28.02.2013 10:00

Átti að verða íslenskt, en varð færeyskt og er nú frá Litháen

Í lok sjöunda áratugs síðustu aldar voru aðilar á Fáskrúðsfirði, með bát í smíðum í Flekkefjord í Noregi, en gátu síðan ekki staðið við skuldbindingar sínar og því gengu Færeyskir aðilar inn í kaupin og árið 1969 var báturinn afhentur sem Vestmenningur II og var frá Vestmanna í Færeyjum. Árið 1973 var hann síðan seldur og varð Expo HG 62 og ef ég man rétt er þessi skráning í Hirtsals í Danmörku. Hvað um það árið 1973 var báturinn orðinn Corvinella, en veit ekki hvaðan. Árið 2007 fékk skipið nafnið Gilija KL 776, frá Klaperda í Litháen og undir því nafni er skipið enn til, en landar reglulega í Skagen í Danmörku og landaði þar síðast 14. febrúar sl.

Hér birti ég myndir af skipinu bæði undir Expo nafninu og eins núverandi nafni


                  Expo HG 62 ex Vestmenningur II © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 1998


                     Expo HG 62 © mynd shipspotting, frode adolfsen

                    Gilija KL 776 © mynd MarineTraffic, frá 15. mars 2009


             Gilije KL 776, í Skagen © mynd Guðni Ölversson, í mars 2011

                  Gilije KL 776, í Skagen © mynd Guðni Ölversson, í mars 2011

                 Gilije KL 776, í Skagen © mynd shipspotting, K.B. Andreasen, 21. mars 2012