Færslur: 2012 Janúar
30.01.2012 13:00
Grettir við dýpkun
Dýpkunarskipið Grettir, við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Grindavíkur, árið 1977




71. Grettir, við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Grindavíkur © myndir Kristinn Benediktsson, 1977
71. Grettir, við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Grindavíkur © myndir Kristinn Benediktsson, 1977
Skrifað af Emil Páli
30.01.2012 12:13
Hópsnes GK á netum í villta vestrinu
Hópsnes GK, frá Grindavík á netum í villta vestrinu, djúpt vestur af Reykjanesi, 1975

1095. Hópsnes GK 77, frá Grindavík, á netum í Villta vestrinu, djúpt vestur af Reykjanesi © mynd Kristinn Benediktsson, 1975
Af Facebook:
1095. Hópsnes GK 77, frá Grindavík, á netum í Villta vestrinu, djúpt vestur af Reykjanesi © mynd Kristinn Benediktsson, 1975
Af Facebook:
Guðni Ölversson Mér fannst þetta alltaf fallegir bátar. En þeir voru víst fleiri sem sögðu þá ljóta. Er bara alls ekki sammála því.
Árni Og Júlla J Viltra vestið er Djúpt út af hornbjargi
Árni Og Júlla J Eða Látrabjargi man ekki alveg nafnið eins og er
Emil Páll Jónsson Veit ekkert um það textinn kom svona frá Kristni Ben
Jón Páll Ásgeirsson Viltra vestrið var djúpt vestur af Garðskaga, alltaf leiðindar sjólag þarna. var á netum þarna á gamla Pétri Jónssyni (Eldey) sem hét þá Haförn, Geir Garðarsson var skipstj.
Árni Og Júlla J N V 8 til 10 tíma stím vorum mikið að eltast við Ufsa og sigla á haustin vissum aldrei hvernig sjólagið var kvikan oft á móti vindinum
Skrifað af Emil Páli
30.01.2012 10:00
Smári SH 221 á hörpudiskveiðum á Breiðafirði
Hér sjáum við Smára SH með mikið af hörpudiski um borð, við veiðar á Breiðafirði 1977


778. Smári SH 221, á hörpudiskveiðum á Breiðafirði © myndir Kristinn Benediktsson, 1977
Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Sigurjón Helgason skipstjóri og útgerðarmaður í glugganum, og á dekkinu eru Arnaldur Árnason kokkur Guðmundur Valur Valtýsson háseti, Smári Axelsson háseti og seinna skipsstjóri í Stykkishólmi var með Sigurð Sveinsson SH, Svan SH og Kristinn Friðriksson SH, Jón Benediktsson vélstjóri og stýrimennirnir Daníel Njálsson og Jón Guðmundsson frá Ósi, en hann varð síðar skipstjóri á Smára
778. Smári SH 221, á hörpudiskveiðum á Breiðafirði © myndir Kristinn Benediktsson, 1977
Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Sigurjón Helgason skipstjóri og útgerðarmaður í glugganum, og á dekkinu eru Arnaldur Árnason kokkur Guðmundur Valur Valtýsson háseti, Smári Axelsson háseti og seinna skipsstjóri í Stykkishólmi var með Sigurð Sveinsson SH, Svan SH og Kristinn Friðriksson SH, Jón Benediktsson vélstjóri og stýrimennirnir Daníel Njálsson og Jón Guðmundsson frá Ósi, en hann varð síðar skipstjóri á Smára
Lárus Þór Pálmason Jón Guðmundsson og Daníel Njálsson voru báðir af Skógarströndinni, Jón (Donni) frá Ósi og Daníel frá Breiðabólstað.
Sigurbrandur Jakobsson Jújú Lárus þekkti Jón frá Ósi vel, hann varð svo trillukarl í Hólminum í mörg ár, keypti gamla litla trétrillu af Sigga Sör og skírði Hrísey. Siggi Sör var öðru nafni Diddi Odds, einn af fáum sem gengu undir tveim nöfnum að ég hef heyrt um
Lárus Þór Pálmason Var Siggi Sör ekki á hafnarviktinni?
Sigurbrandur Jakobsson Jú og átti trillurnar Vin SH 6 og þessa sem hann seldi Jóni frá Ósi, og svo plastbátinn Litla Vin SH 6 sem Hafsteinn sonur hans á í dag
Lárus Þór Pálmason Minnir að það hafi verið ´81 sem var sérlega mikið að gera og ég var búin að vaka á þriðja sólhring og fór á milli báta í Hólminum til að gera við en þeir komu hver á eftir öðrum með rifið í land. Í pásu fór ég inn á vikt að spjalla við Si...gga og skyndilega snérist allt í hring fyrir augunum á mér og ég datt meðvitundarlaus í gólfið, en vaknaði fljótlega og það fyrsta sem ég sá var Siggi skelfingin uppmáluð og hrópaði hástöfum á héraðslækninn og guð almáttugann til skiptis. Ég bað hann að hætta þessum látum og gefa mér kaffi, sem hann gerði og allt varð eðlilegt eftir það.Sjá meira
Sigurbrandur Jakobsson Hann var góður karl hann Diddi en með lítið hjarta og mikið hlýtur honum að hafa brugðið. Var þetta á nýju viktini?
Skrifað af Emil Páli
30.01.2012 09:00
Frá höfninni á Skagaströnd 1978
Frá höfninni á Skagaströnd © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
Skrifað af Emil Páli
30.01.2012 00:00
Þegar Grindvíkingur GK 606 kom nýr til Grindavíkur 1978
Hér kemur syrpa frá Kristni Benediktssyni er sýnir það þegar Grindvíkingur GK 606 kom nýr til Grindavíkur árið 1978
Fyrir neðan myndir Kristins, birti ég sögu bátsins.














1512. Grindvíkingur GK 605, kemur nýr til Grindavíkur © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
Tveggja þilfara frá upphafi. Smíðanúmer 137 hjá Fartygsentreprenander AB í Uddesvalla í Svíþjóð. Skokkurinn og yfirbyggingin var smíðuð hjá FEAB-Karlstad og skipið síðan dregið til Danmerkur, þar sem lokið var við smíðina og skráð sem smíðanúmer 104 hjá Örskovs Staalskipwærft í Fredrikshavn. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík 30. maí 1978.
Skipið var selt í brotajárn og dró hann með sér 965. Reyni HF og fóru skipin frá Njarðvík laugardaginn 8. maí 2004. En þegar skipin komu til Danmerkur þar sem þau áttu bæði að fara í brotajárn var hætt við þá framkvæmd varðandi þennan og hann seldur og fékk hann nafnið North Sea Star og var í eigu Sænskra aðila, en með heimahöfn í Panama. Hvað um það var síðan veit ég ekki.
Nöfn: Grindvíkingur GK 606, Skarfur GK 666, Skarfur ( í Danmörku) og Nort Sea Star
Facebook:
Guðni Ölversson Virkilegar skemmtilegar myndir frá stórum degi í Grindavík. Man vel eftir þessum viðburði. Svo rifjaði þetta upp að ég átti einu sinni Citroen GS. Sá hann þarna allt í einu aftur.
Fyrir neðan myndir Kristins, birti ég sögu bátsins.
1512. Grindvíkingur GK 605, kemur nýr til Grindavíkur © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
Tveggja þilfara frá upphafi. Smíðanúmer 137 hjá Fartygsentreprenander AB í Uddesvalla í Svíþjóð. Skokkurinn og yfirbyggingin var smíðuð hjá FEAB-Karlstad og skipið síðan dregið til Danmerkur, þar sem lokið var við smíðina og skráð sem smíðanúmer 104 hjá Örskovs Staalskipwærft í Fredrikshavn. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík 30. maí 1978.
Skipið var selt í brotajárn og dró hann með sér 965. Reyni HF og fóru skipin frá Njarðvík laugardaginn 8. maí 2004. En þegar skipin komu til Danmerkur þar sem þau áttu bæði að fara í brotajárn var hætt við þá framkvæmd varðandi þennan og hann seldur og fékk hann nafnið North Sea Star og var í eigu Sænskra aðila, en með heimahöfn í Panama. Hvað um það var síðan veit ég ekki.
Nöfn: Grindvíkingur GK 606, Skarfur GK 666, Skarfur ( í Danmörku) og Nort Sea Star
Facebook:
Guðni Ölversson Virkilegar skemmtilegar myndir frá stórum degi í Grindavík. Man vel eftir þessum viðburði. Svo rifjaði þetta upp að ég átti einu sinni Citroen GS. Sá hann þarna allt í einu aftur.
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 23:00
Fáskrúðsfjörður og Ljósafell í dag
Fáskrúðsfjörður og 1277. Ljósafell SU 70, í dag © myndir Óðinn Magnason, 29. jan. 2012
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 22:10
Hoffell SU 80 að landa loðnu
Loðnulöndun úr 2345. Hoffelli SU 80, Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 29. jan. 2012
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 21:50
Green Guatemala að slitna frá bryggju á Neskaupstað í dag
Strekkings vindur er búinn að vera í dag á Neskaupstað og gekk á með hvössum rokum seinnipartinn og þá byrju landfestar frystiskipsins Green Guatemala að slitna að framan, Rúmlega fjögur í dag voru Hafbjörg og Vöttur kölluð út til aðstoðar skipinu og tókst að koma því aftur að bryggju, Var síðan haldið við skipið til kl 18.30, en þá var farið að lægja og búið að binda skipið betur og náði Bjarni Guðmundsson þá i mynd þegar hann var á leið inn í Hafbjörgu en sést er skipið var komið frá hafnarkantinum.
Green Guatermala, að slitna frá á Neskaupstað í dag © myndir og texti Bjarni G, 29. jan. 2012
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 21:00
Ljósafell SU 70, Hannes Andrésson SH 737 og Sandvíkingur ÁR 14 í dag
1254. Sandvíkingur ÁR 14
1277. Ljósafell SU 70, bíður löndunar og 1371. Hannes Andrésson SH 737
1371. Hannes Andrésson SH 737
1371. Hannes Andrésson SH 737 © myndir Óðinn Magnússon, í Fáskrúðsfirði í dag, 29. jan. 2012
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 20:00
Ægir á Fáskrúðsfirði í dag
1066. Ægir, Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 29. jan. 2012
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 19:00
Smábátahöfnin Fáskrúðsfirði í dag
Smábátahöfnin, Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 29. jan. 2012
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 18:00
Skip Sigurðar fáfnisbana
Síðla sumarsins 1966, luku þeir hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur að smíða skip sem að mig minnir átti að nota í kvikmynd um Sigurð fáfnisbana. Eftir þá notkun minnir mig að skipið hafi verið flutt á eitthvert vatnið þar sem það átti að notast.
Sé þetta ekki rétt þá vonast ég til að fá ábendingu um það, en til þess hafa menn notað einhverja af þessum þrem leiðum. Tölvupóstinn, símtal eða þá það algengasta sem er í gegn um Facebookið.






Skip Sigurðar Fáfnisbana, hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur, síðla sumars 1966. Vönduð smíði að sjá © myndir af Fb síðu SN
Sé þetta ekki rétt þá vonast ég til að fá ábendingu um það, en til þess hafa menn notað einhverja af þessum þrem leiðum. Tölvupóstinn, símtal eða þá það algengasta sem er í gegn um Facebookið.
Skip Sigurðar Fáfnisbana, hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur, síðla sumars 1966. Vönduð smíði að sjá © myndir af Fb síðu SN
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 17:00
Jacek og Darek að græja fuglafælur og Tjaldur SH
Þessar tvær tók Sigurbrandur af bátadekkinu á Örvari SH 777 og báturinn í baksýn á annari myndini er systurskipið 2158. Tjaldur SH 270. Menninrnir eru pólverjarnir Jacek og Darek hásetar á Örvari, alveg hörkudulegir strákar. Þarna voru þeir að græja fuglafælur fyrir túrinn, að sögn Sigurbrands.

Skipverjar á Örvari, hásetarnir Jacek og Darek að græja fuglafælur

Systurskip Örvars, 2158. Tjaldur SH 270 © myndir Sigurbrandur, vorið 2010
Skipverjar á Örvari, hásetarnir Jacek og Darek að græja fuglafælur
Systurskip Örvars, 2158. Tjaldur SH 270 © myndir Sigurbrandur, vorið 2010
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 16:00
ÚT af Malarrifi vorið 2009
Þessar myndir tók Sigurbrandur við Malarrif vorið 2009 og eru af 972 Kristínu ÞH 157 og birtunni á hafinu þennan vordag.

972. Kristín ÞH 157, á siglingu út af Malarrifi © mynd Sigurbrandur, 2009

972. Kristín ÞH 157, á siglingu út af Malarrifi © mynd Sigurbrandur, 2009

Birtan á hafinu þennan vordag 2009 © myndir Sigurbrandur.
972. Kristín ÞH 157, á siglingu út af Malarrifi © mynd Sigurbrandur, 2009
972. Kristín ÞH 157, á siglingu út af Malarrifi © mynd Sigurbrandur, 2009
Birtan á hafinu þennan vordag 2009 © myndir Sigurbrandur.
Skrifað af Emil Páli
29.01.2012 15:20
Heimir Kúld botnhreinsar Maríu
Heimir Kúld Björnsson útgerðarmaður 6893. Maríu SH 14 að botnhreinsa bátinn á bryggjuni í Skipavík vorið 2009. Báturinn við hliðina er 7359. Friðborg SH 68

Heimir Kúld Björnsson, botnhreinsar 6972. Maríu SH 14, á bryggjunni í Skipavík, vorið 2009 og við hliðina er 7359. Friðborg SH 68 © mynd Sigurbrandur
Heimir Kúld Björnsson, botnhreinsar 6972. Maríu SH 14, á bryggjunni í Skipavík, vorið 2009 og við hliðina er 7359. Friðborg SH 68 © mynd Sigurbrandur
Skrifað af Emil Páli
