Færslur: 2011 Október
05.10.2011 23:00
Baldur áfram á Breiðafirði
Landeyjarhöfn mbl.is/RaxPáll Kr. Pálsson stjórnarformaður Sæferða í Stykkishólmi segir ekki forsendur fyrir að nýta Breiðafjarðarferjuna Baldur í siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í vetur nema fengið verði annað skip sem geti fullnægt siglingaleiðinni yfir Breiðafjörð.
"Við erum reiðubúin til að setjast við borðið og ræða þessi mál. Siglingaleiðin yfir Breiðafjörð er hins vegar lífæðin í okkar starfsemi og því verður ekki breytt. Annars er þessi hugmynd mjög spennandi, ef það er hægt að finna leið sem þjónar hagsmunum allra, þ.e. einstaklingum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum og á sunnanverðum Vestfjörðum, Vegagerðinni og Sæferðum," sagði Páll í samtali við Skessuhorn.
Óvissa ríkir enn um samgöngur við Eyjar í vetur, ljóst er að Herjólfur, sem verið hefur í slipp í Danmörku, mun nota Þorlákshöfn í vetur og samningur við Breiðafjarðarferjuna Baldur runninn út. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vill, að því er fram kom á mbl.is í gær, að Baldur verði notaður í vetur.
En mörgum Eyjamönnum finnst það léleg lausn, Baldur geti að vísu notað Landeyjahöfn en sé einfaldlega of lítill. Nýja höfnin skiptir sköpum fyrir Vestmannaeyjar, ferðir þangað af meginlandinu voru þrisvar sinnum fleiri fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í hittifyrra. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu í Eyjum segja rekstrargrundvöll þeirra standa og falla með Landeyjahöfn. Þeir hafa boðað samstöðufund á Básaskersbryggju klukkan 15 á morgun til að mótmæla "neyðarástandi þjóðvegarins Ísland-Vestmannaeyjar".
05.10.2011 22:53
Stálu björgunarbúnaði af bryggjunni
Mynd: Björgvin Sigurjónsson með Björgvinsbelti í höndunum, svipað og því sem stolið var. (Eyjafrettir.is)
Svokölluðu Björgvinsbelti sem er björgunarbúnaður og notaður til að bjarga mönnum úr sjó, var stolið af bryggjunni á Suðurgarði milli kl. 19:30 og 20:30 síðastliðið laugardagskvöld. Á öryggismyndavélum sést að þarna voru unglingar á ferð og er þeirra nú leitað. Málið er litið grafalvarlegum augum enda geta skapast þær aðstæður að björgunarbúnaður af þessu tagi skipti sköpum við björgun þegar einhver fellur í höfnina. Þeir sem tóku björgunarbúnaðinn eru hvattir til þess að skila honum aftur á sinn stað.
Fleiri spellvirki voru unnin á bryggjunum því unglingarnir skildu eftir sig veggjakrot. Þeir sem kunna að hafa orðið varir við mannaferðir á fyrrnefndum tíma eru beðnir að hafa samband við hafnarstjóra eða lögreglu.
05.10.2011 22:00
Hvaða bátur er hér að brenna? Hvenær? og hvar? - Allt um það á miðnætti
Hvaða bátur er hér að brenna, hvenær og hvar? Allt um það hér á síðunni á miðnætti
05.10.2011 21:00
Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Skipasmíðastöð Njarðvikur, fyrir einhverjum árum © mynd úr auglýsingabæklingi fyrirtækisins
05.10.2011 20:00
Rúna RE 150 / Fleygur KE 113 / Kristín Jónsdóttir ÍS 196
781. Rúna RE 150 © mynd Snorrason
781. Fleygur KE 113 © mynd Snorrason
781. Kristín Jónsdóttir ÍS 196 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, á Akureyri, 1961. Úreldur sumarið 1992 og fargað 11. sept. 1992.
Nöfn: Sólrún EA 151, Rúna EA 251, Rúna RE 150, Reynir AK 18 og aftur Rúna RE 150, Fleygur KE 113 og Kristín Jónsdóttir ÍS 196
05.10.2011 19:00
Stefnir ÍS 28
1451. Stefnir ÍS 28 © mynd úr Fiskifréttum, ljósm.: ókunnur
05.10.2011 18:23
Júpiter og Börkur mætast
Hér mætast 130. Júpiter og 1020. Börkur NK 122, árið 1968 © mynd úr Fiskifréttum, ljósm. ókunnur en úr safni Kristins Benediktssonar
05.10.2011 16:15
Gullvagninn
05.10.2011 16:00
Benni Sæm eða Siggi Bjarna
2430. Benni Sæm GK 26 eða 2454. Siggi Bjarna GK 5, í Garðsjó í dag © myndir Emil Páll, 5. okt. 2011
05.10.2011 15:20
Sami eigandinn af þeim öllum
Bátarnir þrír sem allir eru framleiddir hjá Bláfelli á Ásbrú, fyrir sama aðilann © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011
05.10.2011 14:43
Sandgerði í dag
Framan við Samkomuhúsið í Sandgerði í dag
Það var ansi sérkennilegt að aka um Sandgerði nú upp úr kl. 14 í dag eða meðan útför litla drengsins sem tók sitt líf á dögunum fór fram. Mörg fyrirtæki höfðu lokað, ekki einn einasti sást gangandi um bæjarfélagið og örfáir bílar voru á ferðinni. Til stóð að útvarpa frá útförinni og ef þörf yrði myndi fólki gefast kostur á að hlýða á útförina í Grunnskólanum, auk Safnaðarheimilisins, þar sem útförin fór fram. Það eina sem kom mér á óvart var hversu fáir í raun flögguðu í hálfa stöng, miðað við það hversu Sandgerðingar höfðu hópast saman í sorginni átti ég von á að flaggað yrði víðar.
Við Safnaðarheimilið í Sandgerði - ekki má þó álíta að þetta hafi verið einu staðirnir sem flaggað var á því það fer víðs fjarri © myndir Emil Páll, 5. okt. 2011
05.10.2011 12:42
Axel, í Sandgerði
Axel, í Sandgerði í morgun © myndir Emil Páll, 5. okt. 2011
05.10.2011 10:00
Röstin GK 120
923. Röstin GK 120, í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur, í morgun © mynd Emil Páll, 5. okt. 2011
05.10.2011 09:00
Svala Dís KE 29
1666. Svala Dís KE 29 © mynd Emil Páll, 25. jan. 2011
