Færslur: 2013 Mars

19.03.2013 23:02

Erlingur GK 212 - myndasyrpa, en því miður ekki öll í réttum litum

Hér kemur myndasyrpa af 1100. Erlingi GK 212, frá Sandgerði þar sem hann siglir inn Stakksfjörðinn og síðan aftur út hann. Því miður er græn sleikja yfir megnið af myndunum og því er báturinn á þeim ljósgrænn, en á nokkrum þeirra eru sleikjan farin og þar er báturinn í réttum litum. Hef ég reynt að photosjoppa þetta en þær voru mikið verri, en þetta varð því miður niðurstaðan.
              

                   1100. Erlingur GK 212, siglir inn Stakksfjörð, en myndirnar því miður með græna sleikju yfir sér                   1100. Erlingur GK 212, siglir út Stakksfjörð og hér er réttur litur á bátnum og umhverfinu á tveimur myndum af þremur © myndir Emil Páll
 

Smíðanúmer 22 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1970. Teiknaður af Benedikt Erlingi Guðmundssyni, en skrokkurinn er teiknaður af Hjálmari R. Bárðarsyni.

Vorið 2003. var skipið selt ævintýramanni á uppboði, sem kom því í slipp í Njarðvík og þar stóð það nafnlaust fram á haustið 2004.

973. Jón Steingrímsson RE 7 dró skipið til Esbjerg í Danmörku, en þangað fóru báðir í brotajárn hjá Smedegaarden í júní 2008.

Nöfn: Siglunes SH 22, Siglunes HU 222, Siglunes ÞH 60, aftur Siglunes SH 22, Siglunes HF 26, Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Strákur ÍS 26 og Strákur SK 126.

 

Af Facebook:

Þorgrímur Ómar Tavsen Góður sjóbátur var stýrimaður 2006.
Guðni Ölversson Þótti þetta alltaf frekar fallegur bátur.
Svafar Gestsson Ég var vélstjóri á þessum meðan hann var ÞH 60

19.03.2013 22:45

Freyja GK 364

                 1209. Freyja GK 364, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1988

19.03.2013 22:00

Sæþór KE 70


                   1170. Sæþór KE 70, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, fyrir áratugum

19.03.2013 21:00

Núverandi og fyrrverandi Hákon í Helguvík í kvöld

Núna áðan kom til Helguvíkur Erika og fyrir var Hákon og þar með voru núverandi Hákon og fyrrverandi Hákon saman í höfninni, En eins og flestir vita hét Erika fyrst Hákon ÞH. Spurningin er hvor þetta sé í síðasta skiptið sem þessi skip sjást saman, alla vega á þeirri loðnuvertíð sem senn er lokið, eða jafnvel lokið.

Það sem kom mér þó mest á óvart að Erika flautaði þrisvar sinnum með stuttu millibili þegar skipið kom inn í höfnina. Er kannski þær fregnir sem borist hafa um sölu á skipinu orðnar að veruleika. Spyr sá sem ekki veit?

Þrátt fyrir að birtan var að mestu farin birti ég nokkrar myndir og eru sumar þeirra allt í lagi, en hinar svona rétt sleppa, hvað um það hér koma þær.


 


 


 


 


                 2407. Hákon EA 148 og Erika GR 18-119 ex Birtingur NK og Hákon ÞH, í Helguvík í kvöld © myndir Emil Páll, 19. mars 2013

AF Facebook:

19.03.2013 19:45

Hafborg KE 54


                1103. Hafborg KE 54, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1974 -78

 

19.03.2013 18:45

Ólafur GK 33 og Ólafur GK 33, saman í slipp


                 1105. Ólafur GK 33 og 434. Ólafur GK 33, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll 1994. En þarna var búið að taka þann eldri af skrá og stóðu þeir hlið við hlið í slippnum.

19.03.2013 17:45

Hegri KE 107


 


 


                 1171. Hegri KE 107 © myndir Emil Páll. Ef ég man rétt þá var síðasta nafnið á bátnum hér á landi Draupnir og það nafn bar hann síðast þegar ég vissi í Rússlandi.

19.03.2013 16:45

Kópanes RE 8 - flakið í fjörunni á strandstað við Grindavík


 


 


 


 


            1154. Kópanes RE 8 rak upp í fjöru við Grindavík 28. febrúar 1973, er Sæunn GK 220 var að draga bátinn til hafnar. Áhöfnin bjargaðist öll um borð í Sæunn © myndir Emil Páll, 1973

19.03.2013 15:45

Jón Oddur GK 104 / Jón Guðmundsson GK 104


               1199. Jón Oddur GK 104, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1971 - 1977


              1199. Jón Guðmundsson GK 104 © mynd Emil Páll, 1977 - 1980

 

19.03.2013 13:45

Jón Sör ÞH 220


                1094. Jón Sör ÞH 220, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1977 eða 1978

19.03.2013 12:45

Albert Ólafsson KE 39 (eldri)

               1082. Albert Ólafsson KE 39, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, upp úr 1980

19.03.2013 11:20

Er sala á gömlum notuðum fiskiskipum erlendis, úr sögunni?

Í haust bárust fréttir af sölu á nokkrum gömlum fiskiskipum héðan og til landa, þarna niðurfrá eins og það er oft kallað. Samkvæmt umræðunni á bryggjunni verður ekkert úr sölu á viðkomandi skipum, þar sem þessi ríki sem hafa verið hvað duglegust við að kaupa notuð íslensk fiskiskip, hafa nú kippt að sér höndum. Ástæðan mun vera sú að mikið af erlendum skipum sem þessi lönd hafa keypt, hafa dagað þar upp og orðið af hálfgerðum skipakirkjugörðum í viðkomandi löngum. Hefur heyst að þess vegna hafi mörg þessara ríkja sett innflutningsbann á skip eldri en 15 ára.

M.a. var rætt um það á haustmánuðum að skipin Fram ÍS 25 og Stafnes KE 130 væru seld. Nú virðist ljóst að svo er ekki og er rætt um að Stafnesið sé að fara á einhverjar veiðar héðan, en varðandi Fram sé algjör óvissa.

 

              964. Stafnes KE 130, séð frá Innri- Njarðvík © mynd Emil Páll, 16. okt. 2012

 

               971. Fram ÍS 25 ex Guðrún Guðleifsdóttir ÍS, í Njarðvíkurhöfn © mynd  Emil Páll 3. ágúst 2012

 

19.03.2013 10:45

Húnaröst RE 550


                1070. Húnaröst RE 550, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, upp úr 1990

19.03.2013 10:00

Húnaröst í yfirbyggingu


                1070. Húnaröst, í yfirbyggingu í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 1977

19.03.2013 09:32

Elding og hugsanlega Reynir HF


                  1047. Elding utan á 965. trúlega Reyni HF, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir margt löngu

 

Af Facebook:

  •  
    Magnús Bergmann Magnússon Elding liggur sennilega utan a´965 gamli Ingiber Olafsson GK

     
    Emil Páll Jónsson Hann heitir ekki Ingiber Ólafsson II þarna, heldur frekar að komið sé á hann eitthvað af þeim nöfnum sem hann bar í restina s.s. Reynir HF eða Snarfari HF. Enda bar hann þennan lit ekki sem Ingiber Ólafsson II.
  •