Færslur: 2011 September

18.09.2011 14:00

Brettingur að fara á Flæmska

Samkvæmt Facebooksíðu Brettings, eru þeir nú að klára að útbúa togarann til ferðar á Flæmska hattinn og er áætlað að hann fari núna eftir helgina.


        1279. Brettingur KE 50 í Njarðvíkurhöfn, þar sem verið er að  útbúa hann fyrir ferð á Flæmska hattinn og er áætlað að fara núna eftir helgina © mynd Emil Páll, 14. sept. 2011

18.09.2011 13:00

Tvær frá sumrinu 2007

Sigurbrandur sendi þetta: Hérna koma 2 myndir frá sumrinu 2007 í Reykjavík. Á annari er flakið af 1152 Laxi lll út í Geldingarnesi. Ég fór þarna um fyrir 5-6 vikum síðan og það er þarna enþá alveg eins og það var 2007 og árin þar á undan, en þetta blasti alltaf við mér þegar ég var að keyra strætó í Grafarvoginum á árunum frá 2003-2007. Svo er það 6299 Faxi RE 147 uppá stóru plani við bryggjuhverfið í Reykjavík. Þessar myndir eru sennilega síðan í maí 2007


                                               1152. Laxi III, í Geldinganesi


                  6299. Faxi RE 147, á plani í Bryggjuhverfinu í Reykjavík

                                  © myndir Sigurbrandur, á árinu 2007

18.09.2011 12:00

Bryndís SH 271, Sigurvon SH 121, Sigurður Sveinsson SH 36, Smári SH 221 og Anna SH 122

Fimm bátar í röð við bryggju í Stykkishólmi í kring um árið 1987.


    1777 Bryndís SH 271 nýsjósettur utan á 210 Sigurvon SH 121, þá kemur 154 Sigurður Sveinsson SH 36, 778 Smári SH 221 og við bryggjuna er 7 Anna SH 122 © mynd Sigurbrandur um 1987

18.09.2011 11:00

Grindjáni GK 169


            7325. Grindjáni GK 169, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 17. sept. 2011

18.09.2011 10:24

Ísbjörninn GK 87 - Þjóðarsálin
      7103. Ísbjörninn GK 87, uppi á bryggju í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 17. sept 2011 - Bátur þessi gengur milli manna undir nafninu Þjóðarsálin, vegna þess að eigandi hans var tíður gestur í útvarpsþættinum Þjóðarsálinni.

18.09.2011 00:00

Júlíus Björnsson EA / Sævar KE / Hegri KE / Sigurvon AK / Sigurvon SH / Hellisey VE

Stálbátur sem var til í tæp 30 ár og bar á þeim tíma 6 nöfn og eru myndir af þeim öllum hér með. Hann endaði ferilinn á sorglegan hátt með því að farast ásamt fjórum mönnum, en einum skipverja tókst að synda í land og sýna þar með mikla hetjudáð


       848. Júlíus Björnsson EA 216 © mynd Hafsteinn Jóhannsson


                  848. Sævar KE 105 ( sá græni) í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                           848. Hegri KE 107, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


            848. Sigurvon AK 56, í Reykjavíkurhöfn © mynd Snorrason


         848. Sigurvon SH 121, (sá guli) við gömlu steinbryggjuna í Stykkishólmi um 1980 © mynd Sigurbrandur
        
           848. Hellisey VE 503, í Vestmannaeyjum © mynd úr safni Emils Páls, ljósm.: ókunnur

Smíðaður í Barenfleth, Vestur - Þýskalandi 1956. Stækkaður 1966. Fórst 12. mars 1984, 3 sm. A af Vestmannaeyjum ásamt 4 mönnum.

Nöfn: Júlíus Björnsson EA 216, Sævar KE 105, Hegri KE 107, Sigurvon AK 56, Sigurvon SH 121 og Hellisey VE 503

17.09.2011 23:00

Sandgerði í dag


                                      Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 17. sept. 2011

17.09.2011 22:00

Víkingur KE 10 í breytingar

Þessi bátur kom í gær að höfuðstöðvum Sólplasts í Sandgerði í breytingar og til viðgerðar.


       2426. Víkingur KE 10, hjá Sólplasti í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 17. sept. 2011

17.09.2011 21:00

Þrír úr Garðinum

Þó það sé alls ekki sjaldgæft að sjá þrjá eða fleiri Garðskip saman í Sandgerði, smellti ég þessari mynd af í dag, bara svona að ganni.


    2454. Siggi Bjarna GK 5, 2325. Arnþór GK 20 og 2430. Benni Sæm GK 26, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 17. sept. 2011

17.09.2011 20:00

Fjóla SH 121 enn á Makríl

Þó flestir minni bátarnir séu nú hættir á makrílveiðum, þá er ekki hægt að segja það um þennan, sem var nú síðustu daga m.a. á veiðum á Keflavíkinni. Aflanum er landað yfirleitt í Keflavík og ekið síðan til vinnslu til Þorlákshafnar.


             1516. Fjóla SH 121, í Njarðvikurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 17. sept. 2011

17.09.2011 19:01

Farið að vetra í Súðavík 2006

Svo er það síðasta syrpan og nú er farið að vetra í Súðavík og Sigurbrandur heldur að þetta sé í nóvember 2006 frekar en október.


                      2238. Helga Björg ÍS 36 og 1436. Snæbjörg ÍS 43, á Súðavík


                                                      Álftafjörður


                                                         Álftafjörður


                    Álftafjörður og Súðavík  © myndir Sigurbrandur 2006

Texti Sigurbrands í lokin: ,,Þó farið sé að vetra í Álftafirði, en umhverfið þarna alltaf jafn fallegt, og vonandi móðga ég engan Austfirðinginn þó mér finnist mun fallegra á Vestfjörðunum á öllum árstímum en hér fyrir austan".

17.09.2011 18:35

Súðavík 30. sept. 2006

Þá er það syrpa nr. 2 af 3 frá Sigurbrandi um Súðavík og er þessi tekin 30. september 2006


     2327. Svanlaug Björg ÍS 25 og 2238. Helga Björg ÍS 36. Í baksýn 1436. Snæbjörg ÍS 43 og 2151. Ísbjörg ÍS 69, ásamt frystihúsi Frosta hf. í Súðavík 30. sept. 2006


     2238. Helga Björg ÍS 36 og 2327. Svanlaug Björg ÍS 25, með nýja þorpið í Súðavík í baksýn


                                 1436. Snæbjörg ÍS 43 og 2151. Ísbjörg ÍS 25


     2238. Helga Björg ÍS 36 og 2327. Svanlaug Björg ÍS 25, með þorpið í Súðavík og Álftafjörð í baksýn


                          1436. Snæbjörg ÍS 43 og 2151. Ísbjörg ÍS 69, utaná


               1436. Snæbjörg ÍS 43, 2151. Ísbjörg ÍS 69 og 2238. Helga Björg ÍS 36
                           © myndir Sigurbrandur, í Súðavík 30. sept. 2006

17.09.2011 18:09

Súðavík síðla árs 2006

Nú birti ég þrjár myndasyrpur, hverja á eftir annarri, sem Sigurbrandur Jakobsson tók í Súðavík árið 2006 og hér kemur sú fyrsta.


             1436. Snæbjörg ÍS 43 og 2151. Ísbjörg ÍS 69, í Súðavík, síðla árs 2006


                                  7232. Pési Hjalti ÍS 64, í Súðavík í ágúst 2006


      1303. Örn ÍS 31, að þjónusta fiskeldið á Álftafirði, í ágúst 2006 © myndir Sigurbrandur

17.09.2011 17:36

Ísleifur VE, Bjartur, Daðey og Dóri á Neskaupstað í dag

Ísleifur VE kom í höfn á Neskaupstað áðan og Bjartur rétt á eftir svo voru Daðey GK  og Dóri GK að landa þokkalegum afla. KV Bjarni G
                                                     1610. Ísleifur VE 63


                                                1278. Bjartur NK 121


                                                   2617. Daðey GK 777


                                  2617. Daðey GK 777 og 2622. Dóri GK 42
        2622. Dóri GK 42 © myndir teknar í dag á Neskaupstað af Bjarna G,, 17. sept. 2011

17.09.2011 17:01

Lágeyjan töluvert skemmd - Sólplast gerir við

Lágey ÞH hefur verið tekin á land á Seyðisfirði, en komið hefur i ljós að báturinn er töluvert skemmdur eftir strandið í firðinum í gærmorgun. Skemmdirnar eru aðallega að framan við hliðarskrúfuna og aftast. Mun vinnuflokkur frá Sólplasti í Sandgerði koma austur og gera við bátinn.


     2651. Lágey ÞH 265, við bryggju á Seyðisfirði í gær © mynd Bjarni G., 16. sept. 2011