Færslur: 2013 Mars

04.03.2013 10:22

Ásdís RE 10

                            2596. Ásdís RE 10 © mynd Emil Páll í ágúst 2009

04.03.2013 09:45

Grunnvíkingur HF 163, einn af bátunum frá Sólplasti


                  2595. Grunnvíkingur HF 163, einn af bátunum sem Sólplast smíðaði á sínum tíma © mynd Emil Páll

04.03.2013 07:51

Þrymur BA 7


              1638. Jón Þórðarson BA 180 © mynd af úrklippu úr Morgunblaðið 17. nóv. 1982 úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

04.03.2013 06:54

Fullt af sjóreknum golþorskum vestan við Landeyjahöfn

mbl.is:

Í Landeyjafjöru. stækkaÍ Landeyjafjöru. mbl.is/RAX
 

„Það er óvenjulegt að það komi svona mikið,“ sagði Viðar Bjarnason, bóndi á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum, um þorsk sem rak á Bakkafjöru.

Fjölskylda hans fór á fjöruna á föstudag og náði þónokkuð miklu af reknum golþorski.

Fyrir fjórum dögum var gríðarlegt hafrót við ströndina. Í kjölfarið bárust fregnir af dauðum þorski í Landeyjahöfn. Á Bakkafjöru vestan við höfnina var mikið af reknum þorski. Fuglinn var búinn að spilla sumum fiskanna.

04.03.2013 06:42

Hjörtur NS 98


                   1537. Hjörtur NS 98, í Bolungarvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, sumarið 2006

03.03.2013 23:05

Myndasyrpa (eða pússluspil með myndum ) af breytingum á Littla Nebba SU 29 hjá Sólplasti

Mikið grín var í orðunum þegar Kristján Nielsen sendi mér óvænt þessa myndasyrpu sem hann hefur tekið sjálfur af breytingunum á Litla Nebba, í Sólplasti í Sandgerði. Já húmorinn var í góðu lagi hjá Sjána og því lét hann fylgja með þrjár myndir af mér og vini mínum sem kom með mér í heimsókn til Sólplasts fyrir helgi og þar smellti hann þessum myndum sem koma neðst.
Myndirnar af bátnum eru langt í frá að vera í réttri röð, en inn á milli sést þar sem verið er að máta nýju síðurnar við bátinn, en þær eru smíðaðar sér og síðan eru þær setta ár, en áður þarf að gera ýmsar aðrar lagfæringa. Þetta er því eins og pússluspil sagði einn af lesendum síðunnar og til að hafa smá húmor yfir þessu þá skulum við segja að syrpa sú sem nú kemur er sannarlega eins og pússl, sem þó má raða í rétta röð. Yngstu myndirnar eru frá því á föstudag og sýna þær bátinn eins og hann mun líta út og myndasmiðurinn er Kristján Nielsen


                  Jæja lesendur góðir, vonandi hafið þið gaman að því að pússla, því það þarf að takast ef menn vilja sjá hvernig verkið hefur gengið fyrir sig, því þó myndirnar sýna ferilinn að mestu eru þær langt í frá í réttri röð.

Þegar Kristján talaði við mig í kvöld um myndirnar hafði hann mest gaman að því að sjá hvað ég myndi segja um þessar myndir sem hann tók af mér og vini mínum Stefáni Jóni Friðrikssyni sem spurði mikið um hvað hann væri að gera við bátinn og er nema von að hann hafi spurt af því.


        
                     Að loknu pússlinu og góðum húmor © myndir Kristján Nielsen, hjá Sólplasti, 2013

03.03.2013 22:32

Hjörtur NS 98


                   1537. Hjörtur NS 98, í Bolungarvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, sumarið 2006

03.03.2013 21:45

Guðmundur VE 29, í slipp í Reykjavík

                 2600. Guðmundur VE 29, í slippnum í Reykjavík © mynd Emil Páll, í maí 2009

03.03.2013 21:00

Snorri KE 131 og Gæfa KE 111 í Dráttarbraut Keflavíkur

 

                  558. Snorri KE 131 og 512, Gæfa KE 111, í Dráttarbraut Keflavíkur hf. fyrir tugum árum, já það mörgum árum að síðan er búið að fjarlægja slippinn og byggja þarna smábátahöfnina í Grófinni © mynd Emil Páll

03.03.2013 20:27

Syrpa með nýjum myndum af Litla Nebba

Hér kemur ein mynd frá Litla Nebba, en á tólfta tímanum í kvöld birtist löng syrpa sem Kristján Nielsen hefur tekið sjálfur við verkið og eru þær síðustu frá föstudegi, en hann var að prófa nýju síðurnar.


                 6560. Önnur síðan mátuð á Litla Nebba SU 29, í Sólplasti sl. föstudag © mynd Kristján Nielsen, 1. mars 2013 - nánar í langri syrpu á tólfta tímanum í kvöld

03.03.2013 19:00

Adrar í Dakhla í morgun

Hér sjáum við skipið sem þeir félagar Baldur Sigurgeirsson og Svafar Gestsson eru á, en þessa mynd tók Baldur í morgun og fylgdi með þessi texti, frá Baldri:

Erum á ankeri utan við Dakhla. Ég og Einar stýrimaður fórum 2 ferðir á MOB bátnum í land. Fyrst til að ná í vistir og seinni ferðin til að skila af okkur laumufarþega sem hér fannst í morgun. Það var nokkur vindur,ansi hlýr, og báturinn lét illa, samt reyndi ég að taka mynd af dallinum. Var reyndar bara með símann á mér. Þetta var útkoman. Annars liggur vel á öllum í sólinni hér í W.Sahara.


                Adrar í Dakhla, í morgun © mynd Baldur Sigurgeirsson, 3. mars 2013

03.03.2013 18:47

Einar Sigurjónsson


                   2593. Einar Sigurjónsson, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 2008

03.03.2013 18:22

Fyrrverandi Baldvin þorsteinsson verður keyptur fyri Vesturvón

Af síðu Jóannis Nielsen
Fyrrverandi íslendski trolarin Baldvin þorsteinsson verður keyptur fyri Vesturvón. Baldvin þorsteinsson er bygdur í 1994 í Flekkefjord í Norra, hann er góðar 85 m langur og 14 m breiður.

Skipið, sum nú er heimahoyrandi í Týsklandi, kemur til Føroyar í summar, tað verða gjørdar nakrar ábøtur á skipið m.a. skal fabrikkin skiftast út.

 

 

03.03.2013 17:46

Helgi S. KE 7


                 76. Helgi S. KE 7 © mynd Emil Páll, sökk á leiðinni í pottinn fyrir nokkrum árum, sem Guðrún Björg HF 125

03.03.2013 16:41

Gunnjón GK 506


                     1625. Gunnjón GK 506, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll