Færslur: 2012 Janúar
11.01.2012 19:00
Togarar í Grindavíkurdýpi 1976
Togarar í Grindavíkurdýpi © mynd Kristinn Benediktsson, 1977
11.01.2012 18:30
Mikið af nafngreindum og ónafngreindum bátum - sjá nánar á miðnætti
Nöfn sumra verða birt á miðnætti svo og syrpan öll
11.01.2012 18:00
Sighvatur GK 57 fyrir tæpum 30 árum
Sighvatur GK 57, í Grindavíkurhöfn © mynd Kristinn Benediktsson, 1983
11.01.2012 17:00
Reknetin dregin og fara í gegn um hristarann
Reknetin dregin í Skógey SF 53 um miðja nótt. Þau eru dregin yfir dekkið í gegn um netahristarann, en þaðan rennur síldin niður í lest. Karlarnir standa bak við hristarann og greiða netin og gera þau klár fyrir næstu lögn © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
11.01.2012 16:00
Vélstjórinn gerir við þegar lagt er í róður
Vélstjórinn á Skógey SF 53, gerir við brotna lunningu á bátnum, þegar lagt er á stað í róður © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
11.01.2012 15:00
Færarekkinn bíður klár - Sigurður Ólafsson SF nálgast
Færarekkinn bíður klár fyrir lögnina á Skógey SF, þennan eftirmiðdag sem Kristinn Benediktsson brá sér í róður með honum.
Færarekkinn bíður klár fyrir lögnina á Skógey SF 53, þennan eftirmiðdag sem Kristinn Benediktsson brá sér í róður með honum - þarna sést einnig Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd Kristinn Benediktsson, 1978
11.01.2012 14:00
Bátur nálgast Hvanneyna
Bátur (Stjarnan RE 3) nálgast Hvanneyna, sem er í ósnum á Hornafjarðarfljóti, þar sem siglt er inn í innsiglinguna til hafnarinnar á Höfn í Hornafirði © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
11.01.2012 13:00
Hamrasvanur SH 201 á reknetamiðunum
Hér koma tvær myndir er sýna Hamrasvan SH 201 á reknetamiðunum.
Hamrasvanur SH 201 á reknetamiðunum © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
11.01.2012 12:00
Bátarnir bíða næturinnar á reknetaveiðum út af Hornafirði
Bátarnir voru á miðunum og bíða næturinnar til að fara að leggja netin © myndir Kristinn Benediktsson, 1978
11.01.2012 09:30
Dalakollur SU 6
6476. Dalakollur SU 6 © mynd Ragnar Emilsson, 2011
11.01.2012 00:00
Sigurður Ólafsson SF 44 tekur humartrollið
787. Sigurður Ólafsson SF 44, á humarveiðum í Hornarfjarðardýpi. Sést þegar hann er að taka trollið og hífa inn pokann fullan af humri © myndir Kristinn Benediktsson, 1977
10.01.2012 22:10
Tjaldur SU 179
5655. Tjaldur SU 179 © mynd Ragnar Emilsson, 2011
10.01.2012 21:45
Kiddi Lár lengdur á Siglufirði
Búið er að ganga frá því að báturinn verður lengdur á Siglufirði en ekki hjá Sólplasti í Sandgerði eins og sumir síðuhöfundar höfðu fullyrt. Ástæðan er sú að vegna veiðiskyldu sem er á bátnum þurfti verkið að taka skemmri tíma en Sólplast gat framkvæmt, vegna mikillar verkefnastöðunnar hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að leggja af stað með bátinn norður á morgun.
2704. Kiddi Lár GK 501, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði © mynd Emil Páll, 12. feb. 2010
2704. Kiddi Lár GK 501, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 10. jan. 2010
