Færslur: 2013 Mars

12.03.2013 11:45

Vikingbank / Quo Vadis / Jón Sigurðsson GK 62

Í gærdag rakst Baldur Sigurgeirsson á bátinn Vikingbank í Dakla í Morokko, sem einu sinni var gerður út hérlendis undir nafninu Jón Sigurðsson GK 62. Birti ég því mynd Baldurs síðan í gær og síðan eina mynd undir öðru nafni og einnig mynd af honum þegar hann kom í fyrsta sinn til Grindavíkur.


                 Vikingbank ex ex 2275. Jón Sigurðsson GK 62,  í Dakla, í Morokko í gær © mynd Baldur Sigurgeirsson, 11. mars 2013


           Quo Vadis R-86-K ex 2275. Jón Sigurðsson GK 62 © mynd MarineTraffic, Bjoern Hansen


                2275. Jón Sigurðsson GK 62, kemur í fyrsta sinn til Grindavíkur © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur, ljósm: Snorri Snorrason

12.03.2013 10:45

Beitir NK 123, með gott kast


 

                              2730. Beitir NK 123, með gott kast á síðunni
 


                2730. Beitir NK 123 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is   11. mars 2013

12.03.2013 10:08

Fönix ST 177


                177. Fönix ST 177, Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  11. mars 2013

12.03.2013 08:45

Bjóðin í land


                  Bjóðin í land á Hólmavík © Jón Halldórsson, holmavik.123.is,   11. mars 2013

12.03.2013 07:45

Nanna ÍS 321


                6641. Nanna ÍS 321 í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 11. mars 2013

12.03.2013 07:14

Mokafli hjá loðnuskipunum á miðjum Breiðafirði: Nýtt líf í veiðarnar með vestangöngu

mbl.is í morgun:

Loðnuskipin moka upp afla á Breiðafirði. stækkaLoðnuskipin moka upp afla á Breiðafirði. mbl.is/Börkur
 

Léttara var yfir loðnusjómönnum í gær en í fyrradag. Þeir fóru úr lokahljóði í mokveiði á einni nóttu. „Þetta eru bestu lóðningar sem við höfum séð á vertíðinni,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Aðalsteini Jónssyni SU.

Hann var þá í mokveiði á miðjum Breiðafirði. Veiðin var eins mikil og næturnar réðu við.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, hafði þær fréttir frá sínum mönnum á Guðmundi VE að ný loðnuganga virtist vera á ferðinni. Loðnan er smærri en sú sem kom að austan og segir hann að það bendi til vestangöngu. Þorsteinn er sömu skoðunar. Segir að loðnan virðist ganga suður Breiðafjörðinn.

12.03.2013 07:10

Stillum veiðunum í hóf til að hafa ferskt hráefni

mbl.is. í morgun:

Kleifabergi RE-7 stækkaKleifabergi RE-7 mbl.is
 

„Það er einfalt, hér er miklu meira en nóg,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi RE-7, sem er að veiðum í Barentshafi. „Það er mikið af fiski og mjög góður fiskur. Hann er fullur af hrognum.“

Kleifabergið er sunnarlega í Barentshafi, á svonefndum Lófótenmiðum. Í Morgunblaðinu í dag segir Víðir að fá skip séu þar að veiðum en nú sé komið annað íslenskt skip. Hinir íslensku togararnir eru norðar í Barentshafi. „Við reynum að stilla veiðunum í hóf til að hafa hráefnið alltaf ferskt.“

Lækkandi verð á afurðum kemur illa við skipverja og útgerð Kleifabergsins, eins og aðra. Víðir ber saman tvo túra með árs millibili. „Í byrjun árs í fyrra fór Kleifabergið á þetta svæði og fiskaði fullfermi sem lagði sig á 298 milljónir. Nákvæmlega tólf mánuðum síðar fórum við á sama svæði og sigldum heim með fullfermi en sá túr lagði sig á 216 milljónir.“

12.03.2013 07:07

Óvíst um komu Skálabergs RE

mbl.is:, 4. mars sl.

Skálabergið, nýjasta viðbótin við flota frystitogara Íslendinga liggur enn í höfn á Kanaríeyjum. stækkaSkálabergið, nýjasta viðbótin við flota frystitogara Íslendinga liggur enn í höfn á Kanaríeyjum.
 

Óvíst er hvort eða þá hvenær frystitogari Brims hf., Skálaberg RE-7, kemur til landsins.

„Miðað við stöðuna í dag þá er ekki lengur rekstrargrundvöllur fyrir frystitogara, hvað þá ef nýja fiskveiðistjórnunarfrumvarpið fer í gegn,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. „Við héldum að þetta umhverfi yrði lagað. Það eru bara ákveðin útgerðarfyrirtæki sem borga veiðigjöld og önnur gera það ekki nema að hluta eða alls ekki. Við lendum mjög illa í því.“

Guðmundur sagði að yrði rekstrarumhverfið ekki lagað þá horfði illa fyrir þeim sem þyrftu að borga fullt gjald. Hann sagði að undanfarið hefði aðallega verið fjölgað smábátum, t.d. strandveiðibátum, á miðunum en þeir þyrftu ekki að borga veiðigjald. Sama gilti um þá sem væru með „réttar“ skuldir miðað við veiðigjaldsformúluna. Loks fengi allur uppsjávarflotinn ívilnanir gagnvart veiðigjaldi því þorskígildisstuðullinn fyrir uppsjávartegundirnar væri svo vitlaus.

12.03.2013 06:49

Lómur SH 177


              1156. Lómur SH 177 © úrklippa úr Morgunblaðinu 15. júní 1996, úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson

11.03.2013 23:03

Niðurrif 8 skipa (mínus) eitt sem sökk á leiðinni

Hér kemur syrpa með myndum af 8 skipum sem fóru eða áttu að fara í pottinn, bæði innanlands sem erlendis. Eitt þeirra komst ekki alla leið heldur sökk á leiðinni. Myndasmiður myndanna er Þorkell Hjaltason og hefur hann heimilað mér að birta þær og sendi ég honum því kærar þakkir fyrir.

Skip þau sem fjallað verður um eru: Guðrún Björg HF 125, Surprise HF 8, Aðalvík SH 443, Óskar RE 157, Súla EA 300, Sæberg HF 224, Karlsey og Gréta SI 71 og birtast mismargar myndir af hverju skipi, en allt um það hér kemur þetta:

                        76. Guðrún Björg HF 125


                Hér á neðstu myndinni er 76. Guðrún Björg HF 125, að leggja af stað frá Hafnarfirði, en förinni var heitið til Belgíu og dró togarinn Gréta SI 71, bátinn. Ekki komst hann þó á leiðarenda því hann sökk út af Aberdeen.

                                         137. Surprise HF 8

                 Þessar myndir voru teknar af 137. Surprise HF 8, þann 14. febrúar sl. en þá var hann kominn upp í rennu þá sem vinnuvélar áttu að taka til óspiltra málanna og brjóta hann niður í Hafnarfirði og sjálfsagt er því verki lokið eða a.m.k. komið langt

                                   168. Aðalvík SH 443


                   168. Aðalvík SH 443, bíður þess á Seyðisfirði, að Óskar RE 157 taki hann í tog og dragi með sér til Belgíu.                  Hér eru þeir búnir að rífa allt ofan af Aðalvíkinni í Belgíu, árið 2011

                                   962. Óskar RE 157
962. Óskar Halldórsson RE komin til Belgíu 2011 og búið að klippa mest allt ofan af honum

                                   1060. Súlan EA 300
             Hér er verið að ferma Súluna á Ólafsfirði af brotajárni fyrir förina út
                Beðið eftir að verkið hefjis í Ghent, í Belgíu, árið 2010, neðri myndinn er tekin ofan af stýrishúsi Súlunnar             Búið að rífa mikið ofan af 1060. Súlunni EA 300 í Ghent, í Belgíu, árið 2010

                                  1143. Sæberg HF 224


                  1143. Sæberg HF 224, komið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og bíður niðurifsins


                1143. Sæberg HF 224, var rifið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og hér er búið að opna það til að fjarlægja ljósavélina o.fl.


                             Sæbergið komið á hliðina í Njarðvíkurslipp

                                    1400. Karlsey


                                           1400. Karlsey í Hafnarfjarðarhöfn


                               Það var ekki mikið eftir af Karlseynni, 14. febrúar 2013

                                     1484. Gréta SI 71
                                           1484. Gréta SI 71, áður en lagt var í hann


                    Hér leggur Gréta SI 71 af stað úr Hafnarfirði með Guðrún Björgu HF 125 í togi


                   1484. Gréta SI komin til Ghent í Belgíu og bíður niðurrifs í janúar 2009


                                 Langt komið með að rífa 1484. Grétu SI 71. í Belgíu


                                         © myndir Þorkell Hjaltason

11.03.2013 22:45

Sæskel ÞH 16


                 6996. Sæskel ÞH 16, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. mars 2013

11.03.2013 21:45

Frá Stykkishólmi


               Frá Stykkishólmi © mynd Símon Már Sturluson, 10. mars 2013

11.03.2013 20:45

Islenskur / norskur / Íslenskur

Þessi bátur sem skráður er í Noregi hefur ýmsar tengingar við Ísland. Hann er framleiddur hjá Trefjum  í Hafnarfirði og ekki bara það því útgerðarmaður hans, er fyrrum útgerðarmaður að mig minnir á Patreksfirði, sem flutti bát sinn Selmu Dögg til Noregs fyrir nokkrum misserum, þar sem hann gerði hann út.


              Aldís Lind, af gerðinni Cleopatra 50, frá Trefjum í Hafnarfirði, í Hafnarfjarðarhöfn í gær © mynd Emil Páll, 10. mars 2013. Samkvæmt mínum fréttum mun báturinn fara til Noregs núna næstu daga, hugsanlega á morgun eða miðvikudaginn.

 

11.03.2013 19:45

Birgir ÞH 323


 


 


 


 


 


 


                  2005. Birgir ÞH 323, að koma inn til Sandgerðis í dag © myndir Emil Páll, 11. mars 2013

11.03.2013 19:00

Örn KE 14


 


 


                 2313. Örn KE 14, að koma inn til Sandgerðis í dag © myndir Emil Páll, 11. mars 2013