Færslur: 2013 Febrúar

06.02.2013 09:00

Guðbjartur ÍS 16


                  1302. Guðbjartur ÍS 16 © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, en ljósmyndari Þorsteinn Sigurðsson, Steini í Krók. Skipið er ekki lengur hérlendis.

06.02.2013 08:00

Guðrún Guðleifsdóttir IS 25


                971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson. Skip þetta hét þessu sama nafni í upphafi en hafði þó nr. ÍS 102. Síðan hefur það borið mörg nöfn og ber nú nafnið Fram ÍS 25, en samkvæmt fréttum var það selt úr landi á síðsta hausti en liggur þó enn við bryggju í Njarðvik

06.02.2013 07:00

Hugrún ÍS 7 - einn þríbura

Þetta skip er eitt þriggja sem voru smíðuð í Svíþjóð um 1964 og voru eftir sömu teikningu og teljast því þríburar. Ekkert þessara skipa er ennþá til en þau voru:

185. Sigurpáll GK 375, sem endaði sem Valur GK 6 og stórskemmdist tvisvar í eldi, en var gerður upp í fyrra skipið, en ekki það síðara heldur dreginn út í pottinn, eftir að hafa legið um tíma við bryggju í Sandgerði.

242. Guðbjörg GK 220, endaði sem Geir Goði GK 220 og var seldur til Finnlands, þar sem hann sökk mjög fljótlega

247. Hugrún ÍS 7, síðar Stakkavík ÁR 107. Það var talið ónýtt 1990 og fór því í pottinn.


                  247. Hugrún ÍS 7 © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, en ljósmyndari ókunnur

06.02.2013 00:00

Með talstöð í eldhússkápnum

Útvegsblaðið 28. jan. 2013:            Sjöfn og Gísli, en þau hafa bæði lifað og hrærst í sjávarútvegi frá blautu barnsbeini.

 

"Ég ólst upp sem sjómannsdóttir. Við vorum átta systkinin, fjórar stúlkur og fjórir drengir. Það var mj0g gott að alast upp við þær aðstæður. Við sáum pabba reyndar lítið yfir vertíðina, en hann var mjög framsýnn og tók til hendinni á heimilinu þegar hann var í landi, sem var ekki algengt í þá daga. Honum fannst gaman að ryksuga og vaska upp. Mamma var mikil húsmóðir en sá illa, var með skerta sjón. Það voru allir á sjónum og allt snérist um sjóinn. Eftir að maður varð tíu ára fór maður niður á bryggju í hvert skipti sem báturinn kom úr róðri. Við krakkarnir fylgdumst með lönduninni og vorum spennt að vita hver aflinn væri, því alltaf var verið að berjast um aflakóngstitilinn. Pabbi hreppti hann reyndar ansi oft."

Þetta segir Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir, Bobba dóttir Binna í Gröf, þegar Útvegsblaðið spyr hana um lífið sem sjómannsdóttir og sjómannskona. 
"Þetta var mjög gott líf. Við höfðum það gott enda var pabbi nýbúinn að byggja hús, þegar við vorum að alast upp. Bræður mínir fóru svo allir til sjós nema einn, sem gerðist hágreiðslumaður. Pabbi sagði við hann: "Það er allt í lagi Brósi minn þó þú verður hágreiðslumaður, aðalatriðið er að þú verðir bestur." Pabbi lagði mikla áherslu á að menn stæðu sig vel í því, sem þeir voru að gera og Brósi varð bestur í sínu fagi og vann marga titla á sínum tíma og er hárgreiðslumaður enn."
Og svo verður þú sjómannskona, lá það ekki nánast beint við í Vestmannaeyjum?
"Jú, það verður hlutskipti mitt eins og svo margra stúlkna í Eyjum að verða sjómannskona. Ég byrja að búa og giftist Gísla Sigmarssyni, sem lærði fyrst til vélstjórnar og síðan skipstjórnar. Hann var að byggja hús og við fluttum í það 1958, sama ár og við eignuðumst okkar fyrsta barn og þar búum við enn. Hann byrjaði fyrst sem vélstjóri hjá Óskari Matthíassyni á Leo og gerðist síðan skipstjóri hjá Helga Ben. Það gekk allt ágætlega. Reyndar upplifði maður margar vökunæturnar.

Talstöð í eldhússkápnum
Þá var ekkert símasamband við bátana og ég var því með talstöð inni í eldhússkáp, sem maður hlustaði á til að fylgjast með og eins ef nauðsynlega þurfti að ná sambandi. Ég lenti þá einu sinni í mjög óþægilegu atviki, þegar Gísli var á gamla Leo og ég var að fylgjast með í talstöðinni hvenær báturinn kæmi inn. Þá heyri ég í Óskari Matt. sem var með Leó. Hann kallar í stöðina: "Við erum hérna undir Eiðinu og erum að fara niður." Mér brá auðvitað alveg svakalega og slökkti bara á talstöðinni eins og ég héldi að þá bjargaðist þetta allt. Vildi ekkert heyra meira. Ég þorði ekki að hringja í neinn, en var samt að velta því fyrir mér að hringja í konuna hans Óskars, en hugsaði sem svo að hún vissi kannski ekkert og því væri ekki rétt að gera hana eins hrædda og ég var. Ég æddi bara um gólf en leyfði mér svo að kveikja aftur á talstöðinni og þá heyrði ég í Óskari að hann kallaði að þeir væru búnir að keyra bátinn upp. Þá hafði boxalokið verið vandamálið því sveitamaður, sem var um borð, hafði opnað það í óvitaskap, en það var mikill sjór og gekk niður í skipið. Þá létti mér mikið og þá fyrst þorði ég að hringja.
Þetta er eiginlega það eina sem ég hef lent í slæmu sem sjómannskona. Þegar við Gísli förum í útgerð 1968 með Elliðaey með Einari ríka fer ég að vinna við útgerðina og var til dæmis mikið að skera utan af netum úti í bílskúr. Ég var svo með bókhaldið eftir að Gísli keypti hlut Einars í útgerðinni 1973. Fór á námskeið til að læra bókhald og gerði upp við kallana og sá um fjármálin í landi. Við fórum líka að flytja út fisk sjálf og stóðum í ýmsu stímabraki. Það var því mikið að gera og mikið basl og stundum náði maður ekki fyrir kaupinu sínu. Þetta var rosaleg vinna og við eigum sjö börn sem líka þurfti að sinna. Það var oft þegar þau voru farin að sofa og Gísli hafði lagt sig áður en hann færi á sjóinn um nóttina, að ég fór út í bílskúr að skera utan af netum og var að því fram á nótt. Svo þurfti maður auðvitað upp með börnunum á morgnana. Seinna fóru krakkarnir að hjálpa til líka og maður fór að fá manneskju í þetta með sér. Og þetta varð smám saman léttara."

Ferðumst mikið
Heldur þú að mikill munur sé á því að vera sjómannskona nú og fyrr á árum?
"Já, það er mikill munur. Allar aðstæður á sjónum eru orðnar svo miklu betri og kallarnir fá meira frí en áður. Maður þurfti líka oft að taka á móti vertíðarmönnum ofan af landi og hafa mat fyrir þá og redda hinu og þessu. Svo var alltaf verið að hringja og biðjum pening, því þá var bara gert upp eftir vertíð. Það var mikill erill. Á vetrarvertíðum voru aldrei frí nema í brælu og stíft sótt og ég sá Gísla lítið nema þegar hann kom heim til að sofa. Þá var oft sótt í vondum veðrum og andvökunæturnar voru margar. Á sumrin var farið á síldina. Það var langt úthald og það var bara þegar var stopp hjá þeim að þeir komust í síma í landi til að hringja. Maður frétti kannski ekkert af þeim, nema í síldarfréttum í útvarpinu og blöðunum.
En það voru margri skemmtilegir dagar í þessu líka. Við gerðum okkur dagamun eftir vertíð. Þá var slútt og þá var skroppið til Reykjavíkur að skemmta sér og stundum farið í ferðalög upp á land. Svo var farið til útlanda þegar við höfðum ráð á því og við fórum mikið með Þóru og Óskari, þegar börnin voru komin á legg. Við ferðuðumst mikið og gerum enn. Þetta var erilsamt en skemmtilegt líf og vildi ekki skipta því út fyrir eitthvað annað," segir Sjöfn.
 

 

05.02.2013 23:00

Clinton GK 46 og Draupnir GK 3


                2051. Clinton GK 46 og 6915. Draupnir GK 3, í Sandgerði © mynd Emil Páll, í mars 2009

05.02.2013 22:00

Auðunn og dýpkunarprammi


                   2043. Auðunn á siglingu milli Njarðvikur- og Keflavíkurhafna, 2008


                2043. Auðunn með dýpkunarpramma í drætti, í feb. 2009 © myndir Emil Páll

05.02.2013 21:00

Þinganes SF 25


                 2040. Þinganes SF 25, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, í júní 2009

05.02.2013 20:00

Síldin RE 26


                            2026. Síldin RE 26, í Hafnarfjarðarhöfn, 3. maí 2009


               2026. Síldin RE 26, á útleið frá Hafnarfirði, 3. maí 2009 © myndir Emil Páll

05.02.2013 19:00

Bylgja VE 75, á Stakksfirði og í Njarðvík


                2025. Bylgja VE 75, á Stakksfirði á leið til Njarðvíkur,  6. febrúar 2009


                   2025. Bylgja VE 25, að koma inn til Njarðvíkur, 6. febrúar 2009 © myndir Emil Páll

05.02.2013 18:00

Birta HF 19 ex Hólmanes SU 1, á leið úr landi


                 2024. Birta HF 19, ex Hólmanes SU 1, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, í feb. 2009


             2024. Birta HF 19, á Stakksfirði, á leið í Helguvík, þar sem báturinn var hífður um borð í flutningaskipið Axel, sem flutti hann til Noregs, en þangað hafði hann verið seldur © mynd Emil Páll, í febrúar 2009

05.02.2013 17:00

Suðurey VE 12 og Lómur


               2020. Suðurey VE 12 og flutningaskipið Lómur, í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll, í ágúst 2009

05.02.2013 16:00

Garpur SH 95


                   2018. Garpur SH 95, í Grundarfirði © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

05.02.2013 15:00

Árdís GK 27


                       2006. Árdís GK 27, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 2009

05.02.2013 14:00

Egill I RE 123


                 2004. Egill I RE 123, úti á Grandagarði í Reykjavík © mynd Emil Páll, 9. nóv. 2008
           Bátur þessi er í dag skráður Garpur KE 23 og í eigu væntanlegs þingmanns í Suðurkjördæmi

05.02.2013 13:00

Ísak AK 67


                 1986. Ísak AK 67, við bryggju á Akranesi © mynd Emil Páll, 2008