Færslur: 2011 September

13.09.2011 19:00

Tony

Þó svo að þetta gamla farþegaskip hafi á sínum tíma verið selt ásamt öðru til Grænhöfðaeyja, hafa hvorugt þeirra farið og liggur annað nýmálað í Hafnarfirði, en hitt stendur í Njarðvikurslipp. Að vísu hefur verið hvíslað milli manna að skipið sem er í Njarðvíkurslipp sem komið í eigu slippsins og eins að það og Fjóla KE munu fara í pottinn. Ekki hef ég þó fengið staðfest nokkuð um það og því bíða frekari fréttir betri tíma.
     Tony, ex 46, Moby Dick, Fjörunes og Fagranes, í Njarðvikurslipp í dag © myndir Emil Páll, 13. sept. 2011

13.09.2011 18:00

Guðrún Guðleifsdóttir aftur með Vísislitinn

Þeir eru nokkrir sem urðu hissa þegar það sást að verið var að mála Guðrúnu Guðleifsdóttir aftur í sama lit og Vísisbátarnir eru í. Hér sést er unnið var við að mála bátinn í dag í Njarðvikurslipp


        971. Guðrún Guðleifsdóttir, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 13. sept. 2011

13.09.2011 17:00

Seigur í slipp

Þessi dráttarbátur hefur legið við bryggju í Keflavík, síðan eigandinn fór með dýpkunartækin og pramma í verkefni erlendis. Nú hefur báturinn verið tekinn upp í Njarðvikurslipp, augljóslega til málunar og sjálfsagt eitthvað meira.
               2219. Seigur, í Njarðvíkurslipp í dag © myndir Emil Páll, 13. sept. 2011

13.09.2011 16:09

Axel í Helguvík

Ekki get ég sagt að það hafi glatt mig mikið að sjá að þetta skip var í Helguvík. Ástæðan er að þetta er eitt af þeim skipum sem ég er búinn að taka svo margar myndir af að ég get næstum því klætt heilan vegg með þeim. En allt er hey í harðindum og því smellti ég þessari mynd af skipinu í dag.


                        Axel, í Helguvík í dag © mynd Emil Páll, 13. sept. 2011

13.09.2011 12:00

Mjallhvít KE 6


                             7206. Mjallhvít KE 6 © mynd Emil Páll, 13. sept. 2011

13.09.2011 11:26

Elva Björk KE 33


                    5978. Elva Björk KE 33 © mynd Emil Páll, 13. sept. 2011

13.09.2011 09:27

Skipskrúfa óskast

Okkar vantar stærri skipsskrúfu á bátinn hjá okkur. Við erum 350 ha Volvo Penta vél og erum með Twin Disc MG-514 gír og niðurgír er 4,5:1. Hér sjáum við mynd af gömlu skrúfunni.

Slippur í Stykkishólmi 020  Upplýs í síma 8653885

13.09.2011 09:00

Stormur BA 777 - nú SH


          1321. Stormur BA 777, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 2. sept. 2010

13.09.2011 08:30

Vörubíll hraðamældur af Siglingastofnun

bb.is

Fótur og fit varð uppi hjá Vaktstöð siglinga fyrr í sumar þegar menn sáu tvo báta frá Hvíldarkletti á hraðsiglingu langt inn í landi. Var þegar hringt í útgerðina til að athuga hvort bilun hefði orðið í búnaði þar sem bátarnir virtust vera á um fimmtíu sjómílna ferð á Steingrímsfjarðarheiði. Líklega er það einsdæmi að skipaeftirlit hraðamæli vörubíla á heiðum uppi. Ástæðan var þó einföld en Valdemar Jónsson hjá Græði sf. í Varmadal var að flytja bátana suður þar sem þeir voru í leigu í sumar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Eldingu í Reykjavík sem gerði tilraunir með að gera út litla báta fyrir sjóstangveiðimenn. Fyrirtækið á stærri báta til að fara með ferðafólk á og flytur um 60.000 farþega árlega í skoðunarferðir á sjó. Í bátum Hvíldarkletts er sjálfvirkur búnaður sem gefur stöðugt upp staðsetningu þeirra.

Snúið var aftur með bátana vestur á föstudag. Valdemar sagðist vona að hann vekti engum áhyggjur í þessari ferð þar sem hann lagði af stað vestur drekkhlaðinn bátum sem bíða nausts á Flateyri í vetur.

Frá þessu var greint á flateyri.is.


        Bátar frá Hvíldakletti, hífðir á vörubíl í Reykjavíkurhöfn, föstudaginn 9. sept. sl. © mynd flateyri,is

13.09.2011 00:00

Síldveiðar 2010

Hér kemur myndasyrpa sem áhafnarmeðlimir af Hoffelli SU 80 tók á síldarmiðunum 2010. Þekki ég þarnar fjóra báta þ.e. Álsey, Bjarna Ólafsson, Faxa og Hoffellið, en þann fimmta þekki ég ekki.


     Þann lengst til vinstri þekki ég ekki, en sá í miðið tel ég vera 1742. Faxi RE 9 og sá sem er lengst til hægri sé 2287. Bjarni Ólafsson AK 70


                                                   2772, Álsey VE 2
                    Dælt á milli. T.v. 2345. Hoffell SU 80 og t.h. 2772. Álsey VE 2
                                                      2772. Álsey VE 2


                         Hoffell SU 80 með nótina á síðunni

      © myndir teknar af Halla á Gili, á Hoffelli SU 80, á síldveiðum 2010

12.09.2011 23:02

Svana ÞH 90, nú Gjafar GK 70

Sigurbrandur sendi þessa mynd 6649 Svönu ÞH 90, sem núna er Gjafar GK 70 frá Grindavík.

Tók hann þessa mynd af henni uppá bryggjunni á Þórshöfn á myndavélina í gsmsímanum sínum í september 2008, um það leiti sem hún var seld frá Þórshöfn til Grindavíkur.
          6649. Svana ÞH 90, nú Gjafar GK 70, á bryggjunni á Þórshöfn © mynd Sigurbrandur, í sept. 2008

12.09.2011 22:31

Þýskt rannsóknarskip í Ísafjarðardjúpi

bb.is:

Þýskt rannsóknaskip, Meteor, er nú statt undan Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi þar sem það leitaði skjóls vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er áhöfnin ekki að sinna rannsóknum á þessu svæði heldur bíður átekta eftir að veður lagist og þeir geti haldið áfram siglingu sinni. Um borð er alþjóðlegur hópur náttúruvísindamanna í ýmsum greinum en tilgangur rannsóknanna er að kanna áhrif loftslagsbreytinga á útbreiðslu sjávarlífvera. Vegna legu sinnar og fleiri ástæðna er Ísland tilvalið til rannsóknanna en tekin verða sýni í kringum allt landið á ýmsu dýpi. Vísindamennirnir eru spenntir að sjá sýnatöku af sjávarseti vegna eldgosanna í fyrra og á þessu ári.


                                 Þýska rannsóknarskipið Meteor © mynd af bb.is

12.09.2011 22:01

Green Atlantic / Jökulfell

Flutningaskipið Green Atlantic, sem legið hefur bilað við bryggju á Reyðarfirði nú í nokkrar vikur og mun liggja einhverjar vikur til viðbótar, var einu sinni í íslenska kaupsskipaflotanum og bar þá nafnið Jökulfell.
Birti ég hér nú myndir af því með bæði nöfnin.


                                 1683. Jökulfell © mynd úr safni Tómasar Knútssonar


          Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, á Reyðarfirði © mynd Sigurbrandur, 7. sept. 2011

12.09.2011 21:00

Sigurður Ólafsson SF á leið út ósinn

Svafar Gestsson tók þessar núna k.l. 20:23 í kvöld af Sigurði Ólafssyni líða út Hornafjarðarósinn.


     173. Sigurður Ólafsson SF 44, líður út Hornafjarðarós, núna rétt áðan © myndir Svafar Gestsson, 12. sept. 2011

12.09.2011 20:00

Olíubryggjan í Örfirisey


           Olíubryggjan í Örfirisey, Reykjavík © mynd Jóhannes Guðnason, 4. sept. 2011