28.02.2013 19:45

Bláfell afhendir 4 báta í mars og apríl

Þeir hjá Bláfelli á Ásbrú stefna að því að afhenda fjóra nýja báta í mars og aprílmánuði. Þetta er Fönix ST 5, sem ég birti mynd af í dag, Óríon BA 34 og Jóa á Nesi SH 159. Sá fjórði hefur enn ekki fengið nafn, en hann fer til Ólafsvíkur.


                 7757. Jói á Nesi SH 159, af gerðinni Sómi 940, er einn af þessum fjórum sem afhentir verða nú fyrir komandi strandveiðitímabil © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013