Færslur: 2013 Febrúar
28.02.2013 23:07
Á Stakksfirði í dag: Keilir SI 145, Birta SH 707, Grímsnes BA 555, Þór og Sævar KE 5
Þrátt fyrir rigningu og þokuslæðing tók ég þessa myndasyrpu þar sem skipin fimm koma við sögu.



2769. Þór og 1420. Keilir SI 145



1420. Keilir SI 145 og 1587. Sævar KE 5



1420. Keilir SI 145


2769. Þór og 1927. Birta SH 707


1927. Birta SH 707 og 1587. Sævar KE 5



1927. Birta SH 707

1587. Sævar KE 5



2769. Þór og 89. Grimsnes BA 555


89. Grímsnes BA 555
© myndir Emil Páll, 28. feb. 2013
28.02.2013 22:21
Draugaskipið sokkið
ruv.is
![]() |
Draugaskipið © mynd af ruv.is |
Talið er að mannlaust skemmtiferðaskip, sem rekið hefur stjórnlaust um Norður-Atlantshaf að undanförnu, sé sokkið.
Verið var að draga skipið, sem heitir Lijubova Orlova, frá Nýfundnalandi til Dóminíska lýðveldisins á Karíbahafi þegar togvírarnir slitnuðu. Skipið sást úr gervihnetti fyrir fáeinum dögum á reki um 2400 kílómetra vestur af Írlandi. Í gær nam írska strandgæslan merki frá neyðarsendi sem aðeins kviknar á þegar hann lendir í sjó. Ástand skipsins var afar bágborið og krökkt var af rottum um borð. Um tíma var jafnvel talin hætta á að það ræki til Íslands.
28.02.2013 21:56
Tryggvi Eðvarðs SH 2 - í dag Bóti HF 84
![]() |
2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2 - í dag Bóti HF 84 © mynd Emil Páll, 2009 |
28.02.2013 20:46
Edda SI 200
















1888. Edda SI 200, Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 28. feb. 2013
28.02.2013 19:45
Bláfell afhendir 4 báta í mars og apríl
Þeir hjá Bláfelli á Ásbrú stefna að því að afhenda fjóra nýja báta í mars og aprílmánuði. Þetta er Fönix ST 5, sem ég birti mynd af í dag, Óríon BA 34 og Jóa á Nesi SH 159. Sá fjórði hefur enn ekki fengið nafn, en hann fer til Ólafsvíkur.
![]() |
7757. Jói á Nesi SH 159, af gerðinni Sómi 940, er einn af þessum fjórum sem afhentir verða nú fyrir komandi strandveiðitímabil © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013 |
28.02.2013 18:33
Gamall björgunarbátur, fallega blár
Einhvern tímann fyrir þó nokkrum misserum fjallaði ég um gamlan björgunarbát, sem var m.a. brotinn og var kominn á athafnarsvæði Sólplasts þó ekki væri þá verið að hefja viðgerð á honum. Í dag hefur hann þó fengið yfirhalningu og verið málaður í fallegum bláum lit eins og sést á þessum myndum
![]() |
||
|
|
28.02.2013 17:26
Fönix ST 5
Það styttist í að þessi bátur sem er að gerðinni Sómi 797, verði afhentur frá Bláfelli á Ásbrú
![]() |
7742. Fönix ST 5, hjá Bláfelli á Ásbrú © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013 |
28.02.2013 16:37
Kona sjómannsins
![]() |
Þetta listaverk sem nefnist KONA SJÓMANNSINS og er eftir Helga Valdimarsson, er staðsett á Garðskaga © mynd Emil Páll, í dag, 28. febrúar 2013 |
28.02.2013 16:00
Þórkatla skorðaðist föst við fríholt á bryggju í gær
Eins og sjá má af þessum myndum fór Þórkatla GK 9, að halla ansi mikið í Keflavíkurhöfn. Ástæðan var sú að á útfallinu í gær skorðaðist skriðbretti á stjórnborðshliðinni, aftanlega á eitt fríholtið í bryggjunni og sat þar og því fór báturinn að halla þegar útfallið jókst og vestanvindurinn hélt bátnum að bryggjunni, enda báturinn fastur. Fenginn var vörubíll frá höfninni sem gat kippt bátnum frá bryggjunni og losað hann.
![]() |
||
|
|
28.02.2013 15:37
Birta SH 707 úti á miðunum - í kvöld verður hann einn af fimm skipum í syrpu
Á tólfta tímanum í kvöld birti ég syrpu sem ég tók frá Vatnsnesi í Keflavík í dag og sýnir þegar bátarnir Keilir SI 145, Birta SH 707 og Grímsnes BA 555 voru að koma inn, en auk þeirra voru á svæðinu varðskipið Þór og Sævar KE 5. Snýst syrpan um samspil þessara báta og skipa í dag. En hér kemur mynd sem Þorgrímur Ómar Tavsen, tók úti á miðunum í dag á símann sinn af Birtu SH.
![]() |
1927. Birta SH 707, í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 28. feb. 2013 |
28.02.2013 15:12
Meira af Litla Nebba SU 29
Frá því að hafist var handa við að lengja og breikka að hluta bátinn Litla Nebba SU 29 hjá Sólplasti, Sandgerði, hef ég fylgst með og birt myndir. Hér kemur 4. útgáfa, en þar er botninn nánast kominn.
![]() |
||
|
|
28.02.2013 13:45
Ebba KE 28, í Sandgerði í morgun
![]() |
2238. Ebba KE 28, í Sandgerðishöfn í morgun © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013 |
28.02.2013 12:50
Byr GK 59, í Sandgerði í morgun
![]() |
1925. Byr GK 59, í Sandgerði, í morgun © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013 |
28.02.2013 11:57
Bragi GK 274
![]() |
1198. Bragi GK 274, í eigu Byggðasafnsins á Garðskaga © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013 |
28.02.2013 10:00
Átti að verða íslenskt, en varð færeyskt og er nú frá Litháen
Í lok sjöunda áratugs síðustu aldar voru aðilar á Fáskrúðsfirði, með bát í smíðum í Flekkefjord í Noregi, en gátu síðan ekki staðið við skuldbindingar sínar og því gengu Færeyskir aðilar inn í kaupin og árið 1969 var báturinn afhentur sem Vestmenningur II og var frá Vestmanna í Færeyjum. Árið 1973 var hann síðan seldur og varð Expo HG 62 og ef ég man rétt er þessi skráning í Hirtsals í Danmörku. Hvað um það árið 1973 var báturinn orðinn Corvinella, en veit ekki hvaðan. Árið 2007 fékk skipið nafnið Gilija KL 776, frá Klaperda í Litháen og undir því nafni er skipið enn til, en landar reglulega í Skagen í Danmörku og landaði þar síðast 14. febrúar sl.
Hér birti ég myndir af skipinu bæði undir Expo nafninu og eins núverandi nafni
![]() |
||||||||||
|
|





















