Færslur: 2011 Október
18.10.2011 22:30
Guldrangur ex Sindri
Guldrangur (rússneskur) ex Sindri, í Kirkenes © mynd Shipspotting, Ole Morten
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 21:45
Fedeval Venture
Hér koma tvær myndir af skipin á leið þess frá Straumsvík í dag og út fyrir Garðskaga, önnur er tekin frá Vatnsnesi, en hin frá Garðskaga. Ég verð þó að skammast mín fyrir að hafa ekki smellt af mynd þegar verið var að hjálpa skipinu frá bryggju í Straumsvík, en á sama tíma fór ég sem farþegi í bifreið á Reykjanesbrautinni og þar með þar framhjá, án þess að smella af. Sárabótin er þó að ég tók mynd af skipinu er það beið utan Straumsvíkur eftir að komast þar af á dögunum og þá mynd birti ég líka nú.

Hér er skipið að nálgast Garðskaga, en myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík í dag

Út af Garðskaga í dag © myndir Emil Páll, 18. okt. 2011

Fedeval Venture, út af Straumsvík © mynd Emil Páll, 11. okt. 2011
Hér er skipið að nálgast Garðskaga, en myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík í dag
Út af Garðskaga í dag © myndir Emil Páll, 18. okt. 2011
Fedeval Venture, út af Straumsvík © mynd Emil Páll, 11. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 21:20
Þ'OR í Halifax í dag
Hið nýja varðskip okkar kom í dag til Halifax í Kanada og þá var þessi mynd tekin.

2769. Þór, í Halifax í Kanada í dag © mynd Shipspotting, K. Watson, 18. okt. 2011
2769. Þór, í Halifax í Kanada í dag © mynd Shipspotting, K. Watson, 18. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 19:15
Jón Gunnlaugs ÁR 444
1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 18. okt. 2011
1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, síðdegis í dag, úti af Garðskaga © myndir Emil Páll, 18. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 17:40
Katsheshvk II í dag
Katsheshvk II, í Hafnarfirði í dag. En eins og áður hefur komið fram er hann í eigu kanadíska dóttursfryrirtækis Vísis hf. í Grindavík, enda málaður í Vísislitunum © mynd Emil Páll, 18. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 16:00
Skvetta SK 7 fer frá Rifi
Hér sjáum við Bátalónsbátinn Skvettu fara í dag frá Rifshöfn áleiðis til nýs útgerðarstaðar á Bíldudal.



1428. Skvetta SK 7, fer í dag frá Rifshöfn áleiðist til Bíldudals © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. okt. 2011
1428. Skvetta SK 7, fer í dag frá Rifshöfn áleiðist til Bíldudals © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 11:35
Fengur HF 89 / Tenor / Ottar Birting
Ekki er ég klár í hvaða röð þessi nöfn eru, nema það að Fengur kom á eftir Tenorsnafninu og eins hét togarinn Ottar Birting þar á undan, en hef síðan heyrt að hann hafi aftur fengið það nafn eftir að hafa verið seldur frá Íslandi. Um réttmæti þess veit ég ekki, en vandamálið er að aðeins eru dagsetningar við þær tvær myndir sem íslendingar hafa tekið af honum.

2719. Fengur HF 89, á Akureyri © mynd Óðinn Magnason, 2010

Tenor, á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson, 2005

Tenor, á Akureyri © mynd af shipspotting

Tenor, á Akureyri © mynd Shipspotting, Kenneth Gibson

Ottar Birting © mynd shipspotting, frode adolfsen
2719. Fengur HF 89, á Akureyri © mynd Óðinn Magnason, 2010
Tenor, á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson, 2005
Tenor, á Akureyri © mynd af shipspotting
Tenor, á Akureyri © mynd Shipspotting, Kenneth Gibson
Ottar Birting © mynd shipspotting, frode adolfsen
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 11:11
Eiríkur Böðvarsson kaupir Röstina GK 120
Eiríkur Böðvarsson, útgerðarmaður hefur fest kaup á Röstinni GK 120 og er báturinn nú í söluskoðun, auk þess sem verið er að gera hann haffærann, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Til að forðast misskilning vegna umræðna, er rétt að geta þess að Eiríkur stendur einn að kaupunum.

923. Röstin GK 120, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 10. okt. 2011
923. Röstin GK 120, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 10. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 10:45
Grímsnes GK 555, á útleið í morgun
89. Grímsnes GK 555, á leið út Stakksfjörðinn, í morgun © myndir Emil Páll, teknar frá Vatnsnesi í Keflavík, 18. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 09:00
M. Ytterstad / Aðalsteinn Jónsson SU 11
M. Ytterstad, í Alesundi, Noregi © mynd Shipspotting, Aage, 14. júní 2005
M. Ytterstad © mynd Shipspotting, Håvard Förde, 17. apríl 2006
2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, hér nýskveraður frá Akureyri © mynd Shipspotting, G.J. Haraldsson, 4. júní 2011
Skrifað af Emil Páli
18.10.2011 00:00
Gullfaxi NK 6 / Þorgrímur ÍS 175 / Þorgrímur KE 81 / Sigurvík SH 117 / Sigurvík VE 555 /

918. Gullfaxi NK 6 © mynd dagsbrúnarætt.bloggar.is

918. Þorgrímur ÍS 175 © mynd Snorri Snorrason
918. Þorgrímur ÍS 175 © mynd Snorrason
918. Þorgrímur KE 81, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 1971

918. Sigurvík SH 117 © mynd Snorrason

918. Sigurvík VE 555 © mynd Snorrason

918. Sigurbára VE 249 © mynd Jón Páll
Smíðaður hjá Mortensen Skibsbygg A/S, Frederikssund, Danmörku 1955. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1971. Mulinn niður í Vestmannaeyjum 2005.
Nöfn: Gullfaxi NK 6, Þorgrímur ÍS 175, Þorgrímur KE 81, Þingey ÞH 102, Sigrún ÞH 169, Sigurvík SH 117, Sigurvík VE 555, Vík VE 555, Skuld VE 263, Sigurbára VE 249 og Hrauney VE 41
Skrifað af Emil Páli
17.10.2011 23:00
Skúmur GK 22 / Valanes T-285-T
Hér kemur systurskip Blika EA 12, en sá er að ég best veit líka enn til, en eins og hinn erlendis.

1872. Skúmur GK 22, þessi við bryggjuna í Grindavík © mynd í eigu Bókasafns Grindavíkur, ljósm.. Kristinn Benediktsson
1872. Skúmur GK 22 © mynd Snorrason
Valanes T-285-T ex 1872. Skúmur GK 22 o.fl., í Båtsfjord © mynd Shipspotting, frode adolfsen, 11. júní 2003
Smíðanúmer 225 hjá Lunde Varv och Verksteds A/B, Ramvik, Svíþjóð 1987, og hannað hjá Polar Konsult A/S. Skipið var smíðað sem skutogari með yfirbyggingu miðskips og sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Afhent í des. 1987 og kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 27. desember 1987. Seldur til Noregs í des. 1996 og síðan til Argentínu 2004.
Nöfn: Skúmur GK 22, Skúmur ÍS 322, Geiri Péturs ÞH 344, Valanes T-1-K, Valanes T-285-T og núverandi nafn: Argenova X
1872. Skúmur GK 22, þessi við bryggjuna í Grindavík © mynd í eigu Bókasafns Grindavíkur, ljósm.. Kristinn Benediktsson
Smíðanúmer 225 hjá Lunde Varv och Verksteds A/B, Ramvik, Svíþjóð 1987, og hannað hjá Polar Konsult A/S. Skipið var smíðað sem skutogari með yfirbyggingu miðskips og sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Afhent í des. 1987 og kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 27. desember 1987. Seldur til Noregs í des. 1996 og síðan til Argentínu 2004.
Nöfn: Skúmur GK 22, Skúmur ÍS 322, Geiri Péturs ÞH 344, Valanes T-1-K, Valanes T-285-T og núverandi nafn: Argenova X
Skrifað af Emil Páli
