05.10.2011 14:43

Sandgerði í dag


                               Framan við Samkomuhúsið í Sandgerði í dag

Það var ansi sérkennilegt að aka um Sandgerði nú upp úr kl. 14 í dag eða meðan útför litla drengsins sem tók sitt líf á dögunum fór fram. Mörg fyrirtæki höfðu lokað, ekki einn einasti sást gangandi um bæjarfélagið og örfáir bílar voru á ferðinni. Til stóð að útvarpa frá útförinni og ef þörf yrði myndi fólki gefast kostur á að hlýða á útförina í Grunnskólanum, auk Safnaðarheimilisins, þar sem útförin fór fram. Það eina sem kom mér á óvart var hversu fáir í raun flögguðu í hálfa stöng, miðað við það hversu Sandgerðingar höfðu hópast saman í sorginni átti ég von á að flaggað yrði víðar.


        Við Safnaðarheimilið í Sandgerði - ekki má þó álíta að þetta hafi verið einu staðirnir sem flaggað var á því það fer víðs fjarri © myndir Emil Páll, 5. okt. 2011