Færslur: 2011 September

10.09.2011 20:28

Farþegaskip fórst við Zansibar - 600 týndir

skipini.fo:

600 fólk møguliga druknað

10.09.2011 - 12:54 - Sverri Egholm

Eitt ferðamannaskip sakk í nátt við Zanzibar sum liggur út fyri Afrikansku eysturstrondini. TV2 veit sambært CNN at eru 600 umkomin. Tað er enn óvist hví ferðmannaskipið sakk, men nøkur eygnavitni vilja vera við at ferðamannaskipið var yvirfult.

Ferðamannaskipið MV Spice Islanders sakk millum oyggjarnar Unguja og Pemba. Skipið fór frá oynni Unguja klokkan 21 í gjárskvøldið og sakk fýra tímar seinni. Ein tænasturmaður upplýsir at arbeitt verður enn við at staðfesta talið av teimum druknaðu.

Zanzibar er eitt ferðamál fyri danskarar, sum fara til landa og nýta stórsligdnu natúrina og lekkru strendurnar.

- Um 260 ferðafólk eru higartil bjargaði. Fleiri lík hava vit funnið deyð, men eg kann ikki geva eitt neyvt tal uppá deyðstali beint nú, sigur Mussa Alli Mussa, løgregluyvirmaður hjá politinum í Zanzibar við Reuters.

Kelda: TV2

10.09.2011 20:00

Kópur HF 111

Rétt á eftir sjósetningu Korra KÓ í Grófinni var Kópi HF 111 einnig sjósettur, en það var þó ekki fyrsta sjósetning þess síðarnefnda því hann var sjósettur fyrir strandveiðitímabilið, en tekin upp aftur til að ljúka frágangi, sem ekki var búið með á sínum tíma. Er hann því nú fullbúinn, eins og hann á að vera. Um er að ræða Sóma 695 frá Bláfelli ehf., á Ásbrú


                        Dráttarbíll með 7696. Kóp HF 111, nálgast Grófina í dag
      7696. Kópur HF 111, í Grófinni Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 10. sept. 2011

10.09.2011 19:00

Korri KÓ 8 sjósettur

Nýr bátur frá Bláfelli ehf., á Ásbrú, Korri KÓ 8 var sjósettur í Grófinni í Keflavík í dag, báturinn er af gerðinni Sómi 870 og er með 360 hestafla  Volvo vél.

Hér birti ég þrjá myndir frá sjósetningunni í dag, en fleiri myndir birti ég á miðnætti í kvöld


                       2818. Korri KÓ 8, tilbúinn til sjósetningar í Grófinni í dag


                                        Hér er hann í sjósetningabrautinni


        2818. Korri KÓ 8, eftir að honum var siglt að bryggju í Grófinni í dag, Fleiri myndir munu birtast á miðnætti © myndir Emil Páll, 10. sept. 2011

10.09.2011 18:05

Kristbjörg ÍS 177, fulllestað af körum

Núna á sjötta tímanum kom Kristbjörg ÍS 177 fulllestuð af tómum körum til Keflavíkur, beint frá Flateyri og vakti athygli að körin voru merkt Kambi. Sést á myndunum körin á efra dekkinu, hversvegna þessir flutningar eru er mér ekki kunnugt, en báturinn fer aftur vestur eftir helgi, hvort sem hann er að sækja meira veit ég eigi.


           239. Kristbjörg ÍS 177, kemur til Keflavíkur nú á sjötta tímanum í dag, með mikið af tómum körum eins og sjá má © myndir Emil Páll, 10. sept. 2011

10.09.2011 11:34

Hafrenningur GK 39 / Boði ÁR 100


                               529. Hafrenningur GK 39 © mynd Emil Páll


                               529. Boði ÁR 100 © mynd Snorri Snorrason

Smíðaður í Frederikssundi, Danmörku 1941. Innfluttur 1946 frá Færeyjum. Talinn ónýtur eftir sprengingu við bryggju í Þorlákshöfn 15. mars 1977. Teknn af skrá 8. júní 1977.

Nöfn: Oddur (Færeyjum), Nanna SU 24, Nanna RE 34, Nanna KE 34, Hafrenningur GK 39 og Boði ÁR 100

10.09.2011 09:57

Gylfi EA 628 / Fróði RE 44 / Sigurþór GK 43

Undir fyrsta nafninu var báturinn með heimahöfn í Rauðuvík.


                 509. Gylfi EA 628 © mynd Snorrason


             509. Gylfi EA 628 © mynd Snorrason


                     509. Fróði RE 44 © mynd Snorrason


                   509. Sigurþór GK 43 © mynd Snorrason


                           509. Sigurþór GK 43 © mynd Snorrason

Smíðaður í bátasmíðastöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar, Akureyri 1939 og var Nói yfirsmiðurinn. Talinn ónýtur og teknn af skrá 27. okt 1983 og sökkt.

Sem Gylfi EA var hann með heimahöfn í Rauðuvík.

Nöfn: Gylfi EA 628, Fróði RE 44, Eyfirðingur ÞH 39, Fróði RE 111 og Sigurþór GK 43

10.09.2011 00:00

Akranessmíði frá 1967 enn í fullri drift

Sturlaugur ÁR 77 / Hvalsnes KE 121 / Mánatindur SU 95 /  Andvari VE 100 / Sæbjörg ST 7 / Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Þau nöfn sem myndir vantar af eru: Drífa RE 10, Drífa ÁR 300, Júlíus ÁR 111, Júlíus II ÁR 110, Júlíus og Júlíus ST 5.


          1054. Sturlaugur ÁR 77 © mynd Snorrason


                               1054. Hvalsnes KE 121 © mynd Emil Páll


                               1054. Mánatindur SU 95 © mynd Þór Jónsson


                             1054. Mánatindur SU 95 © mynd Þór Jónsson

          
                  1054. Andvari VE 100 © mynd Snorrason


            1054. Sæbjörg ST 7 © mynd Snorrason


        1054. Sæbjörg ST 7, siglir út Hafnarfjörð © mynd í eigu Emils Páls
            
                     1054. Sveinbjörn Jakobsson SH 10 © mynd MarineTraffic


       1054. Sveinbjörn Jakobsson SH 10, í Ólafsvík © mynd Heiða Lára, 31. júlí 2011

Smíðanúmer 19 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Tekinn af skrá og úreltur 16. júlí 1992.  Endurskráður 1994, sem vinnubátur. Lá þó áfram við bryggju í Reykjavík þar til í ársbyrjun 1996 að hann var fluttur í Arnarvoginn. Í júlí 1996 var tekin ákvörðun um að gera hann upp og var því lokið hjá Ósey hf., Hafnarfirði í maí 1997. Nánast allt byggt nýtt, nema botninn, auk þess sem báturinn var lengdur, breikkaður og skutur sleginn út og skráður sem fiskiskip að nýju.

Kom í fyrsta sinn sem Hvalsnes KE til heimahafnar í Keflavík aðfaranótt 14. ágúst 1976 og sem Sveinbjörn Jakobsson SH 10 til Ólafsvíkur föstudaginn 25. ágúst 2006.

Nöfn: Drífa RE 10, Sturlaugur ÁR 77, Hvalsnes KE 121, Mánatindur SU 95 Drífa ÁR 300, Andvari VE 100, Júlíus ÁR 111, Júlíus II ÁR 110, Júlíus, Júlíus ST 5, Sæbjörg ST 7 og núverandi nafn: Sveinbjörn Jakobsson SH 10.

 

09.09.2011 21:11

Háskólasjúkrahús fær veglega ljósmyndagjöf

 Þriðjudaginn 6. september síðast liðinn færði Kristinn Benediktsson, ljósmyndari og útgefandi, Kr. Ben., Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut vegalega ljósmyndagjöf en þá voru liðin nákvæmlega 8 ár frá því að hann var skorinn fyrst upp eftir að hafa greinst með ristilkrabbamein. Kristinn hefur síðan verið skorinn upp fimm sinnum og þá síðast í sumar er hann greindist í fjórða skipti með krabbamein. Í ræðu sem Kristinn flutti við athöfnina að viðstöddum ættingjum og starfsfólki spítalans lét hans þess getið að hann stæði í mikilli þakkarskuld við starfsfólk spítalans fyrir frábæra þjónustu og umönnun í öll skiptin.


Netaveiðar: Skúmur GK frá Sandgerði á netaveiðum á vetrarvertíð 1996 grunnt út af Stafnesi á Reykjanesi. 


Loðnuveiðar: Háberg GK frá Grindavík á loðnuveiðum 1995 í Grindavíkurdýpi. Hér er nótin lögð niður og gerð tilbúin fyrir næsta kast. 
 

Á snurvoð: Hafið bláa, hafið! Aðalbjörg II. RE veiðir í snurvoð á Faxaflóa haustið 1994.


Trollveiðar: 20 tonna hal tekið inn á togaranum Verði EA frá Grenivík sem var að toga trollið grunnt út af Reykjanesi vorið 2011. 
 

Beitukóngsveiðar: Arngrímur, skipstjóri á Garpi SH frá Grundarfirði, tekur á móti beitukóngsgildru og réttir hana við á vinnuborðinu haustið 2006. 


 Línuveiðar: Baujan látin fara á línubátnum Sturlu GK frá Grindavík er línan var lögð í Seyðisfjarðardýpi á Austfjarðarmiðum haustið 2006.

                        Gefið 6. sept. 2011 © myndir og texti Kristinn Benediktsson

09.09.2011 20:00

Krossanes SU 320 / Glófaxi VE 300

Þó stutt er síðan ég birti mikla syrpu af þessum, fann ég hérna tvær myndir í fórum mínum, sem ég hef ekki birt áður og birti því nú.


       968. Krossanes SU 320 © mynd úr safni Hraðfrystihúss Eskifjarðar, ljósm.: Helgi Garðarsson


                          968. Glófaxi VE 300 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur

09.09.2011 19:00

Þeyr KE 66


             6759. Þeyr KE 66, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 9. sept. 2011

09.09.2011 18:00

Óvæntur gestur í heimsókn

Er ég var í dag í myndatöku á Vatnsnesi í Keflavík kom þessi óvænti gestur skyndilega í heimsókn og var ekkert að flýta sér í burtu. Ég fattaði hinsvegar ekkiað beina að honum myndavélinni fyrr en hann trítlaði í burtu og tók þá þessar myndir út um skítuga bílrúðuna og því eru þær svona muskulegar
                          Minkur, á Vatnsnesi í dag © myndir Emil Páll, 9. sept. 2011

09.09.2011 17:03

Happasæll KE 94


                        13, Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll, 9. sept. 2011

09.09.2011 14:30

Harpa RE 342 / Ammasat GR 18-82 / Ammassat GR 18-82 / Bjal Fighter
                                  1033. Harpa RE 342. óyfirbyggð © myndir Emil Páll


               1033. Harpa RE 342, óyfirbyggð í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll


                            1033. Harpa RE 342, yfirbyggð © mynd Emil Páll


           1033. Harpa RE 342, með fullfermi í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll


                1033. Harpa RE 342, fullhlaðin © mynd Snorrason


                   Ammasat GR 18-82 ex 1033 © mynd af Google, ljósm. ókunnur


                        Ammasat GR 18-82 © mynd af Google, ljósm. ókunnur


                Ammassat GR 18-82, í Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, árið 2000


                  Bjal Fighter o.fl. í grænlenskri höfn © mynd af Shipspotting

Smíðanr. 324 hjá Werft N.V. Scheepsv. Deest í Deest í Hollandi 1967. Yfirbyggður og lengdur Danmörku 1977. Breytt í krabbaveiðiskip í Hafnarfirði 2002. Seld til Karabíska hafsins eftir að hafa skemmst mikið af eldi í ársbyrjun 1992 í Reyðarfjarðarhöfn og þaðan seld til Grænlands. Var lagt þar við ból í Nuuk, 2006 og 2008 í Kuluk og fór síðan í pottinn haustið 2010

Nöfn: Harpa RE 342, Ammassat GR-18-82, Aqisseq GR 11-90 og Bjal Fighter GR 5-259

1971-1973 var skipið skráð sem Rauðanes ÞH en notaði ekki það nafn.

09.09.2011 13:41

Jewel of the Seas og Maron

Hér sjáum við skemmtiferðaskip á leið til Reykjavíkur og bátinn á leið til Njarðvikur. En myndin er tekin upp á öðrum tímanum í dag.


       363. Maron GK 522, á leið til Njarðvikur og Jewel of the Seas, á leið til Reykjavíkur, á öðrum tímanum i dag © mynd Emil Páll, 9. sept. 2011

09.09.2011 08:41

Blálanga hélt vinnslunni gangandi

bb.is:

Fiskvinnsla Vísis hf. á Þingeyri.
Fiskvinnsla Vísis hf. á Þingeyri.
Starfsemi útgerðarfyrirtækisins Vísis hf., á Þingeyri stöðvaðist ekki í sumar líkt og undanfarin ár og er verkefnastaða fyrirtækisins góð að sögn Sigríðar Kristínar Ólafsdóttur, verkstjóra. Hún segir að þrátt fyrir að skip fyrirtækisins landi minna á staðnum en áður, séu næg verkefni fyrir hendi en um þrjátíu manns starfa hjá fyrirtækinu. "Bátarnir lönduðu mikið hér í fyrra haust en núna landa þeir þar sem fiskað er og hráefnið er svo keyrt til okkar, en fyrirtækið er með starfstöðvar í Grindavík, Húsavík og Djúpavogi auk vinnslunnar á Þingeyri," segir Sigríður. Það er aðallega þorskur sem hefur verið verkaður á Þingeyri en í sumar var farið að vinna blálöngu í fyrsta skipti.

Vinnslunni á Þingeyri hefur gjarnan verið lokað í um þrjá mánuði yfir sumartímann meðan þorskkvótinn er að klárast. En þar sem farið var að vinna blálöngu, hefur verið hægt að hafa opið í allt sumar fyrir utan lögbundið sumarfrí, sem reyndar jókst um viku þegar sem bátar Vísis voru í slipp. Sigríður segir að starfsfólkið sé að sjálfsögðu ánægt með að vinnslan hafi verið opin í allt sumar enda taki það þó nokkurn toll fyrir lítið samfélag eins og Þingeyri þegar loka þarf einum stærsta vinnustað bæjarins. Hún segist vera bjartsýn á veturinn. "Ég hef ekki fengið upplýsingar um annað en að vinnslan haldi áfram hér í allan vetur."

Stefnt er að setja upp nýjan vinnslubúnað í fiskvinnsluna fyrir jól. Að sögn Sigríðar á hún ekki von á að uppsetning búnaðarins tefji fyrir framleiðslunni þar sem reynt verði að setja hann upp í jólafríinu.