28.02.2013 16:00

Þórkatla skorðaðist föst við fríholt á bryggju í gær

Eins og sjá má af þessum myndum fór Þórkatla GK 9, að halla ansi mikið í Keflavíkurhöfn. Ástæðan var sú að á útfallinu  í gær skorðaðist skriðbretti á stjórnborðshliðinni, aftanlega á eitt fríholtið í bryggjunni og sat þar og því fór báturinn að halla þegar útfallið jókst og vestanvindurinn hélt bátnum að bryggjunni, enda báturinn fastur. Fenginn var vörubíll frá höfninni sem gat kippt bátnum frá bryggjunni og losað hann.


 

                   2670. Þórkatla GK 9, föst við fríholt í gær 27. feb. 2013.