Færslur: 2012 Janúar
07.01.2012 14:00
Júlíus Geirmundsson ÍS 270
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, á Halanum 1988 © mynd Kristinn Benediktsson
07.01.2012 13:00
Margrét EA 710
Margrét EA 710, á Halanum © mynd Kristinn Benediktsson, 1988
07.01.2012 12:30
2.266 skip á aðalskipaskrá
Skipum á íslenskri aðalskipaskrá hefur fjölgað um 16 frá árinu 2010. Á árinu 2011 voru frumskráð og endurskráð skip 41 en afskráð skip voru 25. Á aðalskipaskrá 1. janúar 2012 voru samtals 2.266 skip
Fram kemur á vef Fiskistofu að á árinu 2011 hafi orðið mestar breytingar á skráningu fiskiskipa undir 15 brúttótonnum, en þeim hafi fjölgað úr 1.224 í 1.256. Í þeim flokki hafi verið 15 skip frumskráð, 12 skip endurskráð og 19 skip skráð sem fiskiskip en voru áður skemmtiskip eða skráð til annarrar notkunar.
Nokkur fiskiskip voru afskráð eða notkun þeirra breytt, þannig að fjölgun skráðra fiskiskipa undir 15 brúttótonnum var 32 skip.
07.01.2012 12:00
Skafti SK 3
Skafti SK 3, í þoku á Vestfjarðarmiðum © mynd Kristinn Benediktsson, 1988
07.01.2012 11:00
Arnar HU 1
1307. Arnar HU 1, á Halamiðum © mynd Kristinn Benediktsson, 1988
07.01.2012 10:00
Netabátur á Selvogsbanka
Netabátur, Sigurður Þorleifsson GK 256, á Selvogsbanka © mynd Kristinn Benediktsson, 1988
07.01.2012 00:00
Þegar Hólmavík var með togarann Hólmadrang ST 70. Hvenær verður næst togari í eigu Stranda?
Þegar Hólmavík var með togarann Hólmadrang ST 70. Hvenær verður næst togari í eigu Stranda?


1634. Hólmadrangur ST 70, sá blái, en hinn þekki ég ekki © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
06.01.2012 23:30
Sprengjusveit eyðir tundurdufli á Héraðssandi
Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um dufl sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var upplýst um málið og fengu þeir sendar myndir sem staðfestu að um var að ræða tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni. Talið var nauðsynlegt að fara á staðinn til eyðingar.
Komu sprengjusveitarmenn austur í gærkvöldi og í birtingu var haldið á staðinn. Var um að ræða eitt dufl og reyndist vera sprengiefni í því. Var því eytt á staðnum með dínamíti og plastsprengiefni. Ekki sáust fleiri dufl í sandinum að þessu sinni.

Sprengjusérfræðingur kannar innihald duflsins
Að sögn sprengjusérfræðinga geta tundurdufl varðveist vel í sandi ef þau er alveg grafin niður en koma upp á yfirborðið við breytingar í sandinum - eins geta þau horfið skyndilega. Mikilvægt er fyrir sprengjusérfræðinga að vera fljótir á vettvang eftir að tilkynning um dufl hefur borist til þeirra. Best er að hafa samband við 112 sem gefur samband áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.
06.01.2012 23:20
Ísbjörn ÍS: Skrúfu og stýrislaus við bryggju
2276. Ísbjörn ÍS 304, við Ægisgarð í Reykjavík © mynd Emil Páll, 24. des. 2011
06.01.2012 23:10
Sólblossi festur á filmu
Meðalstór sólblossi og kórónusvketta varð á fjærhlið sólarinnar 2. janúar sl. Fram kemur á bloggsíðu Stjörnufræðivefjarins að Solar Dynamics Observatory gervitungl NASA hafi fylgst með sýningunni í um þrjár klukkustundir þegar rafgasið streymdi tignarlega út í geiminn.
"Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði náði hluti rafgassins ekki að sleppa frá sólinni og féll aftur niður á yfirborðið í nokkurs konar rafgasrigningu.
Þessi skvetta beindist ekki að jörðinni en ef svo hefði verið, hefði líklega orðið glæsileg norðurljósasýning tveimur til þremur dögum síðar," segir á bloggsíðunni.
06.01.2012 23:00
Frár og Mars
1595. Frár VE 78 og 2154. Mars RE 205, í Reykjavík © mynd Ragnar Emilsson 2010
06.01.2012 22:00
Frár VE 78
1595. Frár VE 78, í Reykjavíkurhöfn © myndir Ragnar Emilsson,
06.01.2012 21:00
Björgúlfur EA 312
1476. Björgúlfur EA 312 © mynd Ragnar Emilsson, 2011
06.01.2012 20:00
Jón Vídalín VE 82
1275. Jón Vídalín VE 82, í Reykjavík © mynd Ragnar Emilsson, 2011
