Færslur: 2013 Mars
24.03.2013 17:21
Eros komin til Neskaupstaðar og fylgdi Erika honum til hafnar
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað, núna áðan: Hér eru myndir af því þegar Eros kom og eErika kom svo á eftir inn í höfn
![]() |
||||||||||||||||||||||
|
|
24.03.2013 16:45
Torfhildur KE 32 / ósk KE 5 - heitir í dag Maron HU 522
![]() |
||||||
|
|
24.03.2013 15:45
Jonni SI 96 í dag
![]() |
2599. Jonni SI 86, á Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. mars 2013 |
24.03.2013 15:34
Nýtt skip í stað Eriku - mun fá nafnið Polar Amaroq og heimahöfn nýja skipsins verður Tasiilaq
![]() |
|
|
Samstarf Síldarvinnslunnar og grænlenska félagsins hefur staðið í fjölda ára. Síldarvinnslan á þriðjung í East Greenland Codfish A/S og segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri að félagið sé nú að fá mun öflugra skip sem bjóði upp á aukin tækifæri.
Eigendur East Greenland sjá aukna möguleika í uppsjávarveiðum meðal annars við Grænland. Nýja skipið er mjög vel tækjum búið og hefur meðal annars verið nýtt til hafrannsókna við Noreg. Um borð í skipinu er til dæmis rannsóknastofa og þar er aðstaða til að vera með fellikjöl sambærilegan og rannsóknaskip eru með.
Eros var smíðað i Slipen Mek. Verksted í Noregi árið 1997. Skipið er 75,9 m á lengd og 13 m á breidd. Stærð skipsins (GT) er 2.148 tonn. Í skipinu eru 9 RSW-tankar þannig að það hentar vel til að flytja afla til manneldisvinnslu að landi. Burðargeta skipsins er 2.100 tonn.
Eros er búið tveimur MaK aðalvélum, samtals 6.520 hestöfl. Þá eru einnig í skipinu tvær Caterpillar hjálparvélar. Að öðru leyti er í skipinu fullkominn veiðibúnaður og tækjakostur eins og best verður á kosið. Erika hefur þegar verið seld til Afríku.
Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Geir Zoëga en hann hefur verið skipstjóri á Eriku síðast liðin ár. Skipið mun fá nafnið Polar Amaroq og heimahöfn nýja skipsins verður Tasiilaq.
Texti, án fyrirsagnar og myndar: mbl.is
24.03.2013 14:45
Raggi Gísla SI 73, í dag
![]() |
2594. Raggi Gísla SI 73, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, í dag. 24. mars 2013 |
24.03.2013 14:00
Nýja skipið 30 sm. frá Neskaupstað og Erika að landa síðasta loðnufarminum þar
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Erika var í morgun að landa síðasta loðnufarminum hér í Neskaupstað, sagan segir að búið sé að selja skipið. Sá ég inn á ais áðan að nýja skipið á eftir ca 30 sjml til Neskaupstaðar
![]() |
||||
|
|
24.03.2013 12:45
Pólstjarnan
![]() |
7616. Pólstjarnan © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, í feb. 2013 |
24.03.2013 11:45
Kokkálsvík á Ströndum
|
|
||||
24.03.2013 10:45
Hapvag að leggja
![]() |
Hapvag að leggja © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 21. mars 2013
24.03.2013 09:45
Beðið eftir löndun
![]() |
Beðið eftir löndun hjá Jangaard. En þar er nú unnið 7. daga vikunnar frá 0700 til ca 0200 á nóttunni. Og reikna þeir með að svona verði þetta langt fram yfir páska. Allt í saltfisk. En eins og ég sagði fyrr er aðrar verkanir hérna búnar að loka eða við það að loka fram yfir páska © mynd Jón Páll Jakobsson, í Noregi, 21. mars 2013
24.03.2013 08:45
Skakbátur
![]() |
Og svona ein mynd fyrir strandveiðimennina heima skakbátur (juksasjark). Svona gera þeir þetta hérna langar stangir út beggja megin og svo dóla þeir upp í eru flest allir með skiptiskrúfu og svo ef það er kaldi er bara dólað upp í vindinn ekki svo vitlausir nojarinn © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 21. mars 2013
24.03.2013 08:00
Storegg
![]() |
Storegg í dag en þetta er gamli Brattskjer kanski ekki svo gamall flottur bátur © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 21. mars 2013
24.03.2013 07:00
Haugei á leiðinni út búinn að setja upp messann
![]() |
Haugei á leiðinni út búinn að setja upp messann, þetta er bátur frá sama stað og okkar bátur kemur frá © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 21. mars 2013
23.03.2013 23:01
Berserkr, Þytur KE 44, Bjarni Sæmundsson RE 30, einhver fossinn, varðskip o.fl.
![]() |
1340. Berserkr, siglir inn í Keflavíkurhöfn, einhver foss í baksýn

1340. Berserkr, siglir inn í Keflavíkurhöfn, í baksýn sjást 821. Sæborg KE 177 og 53. Sandgerðingur GK 517

1340. Berserkr, siglir inn í Keflavíkurhöfn, í baksýn sést 821. Sæborg KE 177

1340. Berserkr, leggst að bryggju í Keflavík, á næstu bryggju er 1191. Þytur KE 44, sem síðar varð hafnsögubátur á Ísafirði, en hefur nú verið seldur til Grænlands.

1340. Berserkr, utan á 1131. Bjarna Sæmundssyni RE 30, varðskip o.fl. í Reykjavíkurhöfn

1340. Berserkr, á Reykjavíkurhöfn
© myndir Emil Páll, 1973 - 1975, nema sú neðsta sem fengin var á Google, ljósm.: ókunnur
Smíðaður á Akranesi 1973 úr áli og skráð sem skemmtiskip. Afhent eigendum 23. nóv. 1973. Selt til Bandarríkjanna og tekið af skrá 25. nóv. 1977































