Færslur: 2011 September

21.09.2011 18:00

Sóley


                                    1894. Sóley © mynd MarineTraffic. Mummi

21.09.2011 15:00

Blár og rauður mætast

Þó ég sé búinn að taka allt of margar myndir af þessum bátum, gat ég ekki staðist mátið, þegar þeir mættust utan við Vatnsnes, nú fyrir nokkrum mínútum. Sá blái þ.e. Happasæll var á landleið til Keflavíkur, en sá rauði þ.e. Sægrímur var á leið á miðin, frá Njarðvik


                              13. Happasæll KE 94 og 2101. Sægrímur GK 525


                            2101. Sægrímur GK 525 og 13. Happasæll KE 94


                                                    13. Happasæll KE 94


                         2101. Sægrímur GK 525 © myndir Emil Páll, 21. sept. 2011

21.09.2011 14:05

Óþekkt skip

Mynd þessi er tekin með miklum aðdrætti frá Vatnsnesi í Keflavík og virðist skipið vera á leið á höfuðborgarsvæðið og nýbúið af fara fram hjá Garðskaga. Samkvæmt AIS á ekkert skip að vera þarna og samkvæmt Eskju gæti Sóley verið þarna. Ekki er þetta Sóley, gæti frekar verið Axel, en er bara alls ekki viss.


      Óþekkt flutningaskip á ferð © mynd Emil Páll, á öðrum tímanum í dag, 21. sept. 2011

              Kl. 14.33 kom í ljós að til Hafnarfjarðar var að koma Silver Ocean og líkist það skipinu allverulega og birti ég því hér fyrir neðan tvær myndir af því skipi af MarineTraffic
                   Silver Ocean © myndir MarineTraffic, Peter Beentjes

21.09.2011 13:50

Þórhalla HF 144

Hér sjáum við bátinn, þegar nýbúið er að draga hann á land í Njarðvik núna eftir hádegið.


                         6771. Þórhalla HF 144, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 21. sept. 2011

21.09.2011 10:00

Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10


           93. Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10, að koma inn til Grindavíkur © mynd Púki Vestfjörð

21.09.2011 09:00

Sigurður Þorleifsson GK 256


                             1333. Sigurður Þorleifsson GK 256 © mynd Púki Vestfjörð

21.09.2011 08:01

Sigurður Gísli VE 127


                        792, Sigurður Gísli VE 127 © mynd Púki Vestfjörð

21.09.2011 00:00

Helgi Magnússon BA 32 / Helgi Magnússon RE 41 / Hafbjörg GK 58


               1091. Helgi Magnússon BA 32 © mynd Snorrason


               1091. Helgi Magnússon BA 32 © mynd úr Flota Bíldudals, Snorrason


                           1091. Helgi Magnússon RE 41 © mynd af Facebook


               1091. Helgi Magnússon RE 41 © mynd Snorrason


                 1091. Helgi Magnússon RE 41 © mynd Snorrason


              1091. Hafbjörg GK 58 © mynd Emil Páll, 1997


                       1091. Hafbjörg GK 58, næst bryggjunni © mynd Emil Páll


                      1091. Hafbjörg GK 58 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 8 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1969, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Átti að úreldast í júlí 1990, en hætt var við það og aftur 3. sept. 1994, en einnig var hætt við það. Stórskemmdist af eldi, vestur af Hafnarbergi 29. sept. 1999, dreginn til Sandgerðis af Baldri GK 97. Afskráður 2002. Flakið stóð síðar m.a. í nóv. 2003 á Kársnesi í Kópavogi.

Nöfn: Helgi Magnússon BA 32, Helgi Magnússon RE 41, Leó VE 400, Hafbjörg VE 115, Hafbjörg GK 58 og Hafbjörg ÁR 15.

20.09.2011 23:00

Hehheheh


                                 © mynd Boat Covers Ireland

20.09.2011 22:18

46 kvótalausir ætla að róa

ruv.is:
Fjörtíu til sextíu smábátasjómenn ætla að róa kvótalausir á næstunni til að mótmæla því sem þeir kalla svik stjórnvalda. Samtök íslenskra fiskimanna halda því fram að hvergi sé gerð sú krafa í lögum um stjórn fiskveiða að skip með veiðileyfi ráði yfir aflamarki.

Samtökin sendu sjávarútvegsráðuneytinu erindi vegna málsins fyrr í mánuðinum en því hefur ekki verið svarað. Guðmundur Svavarsson, smábátasjómaður, sem landaði sínum kvótalausa afla í Kópavogi í dag sagði í samtali við Síðdegisútvarpið að tilgangur mótmælanna væri skýr. Í fyrsta lagi að minna ríkisstjórnina á loforð sem hún gaf fyrir kosningar um frjálsar handfæraveiðar. Þetta væru svik.

Eftirlitsmaður frá Fiskistofu mætti niður að Kópavogshöfn og um þau samskipti hafði Guðmundur þetta að segja. Fiskistofa vilji að smábátasjómenn leigi kvóta af LÍU. Eftirlitsmaður hafi sakað hann um að vera stela fiski af LÍÚ.

Að minnsta kosti þrír sjómenn lönduðu aafla án þess að hafa til þess kvóta í dag. Birgir Haukdal sjómaður í Sandgerði er einn þeirra. Hann veiddi aðeins tæp þrjátíu kíló af Ufsa. Hann tilkynnti Fiskistofu ætlun sína í gær:

,,Ég fór í gær og sótti mitt veiðileyfi og greiddi fyrir það og tilkynnti þeim það að ég myndi hefja veiðar frá og með deginum í dag og halda áfram, án kvóta".

 Birgir segir að samkvæmt lögum um fiskveiðar þá sé heimilt að stunda veiðar svo fremi sem bátur hafi almennt veiðileyfi.

 Samtök íslenskra fiskimanna segja í tilkynningu í dag að í lögunum sé ekki gerð krafa um aflamark og þau gagnrýna að ráðuneyti hafi ekki svarað bréfi þeirra. Samtökin segjast munu stefna stjórnvöldum fyrir dóm verði skip sem veiða kvótalaust svipt veiðileyfum. Birgir gagnrýnir að lítið hafi orðið úr efndum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar:

20.09.2011 22:12

Hitamyndavélar í flest skip

ruv.is
Varðskipið Ægir. Mynd fengin af vef Landhelgisgæslunnar ww.lhg.is
Varðskipið Ægir. Mynd af vef Landhelgisgæslunnar

Hitamyndavélar verða komnar í langflest skip flotans innan fárra ára að mati innflytjanda slíkra véla. Þær nýtast ekki aðeins við siglingar og fiskileit heldur einnig við að finna bilanir í skipsvélum.

Hitamyndavélarnar eru meðal nýjunga sem kynntar verða á íslensku sjávarútvegssýningunni sem hefst í íþróttahúsinu Smáranum og Fífunni í Kópavogi á fimmtudag en verið er að leggja lokahönd á undirbúninginn. Fyrirtækið Ísmar flytur vélarnar inn.

Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmars, segir að hitasjár eða hitamyndavélar nýtist skipstjórnarmanninum til siglinga sem viðbótarsiglingatæki eða sem öryggistæki. Eins nýtist hitasjáin til að finna baujur í myrkri. Þá sé þessi tækni notuð til þess að sjá fyrir bilanir í gírum og mótorum í vélarúmi skipa og er víða notuð við það. Jón kveðst sannfærður um það að innan nokkurra ára verði þessi tækni í notkun um borð í langflestum skipum flotans.

Varðskipið Ægir hefur tekið upp þessa tækni en einnig smærri skip.


frettir@ruv.is

20.09.2011 22:00

Skipakomur til Neskaupstaðar í gær og í dag

Í gær komu til Neskaupstaðar, Indian Reefer , Green Tromso og Antigone Z.  Í dag var verið að landa úr Hákoni EA og Silver Lake kom upp að bryggju núna áðan einnig var Beitir að landa í nótt, Daðey kom svo í dag vel siginn kv Bjarni G


                                          Indian Reefer og Green Tromsö


                                     Green Tromsö og 2407. Hákon EA 148


              Indian Reefer, 2730. Beitir NK 124, Green Tromsö og 2407. Hákon EA 148


                                                             Antigone Z


                                                           Silver Lake


                                                    2407. Hákon EA 148


                               2617. Daðey GK 777, drekkhlaðin og Indian Reefer


                2617. Daðey GK 777, nálgast bryggju og til hliðar sést 2400. Hafdís SU 220
                    © myndir Bjarni Guðmundsson, á Neskaupstað, 19. og 20. sept. 2011

20.09.2011 21:00

Sigurfari MB 95 / Sigurfari AK 95 / Sigrún GK 380


                         744. Sigurfari MB 95 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                      744. Sigurfari AK 95 © mynd Snorrason


       744. Sigrún GK 380 © mynd Emil Páll


                   744. Sigrún GK 380 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar, Akranesi. Yfirsmiður Eyjólfur Gíslason, skipamíðameistari, Reykjavík. Stækkaður 1959. Úrelding 31. des. 1981.

Nöfn: Sigurfari MB 95, Sigurfari AK 95, Sæbjörg VE 56 og Sigrún GK 380

20.09.2011 20:00

Moggafrétt í sept. 1999

Mbl. í sept. 1999.

Eldur gaus að nýju upp í Hafbjörgu

Eldur gaus að nýju upp í Hafbjörgu rétt eftir að hún hafði verið dregin að ...

Eldur gaus að nýju upp í Hafbjörgu rétt eftir að hún hafði verið dregin að bryggju í Sandgerði en slökkviliðið var á vettvangi og réð greiðlega niðurlögum hans. mbl.is/Björn Blöndal


Eldur blossaði upp að nýju í Hafbjörgu ÁR skömmu eftir að hún hafði verið dregin að bryggju í Sandgerði í kvðld.

Skipverji á Hafbjörgu ÁR sendi út neyðarkall um klukkan 15 í dag en þá var hann staddur 2-3 sjómílur undan Hafnarberginu og brúin orðin alelda. Dragnótabáturinn Baldur frá Sandgerði kom með Hafbjörgu að bryggju í Sandgerði um klukkan 18. Eldur hafði kviknað í vélarrúmi hennar á siglingu undan Hafnarbergi og fékk eini skipverjinn um borð ekkert við ráðið. Sendi hann út neyðarkall og kom sér frá borði. Brúin var orðin alelda er Baldur kom á vettvang en skipverjum á honum tókst að slökkva eldinn og tóku Hafbjörgina í tog til Sandgerðis.

Skömmu eftir að lagst var að bryggju gaus eldur upp að nýju í Hafbjörgu en heimatökin voru hæg því slökkviliðsmenn voru á bryggjunni og réðu þeir niðurlögum eldsins með skjótum hætti.

Hafbjörgin er 15 tonna línu- og netabátur frá Þorlákshöfn en hann er úr eik og smíðaður í Stykkishólmi 1969. Verið var að ferja bátinn er eldur kviknaði í vélarrúminu.

20.09.2011 19:00

Júpiter FD 42


                                             Júpiter FD 42 © mynd Skipini.fo