05.10.2011 20:00

Rúna RE 150 / Fleygur KE 113 / Kristín Jónsdóttir ÍS 196

Þótt ótrúlegt sé, þá finn ég mjög fáar myndir af þessum báti, en tel þó að ég eigi að eiga þær fleiri. Því birti ég aðeins myndir af honum með þremur nöfnum af þeim sex sem hann hefur borið.


                        781. Rúna RE 150 © mynd Snorrason


                         781. Fleygur KE 113 © mynd Snorrason  


     781. Kristín Jónsdóttir ÍS 196 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur 

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, á Akureyri, 1961. Úreldur sumarið 1992 og fargað 11. sept. 1992.

Nöfn: Sólrún EA 151, Rúna EA 251, Rúna RE 150, Reynir AK 18 og aftur Rúna RE 150, Fleygur KE 113 og Kristín Jónsdóttir ÍS 196