Færslur: 2013 Febrúar

21.02.2013 12:00

Dómssátt: Þorgrímur Ómar, fær fullt eignarhald yfir báti sínum, Skvettu SK 7

Í fyrradag lauk dómsmáli sem oft hefur verið sagt frá hér á síðunni og snýrist um málaferli, meint skjalafals o.fl. varðandi eignarréttinn á síðasta Bátalónsbátnum sem enn er til hérlendis sem óbreyttur fiskibátur. Málið lauk með dómssátt, sem fram fór í Héraðsdómi Norðurlands og þar með er Þorgrímur Ómar Tavsen, komin með full yfirráð yfir útgerðarfélagi Skvettu SK 7, sem nefnist Lofn ehf..

Að sögn Þorgríms Ómars er hér um að ræða 5 ára baráttu, sem nú er lokið, en ennþá er þó eftir leitin af veiðarfærum og öðrum munum tengdum útgerðinni, sem virðist ekki hafa fundist, þó menn gruni hvað af því varð. Það mál hefur þróast í þá átt að Þorgrímur Ómar hefur kært sýslumanninn fyrir norðan og er það nú í kærumeðferð hjá Innanríkisráðuneytinu.

Báturinn hefur verið nú í nokkurn tíma á Bíldudal, en fyrirtækið Arnfirðingur var með hann til leigu. Sagðist Þorgrímur Ómar eiga von á því að hann muni sækja bátinn fljótlega svo hægt verði að gera hann út á hans vegum.


                 1428. Skvetta SK 7, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011

AF Facebook:

Þorgrímur Ómar Tavsen
Já falleg er hún ;-)
 

21.02.2013 11:54

Jón Kjartansson SU 111 með loðnu í morgun til Eskifjarðar

Helgi Sigfússon: Hann var að koma þessi núna kl. 9 inn til Eskifjarðar með 2000 (2 þús) tonn af loðnu


 


                  1525. Jón Kjartansson SU 111, kom í morgun með 2000 tonn af loðnu til Eskifjarðar © myndir Helgi Sigfússon, 21. feb. 2013

21.02.2013 11:00

Djúpey BA 151 o.fl.


                  2178. Djúpey BA 151 o.fl. í Stykkishólmi © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 6. feb. 2013 

21.02.2013 10:00

Núpur BA 69


                1591. Núpur BA 69, Patreksfirði © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 6. feb. 2013

21.02.2013 09:00

Brimnes BA 800, Arnarfell HF 90, Vestri BA 63 og Núpur BA 69, við bryggju í Patreksfjarðarhöfn




                 1527. Brimnes BA 800, 1074. Arnarfell HF 90, 182. Vestri BA 63 og 1591. Núpur BA 69, við bryggju í Patreksfjarðarhöfn © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 6. feb. 2013

21.02.2013 08:00

Brimnes BA 800, Patreksfirði


              1527. Brimnes BA 800, Patreksfirði

    © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 6. feb. 2013

21.02.2013 07:00

Ronja SH 153


                 1524. Ronja SH 53, í Stykkishólmi © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 6. feb. 2013

21.02.2013 00:00

Keilir SI 145 - Fallegur trébátur að koma inn til Njarðvíkur


                  1420. Keilir SI 145, að koma inn til Njarðvíkur © myndir Emil Páll, 19. feb. 2013
 
 
 
 
 
 
 
 

20.02.2013 23:00

Bjössi RE 277, í Sandgerði


                   2553. Bjössi RE 277, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 19. feb. 2013

20.02.2013 22:00

Alltaf gaman á loðnu - Gísli Árni RE 375


                    Alltaf gaman á loðnu © myndir Magnús Þorvaldsson

20.02.2013 21:00

Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

                  2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 19. feb. 2013


 

20.02.2013 20:00

Sævar KE 5


                  1587. Sævar KE 5, að koma inn til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 19. feb. 2013
 
 

20.02.2013 19:13

Umhverfishætta af stjórnlausu skipi í Atlantshafi

mbl.is:

Gömul mynd af rússneska skemmtiferðaskipinu MV Lyubov Orlova sem rekur nú stjórnlaust um Atlantshafið. stækkaGömul mynd af rússneska skemmtiferðaskipinu MV Lyubov Orlova sem rekur nú stjórnlaust um Atlantshafið. AFP
 

Rússneskt skemmtiferðaskip, sem rekur nú stjórnlaust um Atlantshafið eftir misheppnaða tilraun til að koma því í brotajárn, er yfirvofandi hætta við umhverfið að mati franskra umhverfisverndarsinna.

Skipið, sem er 100 metra langt og nefnt Lyubov Orlova eftir rússneskri kvikmyndastjörnu á 4. áratugnum, rekur um alþjóðlegt hafssvæði undan ströndum Kanada. Tvær misheppnaðar tilraunir hafa verið gerðar til að draga það að landi og koma því í brotajárn.

Engin áhöfn er um borð og engin viðvörunarljós loga. Frönsku umhverfisverndarsamtökin Robin des Bois benda á að verði árekstur eða ef leki komið að skipinu muni eldsneyti, eitraðir vökvar, asbest, kvikasilfur og fleira óendurvinnanleg efni komast út í umhverfið.

Skipið, sem var byggt árið 1976, fór úr höfn í Kanada í togi þann 23. janúar. Til stoða að flytja það til Dóminíska lýðveldisins, en taugin slitnaði eftir einn sólarhring. Birgðaskip fyrir nálæga olíuvinnslu tók það þá í tog en aftur slitnaði taugin.

Ekki er vitað nákvæmlega hvar á haffletinum Lyubov Orlova er núna en sérfræðingar segja að það gæti verið á reki í átt að Írlandi. Skipið hefur staðið yfirgefið í Kanada í tvö ár og kanadísk stjórnvöld segja að það sé ekki á þeirra ábyrgð eftir að það fór út fyrir landhelgi ríkisins.

Áhöfn skipsins, 44 Rússar, varð innlyksa í Kanada í 3 mánuði árið 2010 þegar eigandi þess fór á hausinn. Heimamenn gáfu skipverjunum mat og söfnuðu handa þeim fé svo þær gætu komist aftur til síns heima.

20.02.2013 19:00

Frá Patreksfirði


                 Frá Patreksfirði © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 6. feb. 2013

20.02.2013 18:00

Gyða BA 277


                 7354. Gyða BA 277 © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 6. feb. 2013