Færslur: 2011 September

04.09.2011 15:41

Fjord Touring


        7181. Fjord Touring, siglir út úr Grófinni eftir hádegi í dag © myndir Emil Páll, 4. sept. 2011

04.09.2011 14:32

Ribsafari.is

Þessi hraðbátur vakti nokkra athygli i Grófinni um helgina, enda hér á ferðinni skemmtibátur sem tekur að mér sýnist hátt í 20 farþega í sæti.


           7671. Ribsafari.is, í Grófinni í Keflavík © myndir Emil Páll, 4. sept. 2011

04.09.2011 13:23

Faxavík KE 65 (eldri)


    Faxavík KE 65 © mynd úr Faxa, 1966, ljósm.: ókunnur


                                Faxavík KE 65 © mynd Snorrason

Smíðuð í Djupvik, Svíþjóð 1933. Flutt hingað til lands 1945.  Dæmd ónýt v/fúa 1962

Nöfn: Res, Rex RE 9, Nanna RE 9, aftur Rex RE 9 og Faxavík KE 65

04.09.2011 07:33

Smíðaður 1955, ónýtur 1968, endurbyggður 1970 og brotinn niður 2008

Hér er á ferðinni einn af hinum dæmigerðu eikar vertíðarbátum sem bar mörg nöfn.
              630. Kap VE 272 © mynd Snorrason


                          630. Kap RE 211 © mynd Snorrason


    630. Faxavík KE 65, kemur til Keflavíkur eftir endurbyggingu © mynd Emil Páll í des. 1970.                      630. Sæbjörg KE 93, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll


    630. Lýður Valgeir SH 40, í Keflavíkurhöfn © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar


                       630 Lýður Valgeir SH 40 © mynd Snorrason


      630. Jón Trausti ÍS 789, í slippnum á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson


    630. Sægreifinn EA 159, brotinn niður í Akureyrarslipp © mynd Þorgeir Baldursson, 19. desember 2008

Smíðaður hjá Scheepsbow Werft N.v. Strandby, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Talinn ónýtur 1968. Endurbyggður eftir teikningu Bjarna Einarssonar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1970 og settur aftur á skrá það ár.  Skráður sem skemmtibátur 1997. Tekinn af skrá 9. nóv. 2002, hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1995. Brotinn niður í Akureyrarslipp 19. desember 2008.

Nöfn: Kap VE 272, Kap SH 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5, Jón Trausti ST 5, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159.

04.09.2011 00:00

Stígandi VE sækir ís til Njarðvíkur

Togskipið sem var að koma ad höfuðborgarsvæðinu, kom til Njarðvikur um kl. 21 og var farið þaðan aftur um kl. 22. Þar sem það lagðist að ísafgreiðslunni slæ ég því föstu að það hafi verið að sækja ís.
Eftirfarandi syrpu tók ég í kvöld þegar skipið var að koma til Njarðvíkur og lagðist að  ísafgreiðslunni.
               1664. Stígandi VE 77, í Njarðvik um kl. 21 © myndir Emil Páll, 3. sept. 2011

03.09.2011 23:00

Baldur og Stígandi


    2074, Baldur á siglingu fyrir Vatnsnesið og fjær sést í 1664. Stíganda VE 77 á leið til Njarðvikur´, á níunda tímanum í kvöld © mynd Emil Páll, 3. sept. 2011

03.09.2011 22:00

Baldur gætir hátíðargesti

Eina varðskipið sem við íslendingar höfum í þjónustu okkar þessa mánuðina, var í kvöld í gæslu fyrir utan Keflavíkina, þar sem tugi þúsunda manns eru samankomnir niðrundir sjó. Hefur það verið venjan undanfarin ár að fjöldi skipa eru við gæslu og hugsanlegrar hjálpar ef með þar. Tók ég þessar myndir í kvöld er skipið kom frá Keflavíkiurhöfn og var að sigla fyrir Vatnsnesið á leið sinni inn á Keflavíkina.


              2074. Baldur, út af Vatnsnesi í kvöld © myndir Emil Páll, 3. sept. 2011

03.09.2011 21:30

Stígandi VE 77, í Njarðvík

Stígandi VE 77, kom í kvöld eftir að farið var að dimma, til Njarðvikur, en mér tókst með minni góðu vél að ná myndum af honum sem ég sýni á miðnætti, Um leið segi ég frá því hverra erinda hann var að koma til Njarðvikur
         1664. Stígandi VE 77, kemur til Njarðvikur í kvöld, Fleiri myndir og frásögn á miðnætti © myndir Emil Páll, 3. sept. 2011

03.09.2011 20:25

Glen Carron A427 / Skipaskagi AK 102 / Sturla GK 12 / Sólborg I ÍS 260 / Hallgrímur BA 77

Einn af þessum litlu togurum sem keyptir voru notaðir frá Skotlandi og var þessi þá 8 ára gamall. Hann er sá eini þeirra sem enn er í útgerð hérlendis.


                             Glen Carron A 427 © mynd Travel Photos Gallery


                          Glen Carron A 427 © mynd Travel Photos Gallery


         1612. Skipaskagi AK 102 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


         1612. Skipaskagi AK 102 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                          1612. Sturla GK 12 © mynd Snorrason


                                              1612. Sólborg I  ÍS 260


               1612. Sólborg I ÍS 260 © mynd Jón Páll Jakobsson, 2005


                      1612. Hallgrímur BA 77 © mynd Ship Photos, Gunni 2007


                     1612. Hallgrímur BA 77 © mynd Emil Páll, 2009

Smíðanúmer 327 hjá Clelands Shipbuilding og Co Ltd., Wellsend, Bretlandi 1974. Sjósettur 15. október 1973 og afhentur í jan. 1974. Kom í íslenska flotann 1. maí 1983.

Lá í fjölda ára í Reykjavíkurhöfn og var tekið úr Klassa Lioyds 12. október 2005, en fór síðan aftur í útgerð og nú til rækjuveiða veturinn 2010.

Nöfn: Glen Carron A 427, Skipaskagi AK 102, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Sturla GK 12, Sólborg I ÍS 260,  Hallgrímur BA 77 og núverandi nafn: Hallgrímur SI 77

03.09.2011 20:15

Búi í Kaldraneshöfn


          Búi í Kaldraneshöfn í gær © Jón Halldórsson, holmavik.123.is  2. sept. 2011

03.09.2011 19:31

Gamla Stálvíkin eða Arinbjörn í Gineva fyrir 25 mínútum

Ja, sjaldgæft að fá myndir sendar nánast um leið og þær eru teknar úti í heimi, en það gerðist núna áðan er Gunnar Harðarson sendi mér þessa mynd sem hann  tók núna rétt fyrir kl 1900 af gömlu Stállvikinni ad koma ad bryggju i Banjul Gambii í Ginevu.   Hún heitir Blue Capelle og er undir Dönsku flaggi og er ad adstoda stort kapalskip sem er ad leggja sæsima kapal frá Frakklandi til Sudur Afriku með 21 tengingu inn i ýmis afrikuriki.
                         - Sendi ég Gunnari kærar þakkir fyrir þetta -

Stálvíkin var smíðuð í Stálvík í Garðabæ árið 1973.

Sjá: Leiðréttingu fyrir neðan myndina.


       Blue Capella ex 1326. Stálvík SI 1, Banjul í Gambil í Gineva, nú fyrir hálfri klukkustund © mynd Gunnar Harðarson, 3. sept. 2011

Haukur Sigtryggsson sendi mér póst með leiðréttingu þar sem hann taldi að þetta væri ekki fyrrum Stálvíkin, heldur ex 1514. Arinbjörn RE 54

03.09.2011 17:17

Meira frá Neskaupstað í dag

Okkar duglegi ljósmyndari á Neskaupsta, Bjarni G., sendi hér smá viðbót við traffíkina Green Bergen kom um 14.00 og liggur við ankeri og bíður eftir bryggjuplássi á hinni myndinni sést yfir innri höfnina


                             Green Bergen, við akkeri á Norðfirði í dag


                 Séð yfir höfnina á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 3. sept. 2011

03.09.2011 16:46

Fjölmenni á ljósanótt

Þessa mynd tók ég á Ljósanótt, um kl. 14.30 í dag og sýnir mikið fjölmenni á staðnum, þó myndir sé tekin við frekar þröngt sjónarhorn,


           Fjölmenni er á Ljósanótt í Reykjanesbæ, en mynd þessa tók ég í dag kl. 14.30 © mynd Emil Páll, 3. sept.2011

03.09.2011 16:14

Traffík á Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað, sendi nokkrar myndir af höfninni. en mikil traffík er um hana þessa dagana þessar voru teknar í hádeginu í dag á þeim sjást Hákon , Silver Ocean , Börkur , Erika , Vilhelm Þorsteinsson og Antigone Z


                                                     Silver Ocean


                                2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Antigone Z


                                                            Silver Ocean


      2407. Hákon EA 148, Silver Ocean, 1293. Börkur NK 122, Erika GR 18-119 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11

                            Frá Neskaupstað í dag 3. sept. 2011 © myndir Bjarni G.,

03.09.2011 16:00

Njáll RE 275


           1575. Njáll RE 275, í Keflavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 3. sept. 2011