Færslur: 2011 September
23.09.2011 09:07
Mímir ÍS 37
89. Mímir ÍS 37 © mynd Púki Vestfjörð. Þennan ísaða þekki ég ekki
23.09.2011 00:00
Brimmyndir
© myndir Púki Vestfjörð
22.09.2011 23:00
Gamlir í höfn
Bátar í höfn á vestfjörðum fyrir löngu löngu síðan © mynd Púki Vestfjörð
22.09.2011 22:00
Tveir nýir á Sjávarútvegssýningunni
2820. Kristján HF 100
7703. Reyfari EA 70 © myndir Bjarni G., á Sjávarútvegssýningunni í dag, 22.sept. 2011
22.09.2011 21:00
Bæjarbryggjan á Ísafirði: Reykjafoss og óþekktir bátar
Reykjafoss og óþekktir bátar, við bæjarbryggjuna á Ísafirði © mynd Púki Vestfjörð
22.09.2011 20:17
Þór afhentur á morgun
Varðskipið Þór verður á morgun afhent Landhelgisgæslunni við hátíðlega athöfn í Asmar-skipasmíðastöðinni, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Gert er ráð fyrir að skipið komi til Íslands 26. október 2011.
Áætlað er að skipið sigli frá Chile nk. þriðjudag. Siglt verður í gegnum Panamaskurð og í heimleiðinni farið í kurteisisheimsóknir til bandarísku og kanadísku strandgæslanna.
Smíði Þórs hófst hinn 16. október 2007 og var varðskipið sjósett 29. apríl 2009 og hlaut þá nafnið Þór sem
dregið er úr norrænni goðafræði. Þegar einungis rúmur mánuður var í afhendingu, laugardaginn 27. febrúar 2010, reið öflugur jarðskjálfti, 8,8 stig, yfir Chile. Í kjölfar jarðskjálftans reið gífurleg flóðbylgja yfir svæðið og olli gífurlegri eyðileggingu. Miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni þar sem Þór var í smíðum. Vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar seinkaði afhendingu varðskipsins um rúmt ár.Skip Landhelgisgæslunnar hafa áður borið nafnið Þór. Fyrsta björgunarskipið sem kom til landsins bar nafnið Þór en það var upphaflega keypt af Björgunarfélagi Vestmannaeyja 26. mars árið 1920 til björgunarstarfa við Vestmannaeyjar. Skipið varð síðar eða árið 1926 upphafið að stofnun Landhelgisgæslunnar. Varðskip í þjónustu Landhelgisgæslunnar hafa borið þetta nafn frá þessum tíma og allt til ársins 1986. Nafnið fór svo úr eigu Landhelgisgæslunnar til útgerðarfélagsins Stálskipa ehf. í Hafnarfirði en Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, heimilaði Landhelgisgæslunni að nýta nafnið.
22.09.2011 20:00
Herðubreið eða Skjaldbreið
95. Herðubreið? eða 192. Skjaldbreið?, fremst á myndinni © mynd Púki Vestfjörð
22.09.2011 18:00
Sæbyr RE 466 nú ST 25
6625. Sæbyr RE 466, nú ST 25, á Hólmavík © mynd Sigurbrandur í nóv. eða des. 2006
22.09.2011 17:14
Guðbjartur Kristján ÍS 20
1052. Guðbjartur Kristján ÍS 20 © mynd Púki Vestfjörð
22.09.2011 16:39
Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102
971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102 © mynd Púki Vestfjörð
22.09.2011 16:05
Bolungarvík í september 2006
Smábátahöfnin: Þarna þekkjast aðeins 7331. Albert Jó SH 707 og 6934. Rán ÍS
Það er sama með þessa mynd úr smábátahöfninni, aðeins þekkist sá sem er fremstur en það er 1653. Örkin ST 19
1305. Garðar GK 53, Skipavíkurbátur frá Stykkishólmi, 1502. Páll Helgi ÍS 142, innan við hann er sótugur og óþekkjanlegur bátur, 2579. Glaður ÍS 421. Í fjaska eru 1458. Egill Halldórsson SH 2 og 7548. Ásdís ÍS 555
© myndir Sigurbrandur í Bolungarvík í sept. 2006

