Færslur: 2013 Febrúar

06.02.2013 22:50

Góður loðnuafli í tveimur köstum

Heimasíða HB Granda:

 

 

 

 

 

Faxi RE.
Faxi RE.

Áhöfnin á Faxa RE fékk ágætan loðnuafla í djúpnót í tveimur köstum nú í dag. Skipið var þá að veiðum í kantinum um 35 sjómílur austur af Hvalbak og að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra virtist vera þó nokkuð af loðnu á svæðinu auk þess sem eitthvað er gengið upp á grunnið.


,,Við fengum um 500 tonn í fyrra kastinu en loðnan, sem við köstuðum á, var á um 25 faðma dýpi. Við urðum varir við loðnu grynnra en hún var dreifð eða lá við botninn og var því ekki veiðanleg," sagði Albert er rætt var við hann nú síðdegið. Búið var að snurpa eftir seinna kastið og verið var að draga og að sögn skipstjórans virtist vera nóg í nótinni.


,,Mér sýnist a.m.k. aflamagnið vera nægilegt til þess að við séum búnir að ná ásættanlegum afla fyrir vinnsluna á Vopnafirði," sagði Albert en gangi það eftir ætti skipið að vera komið til hafnar seint í nótt en um átta til níu tíma sigling er frá veiðisvæðinu til Vopnafjarðar.


Af hinum tveimur uppsjávarveiðiskipum HB Granda er það að segja að Ingunn AK er farin frá Reykjavík, þar sem tekin var grunnnót um borð, áleiðis á miðin og Lundey NS ætti að vera farin frá Vopnafirði þar sem afla var landað.

06.02.2013 22:00

Baldur


                       2074. Baldur, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í júlí 2009

06.02.2013 21:00

Sólrún KE 124


                 2073. Sólrún KE 124 © mynd Emil Páll. Í dag heitir bátur þessi María SU 160

06.02.2013 20:00

Gullfari HF 290
               2068. Gullfari HF 290, í Grindavíkurhöfn © myndir Emil Páll, í mars 2009

06.02.2013 19:00

Kló RE 147


                                2062. Kló RE 147, í Reykjavíkurhöfn, 20. ágúst 2009


                   2062. Kló RE 147, í Hafnarfirði, í mars 2009 © myndir Emil Páll

06.02.2013 18:00

Sunna KE 60 / Sea Hunter


                   2061. Sunna KE 60, utan við Njarðvík © mynd Emil Páll, 14. maí 2008


            Sea Hunter ex 2061. Sunna KE 60, í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 2008

06.02.2013 17:00

Andri BA 101 og rækja

Hér koma myndir frá síðustu rækjulöndun þeirra á Andra BA 101, á Bíldudal, nú um mánaðarmótin, en veiðikvótinn er þá búinn. Eiga menn þar á bæ ekki von á að báturinn fari aftur á veiðar fyrr en rækjuveiðar hefjast i haust t.d. í október.


            Frá síðustu löndun á rækju hjá þeim á 1951. Andra BA 101 á nýlokinni rækjuvertíð © myndi Jón Páll Jakobsson, í jan. 2013

06.02.2013 16:00

Kristján ÍS 110


                  2783. Kristján ÍS 110, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson

06.02.2013 15:30

Viðarnes SU 16


              7278. Viðarnes SU 16, Djúpavogi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 6. feb. 2013

06.02.2013 15:00

Hringur GK 18 í Njarðvíkurhöfn í gær og í slipp í dag


                  2728. Hringur GK 18, í Njarðvíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 5. feb. 2013
                2728. Hringur GK 18, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 6. feb. 2013

06.02.2013 14:00

Staðarvík GK 44 að koma inn til Njarðvíkur í gær - og komin í slipp í dag
                1600. Stakkavík GK 44, að koma að landi í Njarðvikurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 5. feb. 2013
              1600. Staðarvík GK 44, í Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur i dag © myndir Emil Páll, 6. feb. 2013

06.02.2013 13:00

Kristbjörg VE 71, í Keflavíkurhöfn í gær
                 84. Kristbjörg VE 71, í Keflavíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 5. feb. 2013

06.02.2013 12:00

Birta SH 707 á leið inn Stakksfjörðinn og til Keflavíkur í gær


                           1927. Birta SH 707, æðir inn Stakksfjörðinn í gær
                         
                    1927. Birta SH 707, á Stakksfirði, út af Vatnsnesi í Keflavík
               Hér er báturinn kominn inn á Vatnsnesvíkina og hefur beygt í átt að Keflavíkurhöfn


             1927. Birta SH 707, nálgast hafnargarðinn í Keflavík í gær © myndir Emil Páll, 5. feb. 2013

06.02.2013 11:00

Birta SH 707 á netaveiðum á Stakksfirði í gærmorgun
                  1927. Birta SH 707, á netaveiðum í Stakksfirði snemma í gærmorgun © myndir Emil Páll, 5. feb. 2013

06.02.2013 10:00

Júlíus Geirmundsson ÍS 270


               1536. Júlíus Geirmundsson ÍS 270 © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, ljósm.: Þorsteinn Sigurðsson, Steini í Krók. Síðar Barði NK 120 og ber nú nafnið Barði, en þó ekki á Íslandi, heldur í Namibíu - nánar um hið síðastnefnda í syrpu sem hér birtist á miðnætti