Færslur: 2013 Mars

20.03.2013 19:45

Bergvík KE 22

                1285. Bergvík KE 22, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Pál

 
 

Smíðanúmer 109 hjá Flekkifjord Slipp & Maskinfabrik, Flekkefjord, Noregi 1972.

Skipið var selt úr landi upp í nýtt skip i janúar 1979, en Alþingi heimilaði 30. mars 1979 innflutning á því að nýju og því var það í raun aldrei afhent Norðmönnum á þeim tíma.

Seldur síðan til Noregs 22. september 1992. Úreltur í Noregi og lagt þar í október 1992. Seldur síðan til Póllands og settur á skrá á ný í september 1997.

Nöfn: Július Geirmundsson ÍS 270, Bergvík KE 22, Skagfirðingur SK 4, Skagfirðingur og Hornsund GDY 153

20.03.2013 18:45

Aðalvík KE 95


                 1276. Aðalvík KE 95, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 808 hjá Navasaki Zosen K.K., Muroran, Japan 1973. Lengdur og endurbyggður Þýskalandi 1986. Breytt í flakafrystitogara í Slippstöðinni á Akureyri 1989 og vélarnar fengnar ú húsnæði Hraðfrystihúss Keflavíkur.  Seldur til Danmerkur í apríl 1999 og þaðan til Grænlands í 2001.

Nöfn: Drangey SK 1, Aðalvík KE 95, Sólbakur EA 307, Unamak, Unamak GR 15-191, Manu GR 7-43, Manu II GR 7-143 og  Sermilik II GR 5-4.

20.03.2013 18:01

Björgvin GK 26


 


                    1305. Björgvin GK 26, að koma inn til Sandgerðis


                  1305. Björgvin GK 26, við bryggju í Sandgerði © myndir Emil Páll fyrir einhverjum áratugum

20.03.2013 17:03

Samningur um dýrasta skip Íslandssögunnar

mbl.is:

Skip af gerðinni Havyard 832L L WE stækkaSkip af gerðinni Havyard 832L L WE
 

Íslenska olíuþjónustufyrirtækið Fáfnir Offshore ehf. hefur gert samning við Havyard group um að smíða fyrsta sérútbúna íslenska skipið til að þjónusta olíuleit og eftir atvikum vinnslu á hafsvæðunum norður og austur af Íslandi. Skipið er sérstaklega gert fyrir erfiðar aðstæður á norðurheimskautasvæðinu og mun verða dýrasta skip Íslandssögunnar, en smíði þess mun kosta um 7,3 milljarða króna. Stefnt er að afhendingu skipsins í júlí á næsta ári.

Það var Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra sem kynnti samninginn í dag, en hann sagði að með þessu yrði Ísland tilbúið að mæta tækifærum sem gætu skapast á norðurslóðum. „Ég fagna því frumkvæði sem Fáfnir Offshore sýnir og tel að smíði fyrsta íslenska skipsins til að þjónusta olíuleit marki tímamót í iðnaðarsögu okkar Íslendinga. Fyrstu leyfin til olíuleitar hafa verið gefin út og ég er sannfærður um þetta skip mun vera upphafið að happasælli nýrri atvinnugrein; þjónustu við olíuleit- og vinnslu,” sagði Össur.

Steingrímur Erlingsson, forstjóri Fáfnis, sagði að eftir að hann hafi hætt í fiskiðnaði í Kanada árið 2011 hafi hann haft tækifæri til að skoða þjónustuiðnaðinn á sjó í Noregi, en nú sé hann staðráðinn í að byggja upp slíka þjónustu á Íslandi. „Þetta er fyrsta skrefið,“ var haft eftir honum.

Skipið verður af gerðinni Havyard 832L L WE og er sérstaklega gert fyrir erfiðar aðstæður á Norður-Atlantshafinu. Samningurinn milli Fáfnis og Havyard er metinn á 330 milljónir norskra króna, eða 7,3 milljarða íslenskra króna. Íslandsbanki og GIEK hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að fjármagna verkefnið.

Um 30 manna áhöfn verður um borð í skipinu, en það er í flokki B varðandi styrkleika (e. Ice Class B). Lengt þess er 88,5 metrar og breiddin 17,6 metrar. Þilfarið er 850 fermetrar, en skipið er sérstaklega hannað til að geta flutt birgðir til og frá palla á hafi úti. 

Heimahöfn skipsins verður í Fjarðarbyggð.

20.03.2013 16:45

Guðmundur RE 29 í Reykjavík og í Keflavík


                        1272. Guðmundur RE 29, í Reykjavík


               1272. Guðmundur RE 29, við gömlu trébryggjuna í Keflavík, sem nú er horfin © myndir Emil Páll

20.03.2013 15:45

Arnar RE 400 ex ex Arnar KE 260 og Arnar KE 260


                 1254. Arnar RE 400, sem einu sinni bar nafnið Arnar KE 260 og 1968. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll, fyrir tugum ára.

1254. Heitir í dag Sandvíkingur ÁR 14 og 1968. Heitir í dag Aldan ÍS 47

 

Af Facebook:

Sigurbrandur Jakobsson 1254 upphaflega Höfrungur SU 66 frá Djúpavogi
 
Emil Páll Jónsson Smíðanúmer 3 hjá Vélsmiðjunni Stál hf., Seyðisfirði 1972. Umbyggður, breikkaður, lengdur og borðhækkaður 1995.

Smíðaður á Seyðisfirði, fyrir aðila á Djúpavogi síðan fór hann í flakk um landið og í dag þó svo hann sé með heimahöfn í Þorlákshöfn, þá hefur hann verið gerður út mest síðustu ár frá Fáskrúðsfirði

Nöfn: Höfrungur SU 66, Arnar KE 260, Arnar SH 157, Arnar RE 400, Fönix VE 24 og núverandi nafn: Sandvíkingur ÁR 14
 
Sigurbrandur Jakobsson Eigendur á Djúpavogi voru Hilmar Jónsson og faðir hans. Hilmar er en í útgerð gerir út 1901 Höfrung SU 66 1915 Tjálfa SU 63 og 2635 Birtu SU 36.

20.03.2013 14:50

Pólstjarnan KE 3 og Guðmundur Jónsson GK 475

              1209. Pólstjarnan KE 3 og 1459. Guðmundur Jónsson GK 475, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1978

20.03.2013 13:45

Gamli Lóðsinn og Gullborg VE 38


                  662. Lóðsinn, 490. Gullborg VE 38 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar

20.03.2013 13:00

Katrín VE 47


                  236. Katrín VE 47, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar

20.03.2013 11:25

Ásgrímur Halldórsson SF 250


 


 


 


 


                  2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  13. mars 2013

20.03.2013 10:45

Nesjenta VA-87-LS - flottur norskur bátur

 

               Nesjenta VA-87-LS - flottur norskur bátur © mynd Jón Páll Jakobsson, 19. mars 2013

20.03.2013 09:45

Haapvaag R-55-K

 

               Haapvaag R-55-K, frá Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, 19. mars 2013

20.03.2013 09:10

R-21-H

 

                Norskur bátur R-21- H © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi 19. mars 2013

20.03.2013 07:45

Kári SH 78


                2589. Kári SH 78 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  13. mars 2013

20.03.2013 07:00

Þröstur GK 211


                 1213. Þröstur GK 211, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 37 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og var nr. 4 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105 til 150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en hætt við að nota hann. Lengdur hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Styttur og yfirbyggður hjá Skipasmíðastöðinni Herði hf., Njarðvik 1979. Fór í pottinn í Danmörku í feb.  2006, dreginn þangað af Stokksey ÁR 50.

Nöfn: Heimaey VE 1, Náttfari RE 75, Sigurfari VE 138, Stefnir VE 125, Þröstur GK 101, Þröstur GK 211, Látravík BA 66, Hafsúlan HF 77, Sindri GK 42 og Sindri SF 26.