Færslur: 2013 Mars

15.03.2013 06:46

Fagranes

                                  Fagranes © mynd Jónas Jónsson

14.03.2013 23:03

Kap II VE 7, fær úr nót Faxa RE 9 í gær

Hér koma myndir frá því í gær er Kap II VE 7 fékk úr nót Faxa RE 9. Ekki birtast myndirnar þó í réttri röð, né sá myndatexti sem Faxamenn höfðu undir þeim.                       1062. Kap II VE 7, fær úr nót 1742. Faxa RE 9 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  13. mars 2013
 

14.03.2013 22:45

Ísborg: Síðutogarinn sem breytt var í flutningaskip


                 123. Ísborg, eftir að þessum gamla síðutogara hafði verið breytt í flutningaskip © mynd Jónas Jónsson

14.03.2013 22:23

Svona var veðrið hjá þeim í dag

 

             Svona var veðrið hjá þeim í dag á Arctic Star ex 1291. Arnar SH 157 ex Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 12 ex Jón Helgason SF 15 og ex Jón Helgason 'AR 12, í siglingu þeirra til Noregs, en þegar mynd þessi var tekin voru þeir milli Færeyja og Íslands ©  mynd Ölver Guðnason í  14. mars 2013 

14.03.2013 22:00

Guðrún Jónsdóttir ÍS 267


                  67. Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 © mynd Jónas Jónsson

14.03.2013 21:00

Guðbjörg ÍS 14


                586. Guðbjörg ÍS 14 © mynd Jónas Jónsson, annað hvort um jólin 1959 eða í janúar 1960

14.03.2013 20:00

Kolbrunninn Guðdís GK 158 og Nonni ÍS 440


 


                 1542. Guðdís GK 158 illa brunninn í Sandgerðishöfn og fyrir aftan hann er 419. Nonni ÍS 440 © mynd Jónas Jónsson, 1988.

Þó báturinn sé illa brunninn á myndinni var hann gerður upp og áfram var útgerð undir öðrum nöfn, síðan var báturinn seldur til Færeyja og skráður þar undir nöfnum, en að ég held þá fór hann aldrei og síðan hófst út gerð á honum að nýju við Eyjafjörð og þar er hann ennþá og heitir í dag Finnur EA 245. Hinn báturinn bar áður m.a. nöfnin Fram GK, Ásgeir Magnússon GK og Binni í Gröf KE. Er þetta í fyrsta sinn sem ég sé hann á mynd, sem Nonni ÍS 440, en hann lauk ferli sínum á að verða brendur.

14.03.2013 19:45

Tugmilljóna tjón í Vestmannaeyjum

visir.is:

 
 
 
Ágúst Halldórsson varð vitni að árekstrinum á bryggjunni í Eyjum í morgun.
Ágúst Halldórsson varð vitni að árekstrinum á bryggjunni í Eyjum í morgun. Mynd/Ágúst Halldórsson
 

Tugmilljóna tjón varð á togskipinu Bylgju VE þegar gámaskipið Tetuan sigldi utan í skipið um áttaleytið í morgun. Eyjafréttir greina frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta sem fengust á skrifstofu Vestmannaeyjahafnar varð skipting í gámaskipinu til þess að gámaskipið fór utan í Bylgju VE. Gámaskipið rakst einnig utan í bryggjubíl en skemmdir á honum voru minnihátar.

„Þetta er mikið tjón á skipinu, tugmilljóna tjón sýnist mér. Skipið er mikið dældað við og fyrir neðan sjólínu. Þilið í lestinni hefur gengið inn og sprungið út á millidekkinu en skemmdirnar ná einnig niður í vélarrýmið," sagði Jóhann Þorvaldsson, yfirvélstjóri á Bylgju VE við Eyjafréttir.
 

14.03.2013 19:39

Drukkinn skipstjóri handtekinn við komuna til landsins

visir.is:

 
Skógarfoss er leiguskip Eimskips.
Skógarfoss er leiguskip Eimskips.
 

Drukkinn skipstjóri á Skógarfossi, leiguskipi Eimskips, var handtekinn við komuna til Sundahafnar á þriðjudag. Hann verður leiddur fyrir dómara í dag og að líkindum sektaður og sviptur skipstjórnarréttindum.

Þegar hafnsögumaður kom um borð í Skógarfoss úti á sundum á þriðjudag, við komuna frá Ameríku, þótti honum skipstjórinn vera í annarlegu ásatndi og megna áfengislykt leggja af honum. Hafnsögumaðurinn tók þegar alla stjórn í sínar hendur og hafði samband við land, og varð úr ráði að lögregla handtæki skipstjórann, strax og skipið legðist að bryggju. Lögregla fór svo með hann í blóðsýnatöku og svo til yfirheyrslu, en vegna ástands skipstjórans var lítið á henni að græða svo honum var stungið í fangageymslu og yfirheyrður á þriðjudag, þegar af honum var runnið.

Síðan gaf lögregla út ákæru fyrir skipstjórn undir áhrifum áfengis, og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Skógarfoss er hinsvegar lagður af stað til Ameríku eftir lítilsháttar tafir við að útvega íslenskan skipstjóra. Eimskip hefur skipið á leigu og hefur þegar gert athugasemdir við leigusalan vegna málsins.
 

14.03.2013 19:24

Smíðaður, í Mosfellsbæ, Ásbrú og Grundarfirði

Þessi bátur sem ég tók í dag mynd af á Ásbrú, er fyrir útgerðarmann í Grundarfirði. Hófst framleiðslan í Mosfellsbæ, þaðan var hann fluttur á Ásbrú og hefur verið þar á tveimur stöðum, en síðast var það hjá Bláfelli, en þeir voru þó aðeins og smíða undir vélina og nú mun eigandinn fara með bátinn til Grundarfjarðar þar sem hann verður væntanlega kláraður


                   Báturinn tilbúinn til ferðar á Grundarfjörð, í dag © mynd Emil Páll, 14. mars 2013

14.03.2013 18:01

Valberg VE 5


 


 


                  6507. Valberg VE 5, við bækistöðvar Bláfells, á Ásbrú, en þar mun báturinn fara endurbætur og lagfæringar © myndir Emil Páll, í dag, 14. mars 2013

14.03.2013 17:00

Björgunaræfing, slökkvilið, Landhelgisgæslan, björgunarsveit og Fram ÍS 25

Í dag fór fram námskeið í atvinnumannaslökkvifræðum um borð í Fram og kom Landhelgisgæslan  að þeirri æfingu með þyrluna þar sem Fram ÍS 25 lék stórt hlutverk svo og  TF - LÍF, Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja og Isavía, auk björgunarsveitarmanna frá Björgunarsveitinni Suðurnes sem komu að máli á björgunarbátnum Nirði Garðarssyni. Unnið var út frá því að eldur væri um borð í bát sem átti að vera út á sjó og þurfti að bjarga bæði skipi og skipverjum. Ekki var ekki hægt að notast við bryggjuna til að koma að mannskap eða tækjum til að líka eftir því að skipið væri úti á sjó og því flutti  TF - Líf  slökkvliðsmenn úr landi og yfir í bátinn.

Tók ég við þetta tækifæri þessa löngu myndasyrpu

 


                     TF - Líf býr sig undir að taka slökkviliðsmenn um borð og flytja út í skipið


                        Slökkviliðsmaður fluttur um borð í þyrluna


                              TF- Líf, nálgast 971. Fram ÍS 25


                                             Þyrlan yfir skipinu


                           Línu slakað niður að skipinu, úr þyrlunni


                                                   Manni slakað niður

 

 

 


                 Þeir sem höfðu verið fluttir um borð, ráða ráðum sínum um hvar menn gætu verið í skipinu


                                 Stjórnendur námskeiðsins fylgjast með


                                7673.  Njörður Garðarsson, kemur að bátnum

 


                       Menn gera sig klára til að hefja leit af mönnum í skipinu


                              Slasaður skipverji hífður um borð í þyrluna

                                         © myndir Emil Páll, 14. mars 2013

 

 

 

14.03.2013 16:25

Dettifoss út af Sandgerði í dag

                 Dettifoss, út af Sandgerði í dag, á leið frá landinu © mynd Emil Páll, 14. mars 2013

14.03.2013 12:45

Baldur GK 97 ex KE 97

Síðasti útgerðarmaður Baldurs, áður en hann var varðveittur var Nesfiskur í Garði og meðan þeir áttu hann bar hann númerið GK 97, en fram að því hafði hann ávallt verið KE 97 og eftir varðveislu var aftur sett á hann KE 97. Frekar fáar myndir hafa verið í umferð af bátnum með GK númerinu, en þessa fann ég þó í fórum mínum, en hana hafði ég tekið á þessum tíma.


                 311. Baldur GK 97, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

 

14.03.2013 11:15

Oddur á Nesi SI 76


                 2799. Oddur á Nesi SI 76, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. mars 2013