Færslur: 2011 September

05.09.2011 17:51

Hamar BA 251


            6709. Hamar BA 251 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

05.09.2011 16:27

Fjóla KE 325

Hér næst loksins heildarmynd af bátnum eftir að hann fékk nýja nafnið.


          245. Fjóla KE 325, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emill Páll, 5. sept. 2011

05.09.2011 15:32

Kristín ÞH 157
          972. Kristín ÞH 157, við bryggju í Njarðvik í dag © myndir Emil Páll, 5. sept. 2011

05.09.2011 10:55

Dagga DA 11


               6810. Dagga DA 11 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk á Facebook, hefur þessi bátur verið ónýtur síðan hann lenti í óhappi fyrir 16 - 17 árum síðan.

05.09.2011 09:26

Krummi BA 70


                     6440. Krummi BA 70 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

05.09.2011 08:11

Fallegur bátur
          Frá Reykjanesi í Reykhólahreppi © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123,is

05.09.2011 07:51

Súla


      6964. Súla, í Reykjanesi í Reykhólahreppi © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123,is

05.09.2011 00:00

Helga Guðmundsdóttir / Þórsnes / Steinunn Finnbogadóttir / Fjóla


                           245. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd Snorri Snorrason


      245. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, safn Sjómanndagsráðs


                            245. Þórsnes SH 108 © mynd Snorrason

          245. Steinunn Finnbogadóttir RE 325 © mynd Emil Páll, 13. nóv. 2009


             245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325 © mynd Emil Páll, 11. ágúst 2011


           245. Fjóla KE 325, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 31. ágúst 2011


                    245. Fjóla KE 325, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 31. ágúst 2011

Smíðanr. 199 hjá Bolsönes Værft O A/S í Molde, Noregi 1964. Yfirbyggður við bryggju í Reykjavík af Vélsmiðju Orra hf. Mosfellssveit 1987. Hefur legið við bryggju í Reykjavík í fjölda ára, eða þar til í dag að hann var dreginn til Njarðvíkur þar sem hann er að fara í út gerð á ný og mun Skipasmíðastöð Njarðvíkur endurbæta bátinn.

Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Látraröst Ba 177, Ásborg RE 50, Ásborg GK 52, Dofri BA 25, Helga Guðmundsdóttir BA 77, Helga Guðmundsdóttir SH 108, Þórsnes SH 108, Steinunn Finnbogadóttir BA 325. Steinunn Finnbogadóttir RE 325, aftur Steinunn Finnbogadóttir BA 325 og núverandi nafn: Fjóla KE 325

04.09.2011 22:21

Ófeigur II VE 324

Þessi fórst fljótlega eftir að miklum endurbótum lauk og hann var kominn á nýjan útgerðarstað og með annað nafn.


             706. Ófeigur II VE 324 © mynd Snorri Snorrason


                  706 Ófeigur II VE 324 © mynd Eiríkur H. Sigurgeirsson


               706. Ófeigur II VE 324 © mynd Snorrason


Smíðaður í Brandenburg, Þýskalandi 1959 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Miklar endurbætur, m.a. skipt um allar lagnir o.fl. unnar í Njarðvík af Vélsmiðjunni Herði hf. og lauk framkvæmdum 1983. Fórst við Bjarnareyjar á Breiðafirði 31. okt. 1983 með með þeim honum fórust þrjú, en Landhelgisgæsluþyrlan Rán, bjargaði þremur áhafnarmeðlimum af skeri.

Nöfn: Ófeigur II VE 324, Hlein ÁR 18 og Haförn SH 122.

04.09.2011 21:00

Farsæll GK 162 / Fengsæll GK 262 / Ingólfur GK 125


                                      402. Farsæll GK 162 © mynd Emil Páll


            402. Fengsæll GK 262 © mynd Snorrason


                                       402. Ingólfur GK 125 © mynd Emil Páll

Smíðaður í bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1961.  Úreldur 14. maí 1991.

Nöfn:  Farsæll GK 162, Fengsæll GK 262, Ingólfur GK 125 og Ingólfur HU 125

04.09.2011 20:02

Árni Geir / Þorsteinn Gíslason / Arnar í Hákoti / Jökull


                                  288. Árni Geir KE 31 © mynd Snorri Snorrason


        Gísli Halldórsson, skipstjóri og útgerðarmaður, 288. Þorsteins Gíslasonar KE 31, í brúarglugganum © mynd Skiphóll 2010


     288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                             288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd Emil Páll


        288. Arnar í Hákoti SH 37, í höfn á Grundarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                     288. Jökull SK 16, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 17. maí 2011


                  288. Jökull SK 16, í Grundarfirði © mynd Heiða Lára, 4. júní 2011
Smíðaður hjá Avera-Werft við Lubeck, Niendorf, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hljóp af stokkum 17. desember 1959, en kom þó ekk í fyrsta sinn til Keflavíkur fyrr en í desember 1960. Báturinn hét eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.

Upphaflega átti báturinn að heita Guðbjörg ÍS 14 og eigandi Hrönn hf. Ísafirði. En vegna einhverja vandræða við fjármögnun hjá Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. þennan bát og þeir á Ísafirði bát þann sem smíðaður var sem bátur Guðfinns.

Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31, Þorsteinn Gíslason GK 2, Arnar í Hákoti SK 37 og núverandi nafn er: Jökull SK 16.

04.09.2011 18:00

Stálvík SI 1 og Arinbjörn RE 54 / Blue Capella

Í gær er ég fékk mynd senda frá Ginevu af Blue Capella, gætti nokkurs misskilnings hjá þeim sem sendi mér myndina þar sem hann taldi að þetta væri ex Stálvík SI 1. Svo er ekki enda er sá togari farinn í pottinn.
Þetta var hinsvegar ex Arinbjörn RE 54, en togararnir eru mjög líkir, enda báðir smíðaðir hjá Stálvík hf. í Garðabæ.

Birti ég hér myndir bæði af Stálvík og Arinbirni og svo aðra mynd af Blue Capella og myndina sem Gunnar sendi mér í gær.


                                    1326. Stálvík SI 1 © mynd Snorrason


           1514. Arinbjörn RE 54 © mynd Snorrason


                   Blue Capella ex 1514. Arinbjörn RE 54 © mynd vht.online.dk


           Blue Capella, í Banjot í Ginevu © mynd Gunnar Harðarson, 3. sept. 2011

04.09.2011 17:37

Allt að 60 þúsund manns á Ljósanótt

vf.is:

Fréttir | 4. september 2011 | 02:23:44
Allt að 60.000 manns á Ljósanótt í Reykjanesbæ

Talið er að allt að 60.000 manns hafi verið á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gær, laugardag. Ljósanótt náði hámarki með stórglæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes en það var HS Orka sem kostaði sýninguna.

Flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Suðurnes hafa aldrei verið flottari en í gærkvöldi en litskrúðugar sprengjur voru látnar springa í háloftunum, á landi og fjölmargar sprungu í sjónum undir sjálfu Berginu þegar það var lýst upp í 12. skiptið.

Langar bílalestir voru inn í Reykjanesbæ í gærdag og gærkvöldi og þá var þétt bílalest út úr bænum eftir að dagskrá lauk á hátíðarsvæðinu í gærkvöldi. Verslunareigendur eru einnig á því að viðskipti hafi aldrei verið eins góð og þessa Ljósanótt. Listsýningar og viðburðir voru einnig mikið sóttir af gestum. Þá var árgangagangan sú stærsta sem farið hefur niður Hafnargötuna frá upphafi.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem sýna flugeldafjörið í gærkvöldi. Myndband frá flugeldasýningunni er væntanlegt á vf.is síðar í dag, sunnudag.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


04.09.2011 17:06

Lilja


     7618. Lilja, siglir út úr Grófinni, rétt eftir hádegi í dag © mynd Emil Páll, 4. sept. 2011

04.09.2011 16:57

Kristín
        Kristín, siglir út úr Grófinni, rétt eftir hádegi í dag © myndir Emil Páll, 4. sept. 2011