Færslur: 2011 September

09.09.2011 08:33

Makríll á síldveiðum í Breiðafirði

Úr Skessuhorni.is:

 

8. september 2011

Vaðandi makríltorfur sjást enn í Breiðafirði. Á vef LÍU er rætt við Guðmund Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra G.Run hf. Þar segir Guðmundur Smári að tveggja ára sonarsonur hans hafi farið með afa sínum á veiðar í gær og fengið á krókinn feitan makríl, sem vó heil 900 grömm. Algengast er að makríllinn sé 300 til 600 grömm.  "Það var auðvitað gaman fyrir litla guttann að fá svona stóran makríl en það sem vakti meiri athygli mína var magainnihald makrílsins. Þegar við skoðuðum það kom í ljós heil smásíld. Það er klárlega vísbending um að makríllinn sé ekki aðeins í samkeppni við síldina um æti heldur sæki hann beint í hana við fæðuöflun," segir Guðmundur Smári.

09.09.2011 00:00

Njáll RE 275


           1575. Njáll RE 275, á landleið til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 8. sept. 2011

08.09.2011 23:10

Víkingur fer fyrstur

mbl.is:
Víkingur AK. Mynd fengin af vef HB Granda. stækka

Víkingur AK. Mynd fengin af vef HB Granda.

Stefnt er að því skip HB Granda, Víkingur Ak, fari til loðnuveiða í byrjun vertíðar, 1. október næstkomandi. Fyrirtækið fékk tæplega 34 þúsund tonn af liðlega 181 þúsunds tonna upphafskvóta sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út í dag.

Haft er eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, í fréttatilkynningu að hafís kynni að torvelda veiðar skipanna í upphafi, á veiðisvæðinu norður af Vestfjörð

08.09.2011 22:30

Stapin FD 32 ex 2371. Gandí VE 171


                        Stapin FD 32 ex 2371. Gandi VE 171 © mynd Skipini.fo

08.09.2011 22:00

Kristína EA 410 og Laugarnes á Neskaupstað í dag

Kristina EA kom í morgun til löndunar á Neskaupstað og seinnipartinn kom oliuskipið Laugarnesið og lagðist utan á Kristinu. Tók Bjarni G., þá þessar myndir.


        2662. Kristína EA 410 og 2304. Laugarnes, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 8. sept. 2011

08.09.2011 21:05

Hvalur 6 og Hvalur 7 í Hvalfirði


      115, Hvalur 6 RE 376 og 116. Hvalur 7 RE 377 í Hvalfirði © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

08.09.2011 20:00

Maron GK 522 á landleið

Hér sjáum við bátinn koma inn Stakksfjörðinn á leið til Njarðvíkur nú á áttunda tímanum í kvöld.


          363. Maron GK 522, á landleið nú á áttunda tímanum í kvöld © myndir Emil Páll, 8. sept. 2011

08.09.2011 19:00

Meira um Teri bátanna og Green Atlantic

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi þessar upplýsingar varðandi myndaefni það sem Sigurbrandur tók á austfjörðum í gær:

Teri bátarnir eru í eigu Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri og Green Atlantick held ég að sé bilaður hann er búinn að liggja þarna allavega í hálfan mánuð kv Bjarni G


                                             Teri bátarnir á Eskifirði í gær 


                    Green Atlantic, á Reyðarfirði í gær © myndir Sigurbrandur, 7. sept. 2011

08.09.2011 18:00

Njáll RE 275

Eini dragnótabáturinn sem rær frá Keflavík og var úti á veiðum í dag var þessi og sést hann hér koma inn. Tók ég af honum mikla syrpu, sem ég mun sýna hér á miðnætti, en hér koma þrjár þeirra.


     1575. Njáll RE 275, að koma inn til Keflavíkur nú rétt áðan © myndir Emil Páll, 8. sept. 2011

08.09.2011 17:20

Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 í slipp


         971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 8. sept. 2011

08.09.2011 16:40

Laxfoss

Hér sjáum við skipið nýkomið út á Stakksfjörðinn, eftir að hafa verið í Helguvík
                       Laxfoss, á Stakksfirði í dag © myndir Emil Páll, 8. sept. 2011

08.09.2011 14:35

Maron GK 522

Þessar myndir tók ég í dag með miklum aðdrætti frá Vatnsnesi í Keflavík, út á Stakksfjörðinn og sýnir bátinn á útleið, trúlega að leggja netin, því hann kom úr slipp í gær.


       363. Maron GK 522 á útleið frá Njarðvík, út Stakksfjörðinn í dag © myndir Emil Páll, 8. sept. 201108.09.2011 14:14

Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 við slippbryggjuna í Njarðvík
      971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, við slippbryggjuna í Njarðvik í dag © myndir Emil Páll, 8. sept. 2011

08.09.2011 12:25

Múlabergið veiddi heyrúllu

mbl.is:

Múlaberg SI 22 veiddi heyrúllu. stækka

Múlaberg SI 22 veiddi heyrúllu. www.rammi.is

Togarinn Múlaberg SI 22 fékk óvæntan feng þar sem skipið var nýlega á rækjuveiðum um 42 sjómílur norður af landinu. Þegar trollið var dregið kom í ljós að í því var heyrúlla.

Greint er frá þessum óvænta afla á heimasíðu Ramma sem gerir skipið út. Þar kemur fram að þar sem rúllan veiddist sé 195 faðma (356 m) dýpi. Á síðunni má einnig sjá heyrúlluna skorna úr trollinu.

08.09.2011 11:06

Þrír rauðir - móti sól

Þetta er svona hálfgerð skuggamynd, enda tekin í morgun á móti sól, en sýnir þó þrjá rauða báta frá sama útgerðarfélagi við bryggju í Njarðvik


       2101. Sægrímur GK 525, 363. Maron GK 522 og 89. Grímsnes GK 555, í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 8. sept. 2011