Færslur: 2013 Mars

13.03.2013 07:06

Mokveiði úr vestangöngunni í Breiðafirði

Heimasíða HB Granda, í gær:

Lundey NS.

Lundey NS.
 

,,Það er greinilega mikið magn af loðnu sem er að koma suður með Vestfjörðum og inn í Breiðafjörðinn. Það var mokveiði í gær og einnig í nótt og lóðningarnar eru þær bestu sem ég hef séð á vertíðinni,“ segir Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, sem nú er á leið til löndunar á Vopnafirði með um 1.450 tonna afla. Bjóst hann við því að vera í höfn um kl. 22 í kvöld.


Arnþór segist hafa verið að veiðum norðarlega í mynni Breiðafjarðar og það sé ljóst að loðnan hafi verið á suðurleið.


,,Það er engin spurning um að hér er um vestangöngu að ræða. Mér skilst að hrognafyllingin sé um 26% og þroski hrognanna um 80-90% og það er allt annað en í loðnunni sem flotinn hefur fylgt með suðurströndinni og inn í Faxaflóann síðustu daga og vikur. Þá er stærðin önnur. Við vorum að veiða loðnu, sem taldi 30-35 stykki í kílóinu, en meðaltalið nú er um 44 stykki í hverju kílói,“ segir Arnþór.


Að sögn hans hafa menn lengi haft spurnir af því að töluvert hafi orðið vart við loðnu á Vestfjarðamiðum og nú síðast út af Víkurálnum. Hún er nú að skila sér suður eftir og þessi ganga ætti að geta lengt vertíðina í einhverja daga.


,,Veiðin var alveg dottin niður áður en þessi ganga fannst og því er þetta kærkomin viðbót,“ segir Arnþór en í máli hans kemur fram að sömuleiðis sé ljóst að töluvert sé af loðnu fyrir Norðurlandi en eins og vertíðin hafi þróast þá hafi menn ekki gefið sér tíma til að leita að henni.


Aflinn, sem Arnþór og hans menn fengu í Breiðafirðinum, fékkst í þremur köstum og var það stærsta um 650 tonn. Fá loðnuskip eru nú á miðunum enda eru þau flest á leið til hafnar með fullfermi.

13.03.2013 06:53

Smábátar á Fáskrúðsfirði í gær


 


                  Frá Smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði í gær © myndir Óðinn Magnason, 12. mars 2013

12.03.2013 23:04

3 skip: Núverandi og fyrrverandi Hákon og Vilhelm Þorsteinsson, samtímis í Helguvík

Skömmu eftir hádegi í dag er Erika GR 18-119 kom til Helguvíkur til löndunar voru þar fyrir önnur tvö skip sömu erinda. Svo skemmtilega vildi til að þarna voru samtímis auk Vilhelms Þorsteinssonar EA 11, núverandi og fyrrverandi Hákon, þ.e. Hákon EA 148 og Erika, sem hét fyrst Hákon ÞH 250.

Hér koma myndir af skipunum þremur frá mismunandi sjónarhornum. Fyrst aðeins tvö þeirra og síðan öll þrjú.


                            2407. Hákon EA 148 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


                                   2407. Hákon EA 148 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


                            2407. Hákon EA 148 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


                         2407. Hákon EA 148 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


             Hér eru þau öll þrjú: 2407. Hákon EA 148, 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK og Hákon ÞH 250


          Hér eru skipin þrjú frá öðru sjónarhorni: 2407. Hákon EA 148, 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK og Hákon ÞH 250
         
                                     Í Helguvík í dag © myndir Emil Páll, 12. mars 2013

12.03.2013 22:45

Þyrla í lágflugi í Njarðvíkurhöfn í dag

Eins og sjá má á myndunum sem ég tók frá Keflavíkurhöfn í dag, virðist sem þyrla frá Gæslunni hafi stoppað ansi í miklu lágflugi yfir skipi í Njarðvíkurhöfn. Hafði ég því samband við nokkra sem þar voru við vinnu á þessum tíma og bar þeim saman að það hefði verið skipið 971. Fram ÍS 25 sem vakti forvitni gæslunnar, en hlerinn var opinn meðan þyrlan var stopp fyrir ofan bátinn, en síðan lokað þegar flogið var burt. Samkvæmt vef gæslunnar var farið eftirlits- og lögregluflug í dag og því spurning hvort þetta tengist því og þá hvernig.


                Hlerinn var opinn á þyrlunni meðan hún var þarna rétt niður við Fram ÍS 25 í Njarðvíkurhöfn í dag


            Hér hefur þyrlan hækkað flugið en þó ekki búin að loka hleranum © myndir Emil Páll, teknar frá Keflavíkurhöfn í dag, 12. mars 2013

12.03.2013 21:45

Hilmir ST 1


                 7456. Hilmir ST 1, að koma inn til Hólmavíkur © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  11. mars 2013

12.03.2013 20:49

Arctic Star farið til Noregs

Á áttunda tímanum í kvöld fór Arctic Star sem legið hefur í Njarðvík síðan í haust, áleiðis til Tromsö í Noregi undir skipstjórn Ölvers Guðnasonar og með honum fóru Ólafur Svan og Hlynur Þór Birgisson. Áætlar Ölver að siglingin út taki frá fjórum og upp í fimm og hálfan sólarhring. Ölver mun verða eftir í Noregi, en þar hefur hann starfað sem skipstjóri frá árinu 2009 og nokkur boð bíða eftir honum um skipstjórn ytra.

Eigendur Arctic Star eru þeir sömu og eiga Polaris, sem er gamli Ólafur Tryggvason SF 60. Sigldi Ölver honum sem skipstjóri er hann fór fyrst til Noregs. Bátarnir eru í þjónustu við olíuleitarskip og rannsóknarskip. Þetta fyrirtæki á þrjá aðra báta, Hvitbjörn, gamlan hvalfangara, Meridian og Stålbas sem er gamalt varðskip.

Skipstjóri þessa báts frá upphafi er og verður Ómar Erlingsson.


             Áhöfn Arctic Star, er þeir fóru í kvöld frá Njarðvík. F.v. Ólafur Svan, Hlynur Þór Birgisson og Ölver Guðnason, skipstjóri


 


                Arctic Star ex 1291. Sæþór EA 101, Arnar SH 157 o.fl., bakkar frá bryggjunni í Njarðvík í kvöld © myndir Emil Páll, 12. mars 2013

Af Facebook:

Guðni Ölversson Þetta eru flottar myndir Emil. Virkilega gaman að þessu.
 
Emil Páll: Svo furðulegt sem það nú sé, þá gerðist það þegar ég leiðrétti nafnið á skipinu, en hafði gleymt fyrra C í því, að kerfið tók út þá sem höfðu Like færsluna en það voru Guðni Ölversson og níu aðrir.
 

12.03.2013 20:26

Víkingur KE 10 dró Skvettu SK 7 frá Bíldudal til Reykjanesbæjar

Þessa stundina eru Skvetta SK 7 og Víkingur KE 10 að koma frá Bíldudal til Reykjanesbæjar, en Víkingur dregur Skvettur, ekki er það þó vegna bilunar í Skvettu, heldur af hagkvæmisástæðum þar sem báðir voru að fara sömu leiðina og voru á vegum sömu útgerðar. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort Víkingur fer í Grófina og Skvetta til Njarðvíkur og því nota ég orðið Reykjanesbæjar. Ef Skvetta fer til Njarðvíkur er hún að fara til nýrrar heimahafnar, því eins og ég sagði nýlega frá hér á síðunni þá náðist dómssátt í gömlu þrætuepli um að Þorgrímur Ómar Tavsen sem býr í Njarðvik væri eigandi bátsins. Báturinn hefur hinsvegar verið í leigu að undanförnu.

Þar sem rökkvið er orðið algjört verða myndir að bíða betri tíma en í staðinn birti ég myndir úr safni mínu.

 


                1428. Skvetta SK 7, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011


 


                 2426. Víkingur KE 10, í kemur inn í Grófina © myndir Emil Páll, 15. feb. 2013


Af Facebook:

Þorgrímur Ómar Tavsen Þá er þessi elska komin til mín ;-)

 

12.03.2013 20:07

Frigg ST 69


                  7363. Frigg ST 69, Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 11. mars 2013

12.03.2013 18:45

Erika GR 18-119 í Helguvík í dag

Á 12. tímanum í kvöld birtist stutt en nokkuð skemmtileg myndasyrpa sem ég tók í dag í Helguvík, eitt þessara skipa er það sem birtist nú mynd af.


                    Erika GR 18-119, sem einu sinni hét 1807. Hákon ÞH 250, er hluti af syrpu sem birtist hér á  tólfta tímanum í kvöld. © mynd Emil Páll, 12. mars 2013, en mynd þessa tók ég í dag er hann kom til Helguvíkur.

12.03.2013 17:45

Hraunsvík GK 75, í dag


 


 


 


               1907. Hraunsvík GK 75, að koma inn til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 12. mars 2013

12.03.2013 16:45

Tungufell BA 326, að koma inn til löndunar í Keflavík, í dag


 


 


                1639. Tungurfell BA 326, kemur inn til löndunar í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 12. mars 2013

12.03.2013 16:00

Hafbjörg ST 77


 


                  2437. Hafbjörg ST 77, að koma inn til Hólmavíkur © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  11. mars 2013

12.03.2013 14:47

Hákon EA 148 á veiðum í Breiðafirði


                 2407. Hákon EA 148, á veiðum í Breiðafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  11. mars 2013

12.03.2013 13:45

Huginn VE 55


                2411. Huginn VE 55 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  11. mars 2013

12.03.2013 12:45

Hafsteinn SK 3, í Gullvagninum i morgun

 


                 1850. Hafsteinn SK 3, í Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í morgun © myndir Emil Páll, 12. mars 2013