Færslur: 2013 Febrúar

01.02.2013 15:00

Múlaberg SI 22 og Siglunes SI 70


                1281. Múlaberg SI 22 og 1146. Siglunes SI 70, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. jan. 2013

01.02.2013 14:00

Mánaberg ÓF 42


                 1270. Mánaberg ÓF 42, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. jan. 2013

01.02.2013 13:00

Grundfirðingur SH 24


                 1202. Grundfirðingur SH 24, í mótmælasiglingu LÍÚ til Reykjavíkur, 7. júní 2012 © mynd mbl.is

01.02.2013 12:00

Sigurborg SH 12 og Keilir SI 145


                  1019. Sigurborg SH 12 og 1420. Keilir SI 145, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson,  30. jan. 2013

01.02.2013 11:00

Völusteinn ST 37 og Steinunn ST 26


                6529. Steinunn ST 26 og 6605. Völusteinn ST 37 © mynd strandir.is

01.02.2013 10:00

Gullbjörn NS 76, Kambur og Marvin NS 150


                Vopnafjörður: 7391. Gullbjörn NS 76, 7375. Kambur og 7239. Marvin NS 150 © austurglugginn.is

01.02.2013 09:36

Norski loðnuskipstjórinn sleppur með lága sekt

Fréttablaðið
 
 
Norðmenn eiga átta prósent af um 300 þúsund tonna útgefnum loðnukvóta. fréttablaðið/óskar
Norðmenn eiga átta prósent af um 300 þúsund tonna útgefnum loðnukvóta. fréttablaðið/óskar
 

Afli norska loðnuskipsins Manon reyndist töluvert meiri en skipstjóri hafði tilkynnt um að veitt hefði verið innan íslensku efnahagslögsögunnar. Dómsátt var gerð í málinu eftir rannsókn lögreglunnar á Eskifirði. Landhelgisgæslan telur ekki ástæðu til að halda að brot sem þessi séu algeng. Víðtækt eftirlit er á miðunum.

Varðskipið Týr vísaði fyrir rúmri viku norska loðnuskipinu Manon til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar eftir að varðskipsmenn fóru um borð til eftirlits. Mælingar varðskipsmanna leiddu í ljós að afli um borð virtist meiri en skipið hafði tilkynnt um að það hefði veitt innan íslensku efnahagslögsögunnar og fylgdi Týr skipinu til hafnar eftir að samráð var haft við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að tæplega 800 tonnum hafi verið landað úr Manon, en skipstjórinn tilkynnti að 600 tonna loðnuafli væri um borð. Ásgrímur segist ekki hafa ástæðu til að halda að brot sem þessi séu algeng, á síðustu loðnuvertíð hafi Landhelgisgæslan til dæmis farið um borð í tuttugu erlend skip án þess að dæmi sem þetta kæmi upp.

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögregluyfirvöld eystra hafi ekki farið fram á eignaupptöku vegna málsins, en ekki er óalgengt að afli og veiðarfæri séu gerð upptæk ef menn eru staðnir að brotum sem þessum. Umfang brotsins er þá haft til hliðsjónar. Skipstjórinn á Manon mun hafa gengist undir svokallaða viðurlagaákvörðun, sem er í raun dómsátt, og greiðir 400 þúsund krónur í Landhelgissjóð Íslands.

Eftirlitið á miðunum er víðtækt á meðan á vertíðinni stendur. Varðskip er á svæðinu sem fylgir flotanum eftir og áhöfn þess fer til eftirlits um borð í skipin. „Veður hamlar þessu eftirliti vissulega stundum en skipunum er gert að koma við á fyrir fram tilgreindum eftirlitsstað á miðunum áður en þau halda heim. Um borð eru gögn er varða veiðarnar yfirfarin og athugað hvort rétt hefur verið staðið að öllu," segir Ásgrímur.

Áður en bræla skall á fyrir helgi voru 22 erlend loðnuskip á miðunum; norsk skip að viðbættu einu grænlensku. Fá íslensk skip hafa haldið til veiða eftir bræluna, en margar útgerðir halda að sér höndum þar sem mjög gengur á kvótann. Ætla menn að nýta síðustu tonnin þegar hrognafylling loðnunnar eykst og þar með verðmætið. Hafrannsóknastofnun leitar nú loðnu norður af landinu.

01.02.2013 09:00

Siglufjörður


                                Frá Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. jan. 2013

01.02.2013 08:00

Sauðárkrókur


                         Frá Sauðárkróki © mynd visir.is, GVA

01.02.2013 07:00

Neskaupstaður


                                     Frá Neskaupstað © mynd visir.is