Færslur: 2013 Mars

14.03.2013 10:45

Mávur SI 90 og Múlaberg SI 22


                 2795. Mávur SI 90 og 1281. Múlaberg SI 22, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. mars 2013

14.03.2013 09:45

Steini Vigg SI 110 og Elva Björk SI 84

 

                 1452. Steini Vigg SI 110 og 1992. Elva Björg SI 84 á Siglufirði © mynd  Hreiðar Jóhannsson, 13. mars 2013

14.03.2013 08:45

Múlaberg SI 22, Frosti ÞH 229 og Berglín GK 300

 

              1281. Múlaberg SI 22, 2433. Frosti ÞH 229 og 1905. Berglín GK 300  á Siglufirði © Hreiðar Jóhannsson, 13. mars 2013

14.03.2013 08:14

Litlu munaði að olíuskip og loðnuskip lentu í árekstri undan Reykjanesinu

visir.is:

 
Litlu munaði að olíuskip og loðnuskip lentu í árekstri undan Reykjanesinu

Minnstu munaði að 29 þúsund tonna erlent olíuskip og íslenskt loðnuskip lentu í árekstri norður af Garðskaga á Reykjanesi snemma í gærmorgun, en skipstjóra olíuskipsins tókst að sveigja hjá loðnuskipinu og fara í þröngan hring aftur fyrir það.

Þetta var á skýrt aðskildum siglingaleiðum fyrir Reykjanesið og reyndi erlendi skipstjórinn fyrst að kalla loðnuskipið upp, en fékk ekki svar. Þá hafði hann samband við stjórnstöð Gæslunnar, sem reyndi að kalla skipstjóra loðnuskipsins upp á neyðarrásinni 16, en hann svaraði ekki heldur þar.
 

14.03.2013 08:00

Glaðbeittir

 

                 Glaðbeittir octopus veiðimenn © mynd Svafar Gestsson, 10. mars 2013

14.03.2013 07:00

Einn af tjörustömpunum


                  Einn af tjörustömpunum frá Dakhla © mynd Svafar Gestsson, 3.  mars 2013

 

13.03.2013 23:39

Hér er óhemjumagn af fiski

Heimasíða HB Granda, í dag:

 

Venus HF.
Venus HF.

Einir sex íslenskir frystitogarar hafa að undanförnu verið að veiðum í norskri og rússneskri lögsögu í Barentshafi. Eitt þessara skipa er Venus HF og að sögn Haraldar Árnasonar, sem er skipstjóri í veiðiferðinni, er óhemjumagn af fiski á helstu miðum, s.s. á svokölluðu Malagagrunni og Fugleyjarbanka í norsku lögsögunni þar sem íslensku skipin hafa mest verið að veiðum.

,,Þorskkvótinn í Barentshafi var aukinn um 200 þúsund tonn og eitthvað hafa menn haft fyrir sér varðandi þá ákvörðun. Það er a.m.k. ljóst að það er nóg af þorski og helsta vandamálið er að það getur verið erfitt að tempra aflann. Okkar draumaskammtur þegar við erum að vinna þorskinn roðlausan og beinlausan er um átta til tíu tonn í holi en það þýðir ekkert að treysta aflanemunum eða öðrum tækjum. Maður verður að treysta á hyggjuvitið. Stundum fæst lítið en svo getur innkoman í trollið verið mjög mikil,“ segir Haraldur.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem fylgist með fréttum af sjávarútvegi, að verð á þorski hefur farið lækkandi á mörkuðum og mest verðlækkun hefur orðið á stærri þorski. Haraldur segir þessa þróun vera slæma, ekki síst vegna þess að meðalþyngdin á þorskinum í Barentshafi sé að hækka.

,,Við erum að fá mikið af þorski sem er fimm til sex kíló að þyngd upp úr sjó. Á sama tíma og þorskurinn fer stækkandi þá kallar markaðurinn á smærri þorsk,“ segir Haraldur.

Venus fór frá Íslandi 16. febrúar sl. og veiðar hófust á aðfararnótt 20. febrúar. Er rætt var við Harald fyrr í dag var aflinn kominn í 750 tonn af óslægðum þorski upp úr sjó. Meðaflinn var 190 tonn af ýsu og lítilræði af karfa. Í fyrri veiðiferð skipsins í Barentshafið var aflinn samtals rúmlega 1.280 tonn upp úr sjó og þar af voru rúmlega 1.000 tonn af þorski þannig að ekki vantar mikið upp á að það aflamagn náist í yfirstandandi veiðiferð.


Að sögn Haralds gilda þær reglur í norsku lögsögunni að meðafli með þorskinum má nema allt að 30% af ýsu og ufsa en hlutfallið fyrir karfa og grálúðu er mun lægra. Í Rússnesku lögsögunni má hlutfall aukaafla sömuleiðis nema 30% en sú breyting var þó gerð á milli ára að hlutfall ýsu í heildaraflanum má ekki vera nema 10%.


Íslensku skipin eru nú flest að veiðum út af nyrsta hluta Noregs eða í nágrenni Kirkenes. Auk Venusar hafa Kleifaberg og Mánaberg verið að veiðum í norsku lögsögunni. Þór er á leiðinni yfir í rússnesku lögsöguna eftir að hafa veitt kvóta sinn í þeirri norsku og Málmey er á leiðinni á sama veiðisvæði og Venus er nú á. Þá er Gnúpur á heimleið eftir að hafa náð kvóta sínum.

13.03.2013 23:01

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér birtist syrpa af myndum af Vilhelmi Þorsteinssyni EA 11, sem þeir á Faxa RE 9, hafa tekið á mismunandi tímum á yfirstandandi loðnuvertíð.
                  2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, á loðnumiðunum, á yfirstandandi loðnuvertíð © myndir Faxagengið, faxire9.123.is

13.03.2013 22:40

Múlaberg SI 22


                1281. Múlaberg SI 22, Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. mars 2013

13.03.2013 22:00

Berglín GK 300 á Siglufirði


                1905. Berglín GK 300, á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. mars 2013

13.03.2013 20:45

Frosti ÞH 229, við bryggju og á útleið


                         2433. Frosti ÞH 229, við bryggju á Siglufirði


                 2433. Frosti ÞH 229, á útleið frá Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, í dag, 13. mars 2013

13.03.2013 19:45

Fleiri myndir frá breytingunum á Ambassador


 


 


 


 

 

                    2848. Ambassador.  Breytingar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir af Fb síðu Ambassador Akureyri Whale Watching,  13. mars 2013

13.03.2013 19:14

Hlustaði ekki á neyðarrásina

mbl.is:

Varðskip á siglingu. stækkaVarðskip á siglingu. mbl.is/Brynjar Gauti

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hóf í morgun eftirgrennslan að fiskibát sem datt úr ferilvöktun. Var einn maður um borð í bátnum. Varðstjórar reyndu að ná sambandi við bátinn í gegnum talstöðvar og síma en það bar ekki árangur, ekkert var vitað um afdrif bátsins. Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar.

Þar segir, að haft hafi verið samband við nokkur símanúmer sem séu skráð á bátinn og reyndist þ.á.m. vera símanúmer hjá aðstandanda skipverjans sem varð að vonum órólegur við að heyra að verið væri að grennslast fyrir um bátinn.

Gæslan segir að sem betur fer hafi teksit að ná sambandi við bátinn og endaði málið farsællega.

„Atvik þetta er ekki einsdæmi og brýna því varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fyrir sjófarendum að hafa kveikt á og fylgjast með ferilvöktunarbúnaði auk þess að hlusta ætíð á neyðarrás 16,“ segir á vef Landhelgisgæslunnar.

13.03.2013 19:11

Draugaskipið enn á floti ?

mbl.is:

Til að gera grein fyrir fjarlægðum þá eru þessar staðsetningar neyðarsendanna það langt suður af ... stækkaTil að gera grein fyrir fjarlægðum þá eru þessar staðsetningar neyðarsendanna það langt suður af Íslandi að TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar gæti flogið á svæðið en hefði engan tíma aflögu fyrir eftirgrennslan og leit áður en halda yrði til baka. AFP
 

Landhelgisgæslunni bárust í dag upplýsingar um að annar neyðarsendir sem tilheyrir draugaskipinu Lyubov Orlova hafi farið í gang 8. mars sl. og er hann enn að senda frá sér staðsetningarupplýsingar.

Gæslan segir, að þessar staðsetningar séu ekki langt frá þeim stað þar sem annar neyðarsendir frá skipinu fór í gang 25. febrúar. Núverandi staðsetning sendisins sé 685 sjómílur aust-norð-austur af Nýfundnalandi en staðsetning sendisins undir lok febrúar hafi verið um 700 sjómílur aust-norð-austur af Nýfundnalandi. 

„Í eftirlitsflugi Kanadamanna í gær 12. mars kom áhöfn eftirlitsvélarinnar auga á björgunarbát sem líkist þeim sem voru um borð í Lyubov Orlova.  Sá bátur sást í raun á þeim stað þar sem síðast var vitað um skipið í byrjun febrúar.  Það eru næstum 400 sjómílna munur á þessari staðsetningu og staðsetningum neyðarsendanna.  

Leiða má líkum að því að björgunarbáturinn hafi farið fyrir borð fljótlega eftir að síðast var vitað um skipið, eða þegar það var statt í námunda við Flæmska Hattinn austur af Nýfundnalandi.  Sjálfsagt hefur hann fyllst af sjó og því er rekið á honum lítið vegna vindsins.  Skipið sjálft tekur á sig mikinn vind og það getur því rekið mun hraðar,“ segir á vef Landhelgisgæslunnar.

Þá kemur fram, að miðað við það að annar neyðarsendir hafi farið í gang hálfum mánuði á eftir þeim fyrri auki líkur á því að skipið sé enn ofansjávar.  Það geti m.a. stafað af því að gúmmíbjörgunarbátar sem séu í hylkjum á skipinu séu að falla fyrir borð og blásast upp. Við það fari neyðarsendar sem séu inni í þeim í gang.  Ef svo er þá sé það staðsett á svipuðum slóðum og fyrir 2 vikum síðan, þ.e. tæplega 700 sjómílur aust-norð-austur af Nýfundnalandi, rúmlega 500 sjómílur suð-austur af Hvarfi á Grænlandi og u.þ.b. 900 sjómílur suð-vestur af Írlandi.  Hann sé þ.a.l. um 900 sjómílur suðsuðvestur af Íslandi.

Gervitunglamyndir sem teknar voru 1. mars s.l. gáfu til kynna óþekkt fyrirbæri á þessum slóðum en ekkert slíkt hefur þó sést síðan þá að sögn Gæslunnar. Þá segir að strandgæsluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins fylgist með gangi mála en eins og áður hafi komið fram varast þessir aðilar sem og Landhelgisgæslan að fullyrða um afdrif skipsins þar sem um marga óvissuþætti og möguleika sé að ræða. 

13.03.2013 18:45

Siglunes SI 70


 


                 1146. Siglunes SI 70 á útleið frá Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 13. mars 2013