Færslur: 2011 Október
10.10.2011 22:00
Röstin GK 120
923. Röstin GK 120, í Skipasmíðastöð Njarðvikur í dag © myndir Emil Páll, 10. okt. 2011
10.10.2011 21:35
Heimta Baldur til Eyja í vetur
Þess var krafist á fjölmennum mótmælafundi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum í gær að Baldur yrði fenginn til að sigla milli lands og Eyja í vetur. Á fimmta hundrað manns voru saman komnir á bryggjunni.
"Það er algjörlega óásættanlegt að þjóðvegurinn sé lokaður að stórum hluta vegna mannlegra mistaka," sagði skipuleggjandinn Sigurmundur Gísli Einarsson um siglingaleiðina til og frá Landeyjahöfn.
Þá kröfðust mótmælendur þess að ráðherra samgöngumála og fulltrúar Vegagerðar og Siglingamálastofnunar myndu sitja fyrir svörum á opnum fundi í Eyjum.
10.10.2011 21:00
Kap VE, Börkur NK, Gulltoppur GK, Guðmundur VE, Beitir NK, Hafbjörg, Vöttur og 3 erlend
1458. Gulltoppur GK 24 og 1293. Börkur NK 122
2363. Kap VE 4 og úti á firði eru Havva Ana og Lapponian Reefer
2363. Kap VE 4
2600. Guðmundur VE 29, 2730. Beitir NK 123 o.fl. úti á firði
2600. Guðmundur VE 29
2629. Hafbjörg og úti á firðinum er Lapponian Reefer
2629. Hafbjörg, Lapponian Reefer, 2734. Vöttur, Reina og 2600. Guðmundur VE 29
2629. Hafbjörg, 2734. Vöttur og Reina
2734. Vöttur, Reina, 2629. Hafbjörg og 1293. Börkur NK 122
Havva Ana
Reina, 2734. Vöttur og 2629. Hafbjörg
© myndir Bjarni Guðmundsson, á Neskaupstað í dag, 10. okt. 2011
10.10.2011 20:00
Tveir fyrrum Vísis bátar, enn í Vísislitum
Þessa mynd tók ég í dag í Skipamíðastöð Njarðvikur, en þar hefur þessi til hægri legið síðan 2003 og er nú í eigu aðila erlendis. Hinn er í sleðanum á leið út slippnum og er enn í útgerð hérlendis.
Hér eru tveir fyrrum Vísisbátar, sem enn eru báðir í Vísislitunum. Þetta eru 971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og fyrrum 1125. Gerður ÞH 110 © mynd Emil Páll, 10. okt. 2011
10.10.2011 19:36
Dælt úr 1195. Álftafelli ÁR

Fréttir | 10. október 2011 | 11:55:46
Dæla úr sökkvandi báti í Njarðvíkurhöfn
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja eru þessa stundina að dæla sjó úr sökkvandi báti í Njarðvíkurhöfn. Tilkynnt var um að Álftafell, sem er 30 tonna fiskibátur, væri að sökkva í höfninni. Sem betur fer var að fjara út og sat báturinn orðið í botni þegar að var komið. Mikill sjór var í bátnum, sem er vélarvana og beið þess að komast í slipp í Njarðvík. VFmynd/hilmarbragi
10.10.2011 19:00
Happi og Seigur
1767. Happi KE 95 og 2219. Seigur, í Njarðvikurslipp í dag © mynd Emil Páll, 10. okt. 2011
10.10.2011 18:20
Guðrún KE 20
1621. Guðrún KE 20, í Njarðvikurhöfn í morgun
1621. Guðrún KE 20, á siglingu síðdegis í dag í átt að upptöku smábáta, í Skipasmíðastöð Njarðvikur
1621. Guðrún KE 20, í upptökuvagninum (Gullvagninum) hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, síðdegis í dag © myndir Emil Páll, 10. okt. 2011
10.10.2011 17:46
Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 - úr slipp
971. Guðrún Guðleifsdóttir, ÍS 25, í sleðanum á leið til sjávar í Njarðvik í dag
971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, við slippbryggjuna í Njarðvík í dag
971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, við bryggju í Njarðvik í dag - ný skeraður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og flottur © myndir Emil Páll, 10. okt. 2011
10.10.2011 12:20
Fagranes EA 71 / Fagranes GK 171
949. Fagranes EA 71 © mynd Snorrason


949. Fagranes GK 171, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll á níunda áratug síðustu aldar
949. Fagranes GK 171, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
949. Fagranes GK 171 © mynd Snorrason
Talinn ónýtur 22. okt. 1990. Brendur við uppfyllinguna í Sandgerðishöfn 1990.
Nöfn. Venus EA 16, Fagnranes EA 16, Fagranes ÍS 99, Fagranes EA 71 og Fagranes GK 171
10.10.2011 09:15
Landeyjarhöfn á röngum stað
mbl.is:
Landeyjahöfn er á röngum stað og hafnargarðar hennar eru rangt hannaðir. Þetta er mat Halldórs B. Nellett, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og skipherra til margra ára.
Halldór sendi Siglingastofnun og fleiri hagsmunaaðilum ítarlega greinargerð fyrir tæpu ári, með ýmsum ábendingum og athugasemdum um Landeyjahöfn. Hann hefur ekki fengið nein viðbrögð frá Siglingastofnun við greinargerð sinni.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag telur Halldór meðal annars, að höfnin hafi átt að vera 2-3 km vestar í Bakkafjöru. Þar sé minni sandburður og meira skjól fyrir austan- og austsuðaustanáttum, svo innsiglingin yrði hættuminni. Hafnargarðarnir séu of stuttir og misráðið hafi verið að hafa hafnarmynnið opið beint til suðurs.
10.10.2011 00:00
Nokkrar skemmdir á Hafsúlunni
Að morgni laugardagsins 8. október 2011, slitnaði Hafsúlan nánast alveg frá bryggju í Keflavík í óveðrinu sem gekk þá yfir. Ef ég hef skilið þetta rétt þá slitnaði skipið alveg að aftan, sem stefnið snéri inn í höfnina og hékk í einum spotta að framan, þegar björgun barst og var því orðinn þversum í höfninni og meira en það því farþegaskipið slóst utan í Happasæl og urðu þó nokkrar skemmdir á Hafsúlunni. Sjást hluta þeirra á myndunum sem nú fylgja, en gert var við skipið til bráðabirgða í Keflavíkurhöfn strax er veðrið gekk niður og sjást myndir sem ég tók bæði áður en bráðabirgðaviðgerðin hófst, svo og á meðan á henni stóð. En í dag mánudag á að ég held að taka skipið upp í slipp í Njarðvik til fullnaðarviðgerðar.
2511. Hafsúlan, í Keflavíkurhöfn. Engar skemmdir urðu á þessari hlið
Hér sést skemmd á síðunni og á einni af rúðunum. Varðandi skemmdirnar þá er er skrokkurinn eins og menn vita úr plasti og því fór hann mjög illa, eins og sést á næstu myndum
Brotin rúða o.fl. skemmdir
Ýmsar smærri skemmdir sáust víða á Hafsúlunni
Um leið og hækkaði í, hófst bráðabirgðaviðgerð, Hér er búið að setja fyrir brotna gluggann
Hér er búið að setja plötur yfir stærstu skemmdirnar og verið að festa eina þeirra
2511. Hafsúlan, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, laugardaginn 8. okt. 2011
09.10.2011 23:00
Færeyska skipið Enniberg
Færeyska skipið Enniberg © mynd Skipini.fo
09.10.2011 22:00
Myndir af Þór í Panamaskurði
Sunnudagur 9. október 2011
Þessar myndir voru teknar aðfaranótt föstudagsins þegar varðskipið Þór fór um Panamaskurð.

09.10.2011 21:00
Hetlenska togskipið Altaire LK 429
Heltenska togskipið Altaire LK 429 © mynd skipini.fo
