Færslur: 2011 September

17.09.2011 13:48

Í brúnni á Páli Pálssyni ÍS

Góður lesandi síðunar kom með ábendingu um að þessi mynd væri ekki frá Ljósafellinu, heldur Páli Pálssyni ÍS. Nafngreinir hann mennina og birti ég það fyrir neðan myndina
                                        Þessi mynd er klárlega tekin um borð í Páli Pálssyni, því maðurinn með skeggið í ljósbláu skyrtunni (sem hvílir báða handleggi á siglingatækjaborði) er Guðmundur Óli Lyngmó vélstjóri á Ísafirði. Maðurinn í dökkbláu skyrtunni hægra megin á myndinni (sem hvílir annan handlegginn á sama tækjaborði) er Bernharð Överby, fv. skipstjóri á Páli Pálssyni. Ég þori svo að hengja mig, skjóta og skera uppá það að maðurinn í röndóttu skyrtunni  (milli Óla og Benna) er Addi Kitta Gauj, Guðjón Arnar Kristjánsson, þá skipstjóri á Páli.

          Svo mörg voru þau orð og sendi ég þeim sem benti á þetta, bestu þakkir fyrir

17.09.2011 09:44

Benarkle PD 400


                                        Benarkle PD 400 © mynd Irish Skipper

17.09.2011 09:30

Advance INS.77


                                               Advance INS.77 © mynd Irish Skipper

17.09.2011 00:00

Ljósafell í klössun í Póllandi - 3. og síðasti hluti

Hér kemur 3. og síðasti hluti af myndum frá því að Ljósafellið var í fyrstu klössun út í Póllandi 88 og 89 ljósmyndari Högni Páll vélstjóri. Menn sem þekkjast í bláum galla er Ólafur Gunnarsson þáverandi stýrimaður á Ljósafelli og við vél ber að ofan Krístmundur Þorleifsson vélstjóri núna á Hoffelli.
    1277. Ljósafell, í klössun í Póllandi 1988 og 1989, Það verð ég að viðurkenna að aldrei hafði ég gert mér grein fyrir að skip væri nánast tekið í nefið, við slíka klössun, en það lærði ég á þessari löngu syrpu sem ég sýndi í þremur hlutum, enda er myndafjöldinn alls 42 myndir og því mjög fróðlegar heimildir © myndir Högni Páll

16.09.2011 23:00

Hólmavíkurhöfn í fyrradag
    Fleiri myndir á vefnum holmavik.123.is © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

16.09.2011 22:00

Dalatangi í morgun
                       Dalatangi, í morgun © myndir Bjarni G., 16. sept. 2011

16.09.2011 21:32

Háey II ÞH 275 siglir inn Seyðisfjörð í morgun
      2757. Háey II ÞH 275, á leið til Seyðisfjarðar í morgun © myndir Bjarni G., 16. sept. 2011
                     

16.09.2011 20:24

Frosti ÞH 229 á leið inn Norðfjörð í morgun
         2067. Frosti ÞH 229, á leið inn Norðfjörð í morgun © myndir Bjarni G., 16. sept. 2011

16.09.2011 19:52

Lágey ÞH 265 á Seyðisfirði í morgun

Hér er myndasyrpa sem Bjarni Guðmundsson tók á Seyðisfirði í morgun er björgunarbátarnir komu með Lágey ÞH 265 til hafnar þar eftir strandið.


           2651. Lágey ÞH 265, á Seyðisfirði í morgun © myndir Bjarni G., 16. sept. 2011

16.09.2011 19:00

Odra landaði rúmum 500 tonnum af grálúðu

Togarinn ODRA landar nýlega í Hafnarfirði rúmlega 500 tonnum af grálúðu, sem skipið fékk á Grænlandsmiðum. Odra var 53 daga í veiðiferðinni, en Odra fór frá Hafnarfirði 16. júlí síðasliðinn. Togarinn er frá vinabæ Hafnarfjarðar Cuxhaven og er frá fyrirtækinu Deutche FishFang Union, en DFFU, eins og nafn fyrirtækisins er gjarnan skrifað, er í eigu Samherja ehf. Odra hefur verið reglulegur gestur í Hafnarfjarðarhöfn og borið hingað verðmætan afla í hvert sinn. Að lokinni löndun og kaupum á annarri þjónustu hélt Odra aftur til veiða við Austur Grænland.


    Odra kemur inn til Hafnarfjarðar © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar

16.09.2011 18:00

Eitur í skelfiski úr Eyjafirði

Eitur í skelfiski úr Eyjafirði

Mynd: Shutterstock
Mynd: www.shutterstock.com.
Matvælastofnun varar sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði eftir að eitur mældist yfir viðmiðunarmörkum í sýnum sem nýlega voru tekin úr firðinum. Eiturefnin nefnast PSP og DSP.

Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar getur neysla á PSP eitruðum skelfiski valdið lömun í mönnum og neysla á DSP getur valdið kviðverkjum, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Eitrunareinkenni PSP koma fram 2-12 tímum eftir neyslu, en þau eru allt frá doða í munni til lömunar og geta leitt til dauða vegna öndunarlömunar. Einkenni DSP eitrunar koma fram fljótlega eftir neyslu skelfisksins og líða hjá innan nokkurra daga.

Mikið magn af eitruðum þörungum hefur mælst í Eyjafirði en hafa varla sést í Breiðafirði í sumar.


frettir@ruv.is

16.09.2011 17:00

Ljósafellið í Póllandi - 2. hluti af 3

2. hluti af myndum frá því að Ljósafellið var í fyrstu klössun út í Pólandi 88 og 89 ljósmyndari Högni Páll vélstjóri. Menn sem þekkjast í bláum galla er Ólafur Gunnarsson þáverandi stýrimaður á Ljósafelli og við vél ber að ofan Krístmundur Þorleifsson vélstjóri núna á Hoffelli. 3. og síðasti hluti myndanna kemur inn á miðnætti.


      1277. Ljósafell SU 70 í klössun í Póllandi 1988 - 89, 2. hluti © myndir Högni Páll. 3. og síðasti hluti af myndum frá þessu koma inn á miðnætti

16.09.2011 16:05

Páll Pálsson ÍS 102 í Póllandi 1988


                   1274. Páll Pálsson ÍS 102, í klössun í Póllandi 1988 © mynd Högni Páll

16.09.2011 15:25

Ljósafellið í klössun í Póllandi 1988 og 89

Myndir frá því að Ljósafellið var í fyrstu klössun út í Pólandi 88 og 89 ljósmyndari Högni Páll vélstjóri. Menn sem þekkjast í bláum galla er Ólafur Gunnarsson þáverandi stýrimaður á Ljósafelli og við vél ber að ofan Krístmundur Þorleifsson vélstjóri núna á Hoffelli
      1277. Ljósafell SU 70, í fyrstu klössun í Póllandi 1988 og 1989 © myndir Högni Páll

16.09.2011 15:02

Lágey sigldi á sker

 Innlent | mbl | 16.9.2011 | 11:57 | Uppfært 12:33

Lágey í höfn á Seyðisfirði í morgun. stækka

Lágey í höfn á Seyðisfirði í morgun. mynd/Gunnlaugur Bogason

Línubáturinn Lágey, sem strandaði á Seyðisfirði um sexleytið í morgun, sigldi á sker. Þetta segir útgerðarstjóri G.P.G. Fiskverkunar, sem gerir bátinn út.

Báturinn liggur nú við höfn á Seyðisfirði og verið er að skoða skemmdir á honum. Fjórir voru í áhöfn bátsins og sakaði þá ekki.