10.10.2011 00:00

Nokkrar skemmdir á Hafsúlunni

Að morgni laugardagsins 8. október 2011, slitnaði Hafsúlan nánast alveg frá bryggju í Keflavík í óveðrinu sem gekk þá yfir. Ef ég hef skilið þetta rétt þá slitnaði skipið alveg að aftan, sem stefnið snéri inn í höfnina og hékk í einum spotta að framan, þegar björgun barst og var því orðinn þversum í höfninni og meira en það því farþegaskipið slóst utan í Happasæl og urðu þó nokkrar skemmdir á Hafsúlunni. Sjást hluta þeirra á myndunum sem nú fylgja, en gert var við skipið til bráðabirgða í Keflavíkurhöfn strax er veðrið gekk niður og sjást myndir sem ég tók bæði áður en bráðabirgðaviðgerðin hófst, svo og á meðan á henni stóð. En í dag mánudag á að ég held að taka skipið upp í slipp í Njarðvik til fullnaðarviðgerðar.


                   2511. Hafsúlan, í Keflavíkurhöfn. Engar skemmdir urðu á þessari hlið


        Hér sést skemmd á síðunni og á einni af rúðunum. Varðandi skemmdirnar þá er er skrokkurinn eins og menn vita úr plasti og því fór hann mjög illa, eins og sést á næstu myndum
                                             Brotin rúða o.fl. skemmdir


                             Ýmsar smærri skemmdir sáust víða á Hafsúlunni


            Um leið og hækkaði í, hófst bráðabirgðaviðgerð, Hér er búið að setja fyrir brotna gluggann

                            Hér er búið að setja plötur yfir stærstu skemmdirnar og verið að festa eina þeirra


         2511. Hafsúlan, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, laugardaginn 8. okt. 2011