Færslur: 2013 Mars

16.03.2013 17:45

Sólborg RE 270


               2464. Sólborg RE 270, í Sandgerði, í dag © mynd Emil Páll, 16. mars 2013

16.03.2013 16:45

Ný yfirbygging frá Sólplasti, senn á förum til Noregs á 3ja systurskipið


                Þetta er einn af hlutunum í yfirbyggingu sem Sólplast í Sandgerði er að smíða fyrir bát í Noregi, sem áður var íslenskur. Hann á tvö systurskip hér á landi sem eru með yfirbyggingu frá Sólplasti - allt um þetta svo og margar myndir til viðbótar á tólfta tímanum í kvöld

16.03.2013 16:00

Stakasteinn GK 132


               1971. Stakasteinn GK 132, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 16. mars 2013

16.03.2013 14:47

Litli Nebbi SU 29 í dag


 


 


                6560. Litli Nebbi SU 29, eins og staðan er í dag hjá Sólplasti, Sandgerði, en áætlað er að ljúka breytingunum fyrir mánaðarmót © mynd Emil Páll, 16. mars 2013

16.03.2013 12:45

Guðmundur VE 29 og Álsey VE 2


               2600. Guðmundur VE 29 og 2772. Álsey Ve 2, út af Malarrifi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is   15. mars 2013

16.03.2013 11:46

Álsey VE 2, í gær


 


                2772. Álsey VE 2, úti af Malarrifi í gær © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  15. mars 2013

16.03.2013 10:45

Guðmundur VE 29, út af Malarrifi í gær


 


 


                2600. Guðmundur VE 29, úti af Malarrifi, í gær © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  15. mars 2013

16.03.2013 10:00

Bjarni Ólafsson AK 70


 


                2287. Bjarni Ólafsson AK 70, út af Malarrifi í gær © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  15. mars 2013

16.03.2013 09:00

Þorsteinn ÞH 360


                 1903. Þorsteinn ÞH 360, á siglingu út af Malarrifi í gær © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  15. mars 2013

16.03.2013 07:44

M-59-G

 

                    M-59-G Þessi er ekki ýkjastór nema hann er yfir 6 metra breiður, net öðru megin og autoline í bakborða og sennilega 14 metra langur © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 15. mars 2013

16.03.2013 07:00

MT-164-V

 

             MT-164-V  Þessi er ekki stór eða þó. 14,88 metra langur rúmlega 5 metra langur. © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi  15. mars 2013

15.03.2013 23:02

Ásgeir Magnússon GK 59 / Binni í Gröf KE 127 og fimm önnur fiskiskip

Þessi syrpa er svolítið öðruvísi en aðrar sem ég hef komið með. Fyrst er það syrpa um sama bátinn undir tveimur nöfnum og síðan koma tvær myndir þar sem báturinn kemur fram undir síðara nafninu og á báðum myndunum eru aðrir bátar. Því má segja að í þessari syrpu komi fram: 419. Ásgeir Magnússon og  GK 59 ,419. Binni í Gröf KE 127 og með Binna í Gröf sjást að auki á þessum tveimur myndum bátarnir: 630. Sæbjörg KE 93, 58. Óli í Toftum KE 1, 500. Gunnar Hámundarson GK 357, 929. Svanur KE 90 og 1170. Sæþór KE 70


                                            419. Ásgeir Magnússon GK 59


               419. Binni í Gröf KE 127 að koma inn til Keflavíkur, en því miður hefur þessi græni litur yfirtekið filmuna á þeim tíma sem þær hafa verið óskannaðar og þrátt fyrir tilraunir mínar tókst mér ekki að ná honum betur en þetta.


                         419. Binni í Gröf KE 127 og 630. Sæbjörg KE 93, í Keflavíkurhöfn


             500. Gunnar Hámundarson GK 357, 929. Svanur KE 90, 1170. Sæþór KE 70, 419. Binni í Gröf KE 127 og 58. Óli í Toftum KE 1, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 1977 eða 78

15.03.2013 22:47

10 milljarða rannsóknaskip

 
Teikning af nýja norska rannsóknaskipinu Dr. Fridtjof Nansen.
 

Norðmenn láta smíða nýjan Dr. Fridtjof Nansen til þróunaraðstoðar.

 

Norsk stjórnvöld ætla að láta smíða nýtt hafrannsóknaskip sem áætlað er að kosta muni um 450 milljónir norskra króna eða jafnvirði rétt tæplega 10 milljarða íslenskra. Skipið fær nafnið Dr. Fridtjof Nansen og leysir af hólmi annað rannsóknaskip með sama nafni sem Norðmenn hafa haldið úti til hafrannsókna úti fyrir ströndum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku sem þróunaraðstoð við þjóðir viðkomandi ríkja.  

Í vikunni voru undirritaðir samningar við Skipsteknisk AS í Álasundi um hönnun skipsins en sjálf smíðin verður boðin út í haust og gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið árið 2016. 

Skipið verður 70 metra langt og 18 metra breitt. Í því verður svefnrými fyrir 45 menn í 32 káetum. Þar verða sjö rannsóknastofur og að sjálfsögðu öll nýjasta tækni. Til samanburðar má nefna að eldra rannsóknaskipið með sama nafni var 57 metra langt og 12,5 metra breitt. 

15.03.2013 22:45

Trúlega Hegri KE 107 sem síðar varð Hellisey VE og kvikmyndin Djúpið var gerð um


                    Ég er ekki alveg klár á því hvaða bátur sá fremri er og er þarna að koma inn til Keflavíkur, en margt bendir til að þetta sé 848. Hegri KE 107, sem síðar varð Hellisey VE 503 og fórst við Eyjar og kvikmyndin Djúpið var gerð um © mynd Emil Páll, trúlega á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar.

15.03.2013 21:45

Jóhann KE 25, Andvari ÍS 56 o.fl.


 


                  485. Jóhann KE 25 ( sá guli), 281. Andvari ÍS 56 ( sá grái) o.fl. í Keflavíkurhöfn


                  485. Jóhann KE 25, til hliðar við Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1977 - 1980