net sem koma svona uppá kölluð drauganet, en ekki veit ég hvað það er kallað þegar um er að ræða hluti úr togveiðarfæri togskips.

Þar sem farið var að rökkva, þegar bátarnir komu að landi tók ég fyrst nokkrar myndir af þeim er þeir voru að nálgast Sandgerði og síðan koma myndir sem ég segi frá í myndtexta.


               2454. Siggi Bjarna GK 5, með 2430. Benna Sæm í togi í átt að innsiglingunni til Sandgerðis og þarna sjáum við Bæjarskerseyri á milli bátanna og lands.


                                 Hérna nálgast þeir merkin, raunar sést eitt þeirra
                      Hér er Siggi Bjarna farinn að beygja inn í innsiglingarennuna


                                 Báðir bátarnir að komast inn í innsiglinguna
                  Hér eru þeir komnir nálægt hvorum öðrum og 1755. Aðalbjörg RE 5, nálgast þá


                                  Hér koma þeir saman inn í Sandgerðishöfn
                 Hér eru bátarnir komnir inn í Sandgerðishöfn og stefna á bryggjuna


            2454. Siggi Bjarna GK 5 (nær) og 2430. Benni Sæm GK 26 (fjær), er þeir eru að komast að bryggju í Sandgerði í kvöld © myndir Emil Páll, 8. mars 2013

08.03.2013 22:45

Tumi BA 900


                     2405. Tumi BA 900 © Floti Tálknafjarðar, Sigurður Bergþórsson, úrklippa úr Morgunblaðinu

08.03.2013 21:45

Hugsanlega er Sölvi Bjarnason BA 65, að draga þarna Guðmund í Tungu BA 214


 


 


               Hugsanlega eru þarna á ferðinni 1556. Sölvi Bjarnason BA 65, að draga 1393. Guðmund í Tungu BA 214, fyrir alllöngu © myndir úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson, ljósm. Þorsteinn Sigurðsson, Steini í Krók

08.03.2013 20:45

Aðalbjörg RE 5, kemur til Sandgerðis í ljósaskiptunum í kvöld

Á sama tíma og bræðurnir Siggi Bjarna og Benni Sæm voru að koma til Sandgerðis þ.e. á áttunda tímanum í kvöld kom Aðalbjörg RE 5 að landi í Sandgerði og tók ég þá þessar tvær myndir, en að auki sést hann með bræðrunum á einhverjum af þeim myndum sem ég birti síðar í kvöld.


 


              1755. Aðalbjörg RE 5, kemur til Sandgerðis í ljósaskiptunum í kvöld © myndir Emil Páll, 8. mars 2013

Af Facebook:

 
Sigurbrandur Jakobsson Þarna var gaman að vera

08.03.2013 20:00

Bræðrahjálp á Hafnarleir: Siggi Bjarna dró Benna Sæm til Sandgerðis í dag

Í ljósaskiptunum í kvöld eða á áttunda tímanum kom Siggi Bjarna GK 5, með bróður sinni Benna Sæm GK 26, í togi til Sandgerðis, en sá síðarnefndi hafði fengið í skrúfuna á Hafnarleirnum í dag. Þrátt fyrir að farið var að rökkva tókst mér að ná nokkrum myndum af bátnum og birti ég þær á ellefta tímanum í kvöld, en hér kemur ein þeirra.


            2454. Siggi Bjarna GK 5, kemur með 2430. Benna Sæm GK 26, til Sandgerðis á áttunda tímanum í kvöld © mynd Emil Páll, 8. mars 2013. Þótt farið hafi að rökkva tókst mér að ná nokkrum myndum og birti ég þær á ellefta tímanum í kvöld.

Af Facebook:

Gísli Aðalsteinn Jónasson Flottir

08.03.2013 18:45

Víkingur III ÍS 280 / Sandgerðingur GK 280

Þessi bátur hefur borið nokkur nöfn og undir síðasta nafninu Valberg II VE 105 var hann brotinn niður í Njarðvikurslipp fyrir nokkrum árum.


                  127. Víkingur III ÍS 280, í Sandgerði © mynd Emil Páll


               127. Sandgerðingur GK 280, í Sandgerði og framan við hann er 910. Vonin II GK 136 © mynd Emil Páll

08.03.2013 17:44

Mummi GK 120


                   76. Mummi GK 120, í Njarðvík © mynd Emil Páll, fyrir all löngu. Þessi bátur sökk er verið var að draga hann erlendis í pottinn, en þá bar hann nafnið Guðrún Björg HF 123

08.03.2013 17:03

Símon GK 350

Þessi bátur hét upphaflega Hólmanes SU 120 og síðan Brimir KE 104


                 101. Símon GK 350, í Grindavík © mynd Emil Páll fyrir xx árum

08.03.2013 16:00

Búrfell KE 140 og Ljósfari GK 184


                    17. Búrfell KE 140, í Njarðvikurhöfn og fyrir aftan hann er 219. Ljósfari GK 184 © mynd Emil Páll, fyrir áratugum

08.03.2013 15:00

Breytingarnar á Ambassador í Njarðvík


 


 

 

             2848. Ambassador, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir Ambassador Akureyri Whale Watching 7. mars 2013

08.03.2013 13:45

Farsæll BA 200


                5101. Farsæll BA 200 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson, ljósm.. Þorsteinn Sigurðsson, Steini í Krók

08.03.2013 12:45

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, út af Garðskaga í gær


 


 


 


 


               2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, út af Garðskaga í gær © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  7. mars 2013

08.03.2013 11:45

Vigri RE 71, út af Garðskaganum í gær


 


 


 


               2184. Vigri RE 71, út af Garðskaganum © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í gær, 7. mars 2013

08.03.2013 11:00

Berglín GK 300 og Sigurborg SH 12


              1905. Berglín GK 300 og 1019. Sigurborg SH 12, á Siglufirði, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 7. mars 2013

08.03.2013 10:00

Sigurbjörg ÓF 1 og Sóley Sigurjóns GK 200

               1530. Sigurbjörg ÓF 1 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 7. mars 2013